Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 38

Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 38
34 FÉLAGSBRÉF finnst einhvern veginn að öllum Islendingum hljóti að þykja það ákaflega gaman. Það stækkar vitund vor sjálfra, þegar einhver stækkar þjóð vora í vitund heimsins. Á þessum tilbeiðslutímum landkynningarinnar, ættum við að meta Kristmann mjög mikils, jafnvel þó að við látum okkur ótítt um skáldlist og andlega mennt, af því að hann er einn fyrirferðarmesti landkynnir vorrar kynslóðar. Og við ættum að gera það því fremur sem það er ekkert í höfundarverki Kristmanns, sem gerir þjóð vora afkáralega, skoplega, hlægilega eða auðvirðilega. Sá, sem kynnist íslenzkri þjóð og mannlífi af bókum Kristmanns, er að vísu leiddur inn í mjög raunsannan heim, að því er snertir efni, svið og umgjörð þeirra verka hans sem gerast í nútíðinni, en sá heimur er skynjaður í huldubliki fegurðarunnandans og tjáður af næmleik djúpfærrar samúðar. f þessum fáu orðum er enginn kostur að rekja né telja allar bækur Kristmanns Guðmundssonar, enda tæpast þörf, því að jafnvel hér á landi er Kristmann meðal lesnuslu og vinsælustu höfunda, þar sem þó til skamms tíma hefur um hartnær tveggja áratuga bil drottnað eitt harðsvír- aðasta bókmenntalegt einræði, sem nokkur frjáls menningarþjóð hefur látið bjóða sér. Að sjálfsögðu er Kristmann á lista hinna bannfærðu, sem ekki liöfðu lund í sér lil þess að strila blindir og Ijóðraðir fyrir áróðursvagni heimskommúnismans. En Kristmann Guðmundsson hefur svo sem komizt í kast við bókmennta- legt einræði, áður en gerð var hér á íslandi tilraun til að framkvæma á lionuin bókmenntalegan og persónulegan Ku—Klux—Klan-dóm. Hið mikla skáldverk Kristmanns Gyðjan og uxinn var bönnuð í Þýzkalandi á valdatíma nazista, þar sem vinsældir Kristmanns stóðu þá þegar föstum fótum. Þó að sagan gerist á Krít áður en Grikkir liófust til sögu, þólli Hitler sér stórlega misboðið með henni, af því að hún skýrði stundarsigur villimennskunnar yfir hárri menningu með þeim liætti, sein átrúendum ofbeldisins féll ekki í geð. Og þó að það sé fjarri mér að spá neinu um framtíð Kristmanns í heimi bókmenntanna, þá dirfist ég að fullyrða eitt: Átrúendum ofbeldisins mun aldrei falla skáldskapur Kristmanns í geð, en liann verður heldur aldrei þaggaður niður eða þurrkaður út úr bókmennt- unum fyrr en ofbeldið kynni að verða einrátt um það, hvað lesa megi, rila og hugsa. Til þcss er hann of mennskur og til þess er hann of mikill kunnandi sinnar íþróttar. Kristmann hvarf ekki heim lil þess að setjast í helgan stein, enda hentaði honum það ekki. Styrjöldin svipti hann sambandi við útgefendur sína og

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.