Félagsbréf - 01.07.1962, Side 61

Félagsbréf - 01.07.1962, Side 61
FÉLAGSBRÉF 57 einhvers staðar sagt. — Flestir þeir menn, sem leljast málsmetandi í þess- um efnum, virðast komnir á svi])aða skoðun og benda nú öll sólarmerki til þess, að hér eftir muni Diekens halda velli sem einn hinn fremsti — ef ekki allra fremstur — skáldsagnahöfundur heims. Samanburðarmat mikilla snill- inga er að sjálfsögðu alltaf vafasamt og oftasl fánýtl. Én um Dickens er það að minnsta kosli tvímælalaust, að hann hal'i með bókum sínum haft meiri og raunhæfari þjóðfélagsleg áhrif en flest- ir eða allir skáldsagnahöfundar fvrr og síðar. Hann hervæddi hrezkt almenn- ingsálil gegn harðýðgi og grimmd, rétti hlut þeirra, sein minnst máttu sín, og til hans má rekja það, að atvinnu- rckendum hélzt ekki uppi til lengdar að smala fátækum og nnmaðarlausum hörnum til miskunnarlausrar vinnu- þrælkunar í verksmiðjum. Og er þá komið að þeirri spurningu, hvort höf- undur, sem kemur öðru eins til leiðar, getur ekki látið sér í léttu rúmi liggja, hvar honum er skipað á bekk að öðru leyti. Frá rithöfundum í útlegð. Ekki telst það til nýrra fyrirbrigða 1 sögu mannkynsins, að rithöfundar og menntamenn flýi land sitt, þegar stjórn- arfarslegt ofríki sviptir þá því andlega frelsi, sem þeim er lífsnauðsyn. En það er ömurlegt tákn tímanna, að hóp- ui' slíkra manna, sem margir hverjir voru þjóðum sínum hin hrópandi rödd mannlegrar samvizku, liefur aldrei ver- ið stærri en á allra síðustu árum. Það er meira að segja svo komið, að al- ])jóðleg samtök landflótta rithöfunda munu nú telja fleiri menn innan sinna vébanda en nokkur einstakur félags- skapur rithöfunda í frjálsum löndum. Af mörgum þessara nthöfunda fara vitanlega litlar sögur. Þeir halda dauða- haldi í þá von, að aftur renni dagur yfir ættland þeirra, svo að þeir geti snúið heim, og draga fram lífið eins og bezt gengur á meðan þeir bíða. Aðrir hafa reynt að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði, og ýmist skrifa þeir áfram á móðurmáli sínu eða freista þess að gerast rithöfundar á tungu þeirra þjóða, sem hafa skotið yfir þá skjólshúsi. — En allir eiga þessir rit- höfundar það sameiginlegt að rækja af fremsta megni öll tcngsl við þjóðerni og ættjörð. Þessi andlega heimþrá segir hvarvetna til sín — og víða með átak- anlegum liælti — í hinum ýmsu mál- gögnum landflótta rithöfunda. Það orkar að sjálfsögðu ekki tví- mælis, að flóttinn undan ofbeldinu hef- ur ekki aðeins bjargað mörgum þessara manna frá andlegri tortímingu, lieldur einnig frá líkamsmeiðingum, fangels- un og dauða. Örlög fjölmargra félaga þeirra, sem eftir urðu, eru þar nærtæk til sönnunar. En slíkur flótti leysir samt engan iþann vanda, sem mestu máh skiptir, en leiðir hins vegar liugann að

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.