Félagsbréf - 01.07.1962, Síða 42
38
FÉLAGSBRÉF
spurði fyrst,“ kallaði hún á móti. „En þú þarft sosum ekki að svara
mér, þú hlýtur að vera skáldið. Mér sýnist þú vera talsvert klikkaður.“
„Gott, þá er það útkljáð. Kannski gætirðu þá svarað mér.“
Hún sneri sér á sitjandanum með snöggu átaki, eins og skopparakringlu
væri snarlega snúið; vissi nú heint að honum.
„Kannski,“ kallaði hún. „Langar þig afskaplega til að vita það?“
„Ekki veit ég nú það. Ég gæti sjálfsagt lifað án þess.“
„Jæja, þá skaltu bara lifa án þess.“
„Fyndist þér ekki kurteislegra, jungfrú góð, að þú kynntir þig eftir það,
sem á undan er gengið?“
„0, það var sosum ekkert. Ég sá þig bara busla dáldið í tjörninni. Þú
varst ægilega skringilegur, skal ég segja þér.“ Hún hló við storkandi.
„Það er gott þú skemmtir þér. Annars átti þetta ekki að vera nein sýn-
ing. Ég bjóst við ég fengi að vera hér í fnði.“
„Þau voru eitthvað að þvæla um að þú vildir vera einn. Ég hélt það
væru bara dillur.“
„Þau hver?“
„Nú, þau heima á hænum auðvitað. Hélztu ég kæmi af fjöllum?“
„Þú hefur þá komið frá Aðalbóli.“
„Já, annars vissi ég ekkert um þessa tjörn. Hún var ekki hér síðast þegar
ég kom hingað.“
„Hvenær var það?“
„I fyrrasumar, og sumarið þar áður, og þar áður og þar áður, ef þú vilt
endilega vita það, alveg síðan ég man eftir mér.“
„Þú ert svona kunnug hér. Mætti þá ekki bjóða þér nær einbúanum?“
„Ertu þá ekki vondur?“
„Þú gætir hætt á að komast að raun um það.“
Hún hikaði við andartak, spratt svo snöggt á fætur, tiplaði lipurlega
niður hólinn; hoppaði langleggjuð yfir lækinn í tveimur áföngum, þar
sem hann klofnaði við stóra steininn ofan við fossinn, var í sama vetfangi
komin til hans. Hann hafði risið á fætur, hélt annarri hendi um hnút á
handklæðinu, sem hann hafði bundið á mjöðm sér; var í þann mund að
rétta henni hina, þegar hann hopaði ósjálfrátt aftur á bak og þreif af sér
sólgleraugun. Hann starði á stúlkuna. Hún var kornung, allhá vexti, grann-
holda og útlimalöng, en þó var gelgjuskeiðið að hverfa að mestu fyrir
kvenlegum líkamslínum. Hún var klædd gulbrúnum stuttbuxum og þunnum,
hvítum bol og bert á milli laga, harmurinn hvelfdur og hálsinn í lengra