Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1877, Blaðsíða 139
133
1877
og liontugaslan hátt, og ber lionni að fara nákværalega cptir því som lijeraðslæknirinn 135
segir henni í því efni. lo- nov-
21. grein.
Verði yíirsetukona þess vör, að einhver sjerstök óhollusta cða óþrifnaður, er skað-
vænn getur álitist fyrir líf og heilsu manna, eigi sjer stað í umdœmi hennar, skal hún
skyld að skýra hjeraðslækni frá því, og vara fólk við hinum skaðlegu áhrifum, er slíkt
getur haft á heilsu þess.
22. grein.
Brjóti nokkur yfirsetukona gegn þessari reglugjörð, skal hún sæta sektum, nema
þyngri hegning liggi við afbroti hennar að lögum. Verði hún sek að nýju og eru tniklar
sakir til, einkum, ef hún optar en einu sinni hefur skorazt undan að vitja sængurkonu
tafarlaust og að forfallalausu, skal henni vikið frá sýslu sinni.
Landlœknisembættið í Beykjavík, 15. dag nóvbrm. 1877.
J. tljaltalín.
lteglugjörð þessi samþykkist hjer með.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Iteykjavík, 15. dag nóvcmberm. 1877.
Hilmar Fmsen. _____________
Jón Jónsson.
Eyðublað það, er getur um í 14.gr. þcssarar reglugjörðar, ér þanniglagað:
Skýrla
um andvanafœtt barn, er undirskrifuð yfirsetukona liefur tekið við.
1. Nær varð konan Ijettari? (hvaða dag, mánuð, ár).
Hve nær byrjaði fœðingin?
Nær kom yfirsetukonan til konunnar?
2. Nær var fœðingin um garð gengin?
3. Var barnið skilgetið eða óskilgetið?
4. Nöfn föðurins og móðurinnar?
5. Hvar á móðirin heima?
6. Var barnið sveinbarn eða meybarn?
7. Var barnið fullburða?
eða livað löngu kom það fyrir tímann?
8. Var íœðingin regluleg kollfœðing?
eða hvað bar út af?
9. Gekk foeðingin öll náttúrlega?
eða varð að hjálpa konunni, og
með hvaða hætti var það gjört?
10. Voru rotnunarmerki
á barninu, er það fœddist?
11. Hvaða tilraunir gjörði yfirsetukonan
til að lífga barnið?
eða livers vegna gjörði hún cigi tilraun til þess ?
12. Hvað lieldur yfirsetukonan, að
hafi valdið því, að barnið fœddist andvana?