Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 27

Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 27
FÉLAGSBRÉF 23 mörkun. Það er lieiti, sem markar stefnu, bendir fram á leið. Ýmsir háskólar, sem síðan hafa orðið voldugar stofnanir, hafa byrjað enn smærra en Háskóli íslands. Vöxtur þeirra hefur jafnvel verið svo hægfara, að mæla verður hann fremur í öldum en árum. Hins vegar er enginn háskóli veraldar svo fullkominn, að liann standi ekki til einhverra bóta, að hann sé algjörlega og á öllum sviðum samboðinn heitinu universitas. Fjarstæðan um Háskóla íslands fyrir 50 árum og enn í dag var og er ekki smæð hans sjálfs, heldur fámenni þeirrar þjóðar, sem hann hefur að bakhjarli. En hvenær sem við ætlum að setja slíka smámuni fyrir okkur, er hollt að minnast þess, þegar Tómas Sæmundsson skipulagði Austurvöll sumarið 1834, eins og þá var umhorfs í Reykjavík, og þorði fyrstur manna að nefna há- skóla á íslandi. Það þykir stundum hættulegt að hanga í orðum. En í orðinu háskóli, í þeirri hugsjón, sem þetta orð táknar, eigum við að hanga, — ekki sem vegsemd, lieldur sem vanda, sem skyldu. Jón Sigurðs- son sagði um stjórnarskrána frá 1874, að honum fyndist „hér vera fengin trappa til að standa á“. Um framtíðina vitum við það eitt, að hún er að því leyti, sem við ráðum nokkuru um hana, komin undir trúmennsku samtíðarinnar við sitt hlutverk, undir trú- mennsku sjálfra vor. Svo framarlega sem liver stúdent, hver kenn- ari lifir, starfar og hugsar sífellt með vakandi auga á því stefnumarki, sem heitið háskóli bendir til, — þá og því að eins verður þessi stofnun á hverjum tíma sú trappa, sem svíkur ekki, þegar á að stíga næsta sporið upp á við.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.