Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1877, Page 66
1877
60
70
18. júní.
G. gr.
Moð yíirlýsingu þeirri, er undir var rituð 1G. apríl 185G af ríkjum þeim tveim-
ur, er í ófriðnum eiga, og sem Danmörk gekk að 25. júní s. á., um rjett hlutlausra þjóða,
meðan ófriður stendur með útlendum sjóveldum, voru samþykktar þessar reglur:
1. Yíking (Kaperi) er og skal vera af numin sem áður.
2. Merki hlutlausrar þjóðar lilífir farmi óvinaþjóðar, að þeirn munum fráskildum, er
ekki má selja á ófriðartímum (Krigskontrebande).
3. Farm hlutlausrar þjóðar má ekki hertaka, þótt hann sje í óvinaskipi, nema það sjeu
munir, sem bannað er að selja á ófriðartímum.
4. Til þess að landspenna sje gild, verður hún að vera gjörð til hlítar, þ. e. með svo
miklum liðsafia, að nœgi til að banna aðgang að ströndum óvinaríkisins.
7. gr.
Auk þeirra muna, er nefndir eru í tilskipun 4. maí 1804 13. gr., og bannað er
að selja á ófriðartímum, og eru það fallbyssur, standbyssur (Mortcrer), alls konar vopn,
skammbyssur, sprongihnettir (Bomber og Granater), kúlur, byssur, eldtinna, fallbyssu-
kyndlar, púður, saltpjetur, brennisteinn, brynjur, spjót, sverð, sverðfetlar, púðurtöskur,
hnakkar og beizli (þó að undanteknu svo miklu af þessum munum, sem þurfa kynni til
að verja skipið og skipverja), skal enn fremur telja með þeim munum, er eigi má selja í
ófriði, alla þá tilbúna hluti, er liafa má beinlínis til hornaðar.
Skyldi svo fara, að nauðsyn yrði að breyta eða bœta einhverju við, sem óheimilt
sje að selja á ófriðartímum, sakir sjerstaklegra samninga milli Hans Hátignar konungsins
og útlendra ríkja, geymir utanríkisráðgjafinn sjer rjett til að birta það, sem við þarf frek-
ar, er hann hefir fengið til þess allrahæztan úrskurð.
8. gr.
Ef vopnað skip frá ríkjum þeim, er í ófriðnum eiga, kallar til kaupfars á sæ úti,
er eigi hefir vopnað skipalið sjer til varnar, og eigi það rjett á að skoða skipaskjölin, á
skipstjóri eigi að veita mótspyrnu gegn slíkri rannsókn, ef hún skyldi verða liafin af
foringjanum fyrir áminnstu vopnbúnu skipi, lieldur er liann þvert á móti skyldugur að
sýna dyggilega og undandráttarlaust öll skjöl og skilríki, er snerta skipið og farm þess.
Bannað er og harðlega bæði skipstjóra og óæðri yfirmönnum á skipinu eða hásetunum
að kasta fyrir borð eða á nokkurn hátt ónýta eða lcyna nokkru skjali eða öðru af skil-
ríkjum þeim, er á skipinu eru og snerta skipið eða farm þess, hvort heldur er á undan
rannsókninni, eða meðan á henni stendur.
pegar kaupförum er veitt vernd vopnaðra skipa með dönsku hernaðarmerki, á
skipstjóri að sýna foringja verndarliðsins skipskjöl sín, áður cn hann er tekinn undir
vernd þess, og ber lionum að öllu að haga sjer vandlega eptir boðum lians.
þetta er hjcr mcð kunngjört öllum hlutaðeigöndum til leiðbeiningar og eptir-
breytni.
Landshöfðinginn yfir íslandi, líeykjavík 18. júní 1877.
Hilmar Finscn.
Jón Jónsson,