Félagsbréf - 01.07.1962, Page 26

Félagsbréf - 01.07.1962, Page 26
22 FÉLAGSBRÉF ast í skiprúm hjá honum, allir treysta gamla Hrólfi. Og þetta reynist rétt. Eftir fífldjarfa brimlendingu skilar Hrólfur farþegan- um lieilum í liöfn, — að vísu holdvotum, eftir að kamburinn á einni holskeflunni hefur slett gusu yfir bátinn. Lesandi sögunnar skilur að lokurn — eða honum er ætlað að skilja, — að Hrólfur gamli siglir ekki svona djarft og stýrir svona vel þrátt fyrir vökudraum sinn um freigátuna, heldur meðfram \ vegna hans. Freigátan er honum ekki einungis huggun og uppbót fyrir sorgir og vonbrigði. Hún gerir siglinguna honurn samboðna. Hugarburður hans, að hann sé að bjarga stóru skipi, stýra dýrum knerri, sem sé fær í allan sjó, ef hann er við stjórn, leysir alla krafta hans úr læðingi, magnar hann. Þetta er að vísu sigling á þröminni milli hins færa og ófæra, þar sem hvorki má vera án þeirrar eggjunar og áræðis, sem draumurinn veitir, né gleyrna því, hvað litlum bát sé bjóðandi. En — hún lánast. Hvorir voru vitrari í raun og veru, Tómas Sæmundsson eða Bjarni amtmaður, Jón Sigurðsson eða hinir konungkjörnu? Var- káru og íhaldssömu mennirnir sáu tvímælalaust betur, hvað skyn- samlegt virtist, eins og á stóð, að heimta af og til handa þeim 50—60 þúsund hræðum, sem í landinu voru. En samt voru það mennirnir, sem þorðu að „hefja hugann hátt“ og þeirra fylgismenn, sem áttu að erfa landið. Það voru þeir, sem smám saman stöppuðu stálinu í þjóðina. Að sjálfsögðu höfum við fengið og eigum eftir að fá einhverjar slettur af holskeflum, af því að við í svipinn vit- um ekki nógu nákvæmlega, hvað óhætt sé að sigla djarft á fjögra manna fari. Skylt er að gæta allrar nauðsynlegustu varúðar. En hamingjan varðveiti okkur, ef við verðum nokkurn tíma svo skyn- samir, að við glötum alveg draumnum um freigátuna! Þegar farið var á síðustu áratugum nítjándu aldar að ræða af alvöru um stofnun háskóla á íslandi, stóð sumurn þingmönnum stuggur af þessu stóra heiti: háskóli, universitas. Þeir vildu heldur annað nafn, sem léti minna yfir sér, t.a.m. landsskóli. En háskóla- nafnið varð ofan á. Þótt þetta nafn yrði fyrir nokkuru aðkasti fram- an af og ekki stofnuninni til eintómra vinsælda, var það í fullu sam- ræmi við bæði sögulegar erfðir og anda þjóðlífsins. Enda voru að- finnslurnar sprottnar af ýmislegum misskilningi. Háskóli er ekki heiti, sem felur í sér fulla skilgreiningu, af-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.