Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 35

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 35
FÉLAGSBRÉF 31 arnir bjóða slíkum manni að axla byrðar, sem öðrum mundi hrjósa hug- ur við, og setja brekkur fyrir fótinn, þegar byrðin er hafin á herðar. Ef hann kiknar undir byrðinni eða guggnar fyrir brekkunni, er ásjóna ævin- týrsins frá honum vikin um aldur og ævi. Því að ævintýrið lýkur aðeins upp töfraheimum sínum fyrir íþrótt og karlmennsku, lætur þeim einum eftir fylgd sína, sem æðrast hóflega, þó að hann sé kaldur á köflum. Allt þetta hefur Kristmann Guðmundsson fengið að reyna í ríkum mæli. Ævintýrið varð á vegi hans hvert sem hann fór — og vegferð hans varð sjálf ævintýri — -af því að uppspretta þess og leyndardómur bjó í honum sjálfum. Þetta má einnig orða á þessa leið: Kristmann Guðmundsson var skáld. Fyrsta og eina meðvitaða köllun hans í lífinu er sú að verða skáld. Og trúmennska lians við þessa köllun er slík, að aðeins á örfáum freist- ingastundum hvarflar það lauslega að honum að bregðast henni og kjósa sér í hennar stað borgaralegt öryggi — stöðu, heimili — sæmilega af- komu, og þó aðeins hvarflar þetta að honum, þegar hvort tveggja sverfur að í senn, annars vegar hungrið, allsleysið, hins vegar hungur ástarinnar í einmana æskumanni, sem ber þungan tómleika föðursaknaðar og móð- ursaknaðar í hjarta og er vinafár. Kristmann Guðmundsson hefur gert svo rækilega grein ættar sinnar, upp- runa og uppeldis í þrem bindum ævisögu sinnar, sem þegar eru komin út, að um það efni skal ég vera fáorður. Auk þess hefur svo mikið um Kristmann verið skrifað, að um allt þetta hggja fyrir ljósar heimildir, en kannski ekki allar jafn áreiðanlegar. Ég held að það hljóti að vera byggt á grófum misskilningi, þegar Stefán Einarsson kemst svo að orði í hinni nýju bókmenntasögu sinni, að faðir Kristmanns hafi verið „skemmtilegur flækingur“. Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum var skemmtilegur mað- ur, en liann var ekki í neinum skilningi flækingur. Hann bjó áratugum saman bér í Reykjavík og sá ámælislaust farborða heimili sínu, var at- fangamaður og karlmenni. Ef þetta er að vera flækingur, þá hefur þetta orð nýlega fengið aðra merkingu í máli æðri bókvísinda en það hefur austur í Holti. Þetta eru að vísu smámunir, en ekki með öllu meinlausir. En það, sem alls er ljósast um æsku Kristmanns og uppruna, er það, að hann kemur hér í þenna heim með drjúgan arf manndóms og vitsmuna tveggja kjarngóðra ætta — en kom engu að síður óvelkominn að flestum dyrum lokuðum. Hann fær að vísu fæði og fósturskjól hjá afa og ömmu, þar sem meira var um manndóm og rausn en gull í garði, en nýtur þess aðeins liðlega fram að fermingu. Þá liggur leiðin út í heiminn með tvær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.