Félagsbréf - 01.07.1962, Side 34

Félagsbréf - 01.07.1962, Side 34
SIGURÐUR EINARSSON: Ævintýrið varð á vegi hans livar sem hann fór Eríndi flutt á bókmenntaltynningu Kristmanns GuSmundssonar skálds 22. október 1961. TT' inslaka manni er það gefið. að ævin- týrið verður á leið hans, hvar sem hann fer, situr fyrir lionum óvænt og glettið, hvert sem hann snýr sér. Hann kemst ekki undan því, jafnvel þó að hann snúi sér að jafn dauð-hversdags- legum hlutum og því að kaupa sér hús- kofa og lóðarsnepil inni við Elliðaár, að viðbættum hænsnum og kálfi og hyggist fara að búa að sínu í friði og ró. Ævintýrið er komið inn úr dyrun- um áður en varir og tekið að semja búreikninginn eftir sínu höfði. Og út- koman verður að jafnaði alltönnur en verða mundi í áætlunarbúskap þeirra, sem ævintýrin hafa tekið í sig að sneiða hjá, samkvæmt óútreiknanlegum duttl- ungum þeirra sjálfra. Kristmann Guðmundsson skáld er einn þessara liltölulega fágætu manna, sem ævintýrið kaus þannig að leggja lag sitt við. Og með því að þetta er engan veginn alveg öfundarlaust hlutskipti, skal ég taka rækilega fram þegar í stað, að það er heldur engan veginn auðvelt eða þjáningalaust. Líf slíks manns á sér að jafnaði magnaða innri spennu, djúpa harma, baráttu, sársauka, vonbrigði — en einnig gagntakandi fögn- uð, tæra, seiðandi gleði, svala rósemd hins djúpa trega, bljúga, óframfærna von, sem blikar oftast eins og heillastjarna í óendanlegum fjarska. Dag- Kristmann Guðmundsson.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.