Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 41

Félagsbréf - 01.07.1962, Qupperneq 41
FÉLAGSBRÉF 37 Spurningu vorri um nýju skáldsöguna, Sumarauka, hvert væri meginatriði hennar og hvað hefði vakað fyrir honum með henni, svaraði Stefán Júlíusson á þessa leið: Það er hálfgerður bjarnargreiði höfundi að spyrja um slíkt. Er ekki bezt, að höfundur þegi sem mest um eigið skáldverk? Mér finnst það. En útgefandi á það sjálfsagt inni hjá manni, að maður sé svolítið almennilegur, sérstaklega áður en bókin er komin út! Þetta er á engan hátt sveitalífssaga, þó að hún gerist einhvers staðar hér austur í sveitum. Ekki er hún heldur hestamannasaga, þótt aðalpersónan hafi yndi af hestum! Þjóðlífssaga getur hún ekki talizt, þótt ýmis vandamál þjóðlífsins og breytingar beri á góma. Hún er ekki heldur saga um vandamál æskufólksins margumtalaða, þótt önnur aðalpersónan sé kornung Reykjavíkurstúlka, og reynsla hennar sé öðrum þræði uppistaða bókarinnar. Og sveitarómantík er hún ekki, þótt skáldið, sem er aðalper- sónan, sé gestur í dalnum sínum eftir langa útivist. Kannski er hún naumast ástarsaga, þótt uppistaðan sé óneitanlega töluvert af þeim toga spunnin. Hvað fyrir mér vaki? Þetta er bara skáldsaga, eins konar mynd eða einangruð staða nokkurra persóna á örlagataflborði mannlífsins. Þá er ég kominn að svarinu, sem maður gefur venjulega, þegar spurt er, um hvað bókin sé: Hún er um lífið og mann- eskjuna. Kannski er ég að velta því fyrir mér, hvort maður geti tekið upp fyrri lífs- þráð eftir miklar breytingar og mörg ár og við ólík lífsviðhorf. Er mönnum kleift að snúa aftur til fyrri heima og fyrri kennda? Eða er sagan aðeins sýnishorn af því, hvernig lífið getur kútvelt og endasent mannkindinni? „Þetta er furðuleg rambelta,“ stendur einhvers staðar í bókinni. — Annars held ég, að bezt sé að láta væntanlegum lesendum eftir þessar vangaveltur. UPPHAF SUMARAUKA „Ert þú skáldið?“ Hann hrökk við, þar sem hann sat allsnakinn á tjarnarbakkanum og lét síðdegissólina verma sig eftir baðið. Tónninn í spurningunni var áleitinn og nærgöngull yfir niðinn í litla fossinum; ekki laust við afkeim frekju og hæðniskulda í röddinni. Hann sveipaði í snatri um sig stóru handklæði, leit í átt til spyrjandans. Stúlkan sat á hraunhólnum handan við lækinn, en sólin hlindaði hann alveg, svo hann sá aðeins í svip hliðarmynd ung- meyjar í stingandi geislaörvum, naumast meira en daufar útlínur. Hann fálmaði í kringum sig í grasinu eftir sólgleraugunum, fann þau og setti upp. Enn greindi hann aðeins daufleita skuggamynd hennar á móti sólu. Hún spennti greipar um hnén; langt bakið og fótleggirnir voru eins og ýktir drættir í rissmynd, sneri höfðinu í áttina til hans, horfði á hann hvik- laust. Hann studdist við olnboga, en hélt með hinni hendinni um handklæðið. „Hver ert þú?“ kallaði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.