Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1877, Blaðsíða 101
95
1877
um' o. fl., og þar sem þess var farið á leit, að ráðgjafinn lilutist til um, að ferðaáætlun 85
þeirri um gufuskipaferðirnar til íslands, sem sett er fyrir yfirstandandi ár, verði breytt í 2b' mai-
þá átt, sem segir í áætlun, er fylgdi bœnarskránni, þannig, að Arktúrus í 2 af forðum
sínum fari umhverfis ísland; en hin 7. ferð hans milli Danmerkur og íslands verði látin
falla niður — heíir tjeður ráðheria ritað hingað í brjefi frá 24. þ. m., að sjer hafi eigi
þótt tiltœkilegt að gjöra neina slíka breytingu á ferðaáætlun þeirri, sem er fast ákveðin
fyrir yfirstandandi ár, og liafi það styrkt hann mjög í þeirri skoðun, að allmargir liinna
íslenzku kaupmanna hjer í bœnum haíi leitað til sín og beðið sig að láta ferðaáætlunina
haldast. Hins vegar hefir ráðgjafinn sjeð svo um, að skip liins sameinaða gufuskipsfje-
lags leggi eigi af stað frá Eeykjavík í 4. ferðinni fyr en 30. júlí, og er gjört ráð fyrir,
að Díana verði þá komin til Eeykjavíkur.
potta er hjer með þjónustusamlega tjáð yður, lierra landshöfðingi, til þóknanlegr-
ar leiðbeiningar og birtingar.
— Rrief ráðgjafans fyrir Island til lundshöfdingja um laxveiði í Elliða- 86
á m. — í þóknanlegu brjefi frá 8. þ. m. sögðuð þjer, herra landshöfðingi, álit yðar um “6' maí
erindi, er hingað liefir borizt, og þar sem Ágúst Thomsen kaupmaður, og eigandi laxveið-
ar þeirrar í Elliðaám, sem ríkissjóðurinn hefir selt, spyr, hvort 2. gr. viðaukalaganna frá
11. maí 1876 við landsleigubálk Jónsbókar, 56. kap., um friðun á laxi, verði heimfœrð til
veiðarinnar í tjcðum ám. Skal því til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar fyrir Tliom-
sen kaupmanni þjónustusamlega tjáð, að með því að fyrirmæli 2. greinar í lögum ll.maí
1876 urn þvergirðingu yfir á virðast, eptir því sem fram kom í umrœðunum um málið á
alþingi, að öllu samlögðu samkvæm frumreglunum í Jónsbókar landsleigubálki, 56. kap., og
að eins hafa að geyma nánari útlistun á þessum reglum, og með því að svo er að sjá
á sambandinu milli Jónsbókar og laganna 11. mai 1876, sem ætlast sje til að skilyrði
það, er áminnst fyrirmæli Jónsbókar eru bundin, sem sje, að fleiri en einn eigi veiði í
sömu á, þurfi einnig til þess, að 2. gr. laganna frá 11. maí 1876 verði beitt, virðist á-
kvörðun þossi, þrátt fyrir það, þótt orð hennar sjeu víðtoek, að eins stefna að því að til
taka nákvæmar þau rjettindi, er bera ýmsum mönnum, er eiga veiði í sömu á, hvorum,
gagnvart öðrum. Eins og þess vegna með hæztarjettardómi frá 16. febr. 1875 hefir verið
ákveðið, að fyrirmæli Jónsbókar geti ekki varnað því, að Thomsen, sem einn á laxveiðina
í Elliðaánum, þvergirði þessar ár, þannig hyggur ráðgjafinn eptir því, sem tekið er fram,
að hann hafi þcnna rjett, eins eptir að lögin frá 11. maí 1876 náðu gildi.
— Brjef ráðgjafans fyrir ísland til tandshöfðingja um lán handa presta-
kalli. — Sóknarpresturinn í Hítardals- og Staðarhrauns prestakalli, sira Jónas Guð-“6'maí
mundsson, hefir farið þess á leit, að veitt yrði nefndu brauði lán, að upphæð 1200 kr., vegna
hins mikla kostnaðar, er liann hafi orðið að liafa til þess að byggja upp prestsetrið að Staðar-
hrauni og til að bœta lún jarðar þessarar, er hann hafi verið skyldaður til að flytja að
frá Hítardal, þá er brauðin voru sameinuð, og hefir herra landshöfðinginn í þóknanlegu
brjefi frá 13. marz þ. á. mælt fram með að veitt verði Hítardals og Staðarhrauns presta-
kalli lán úr viðlagasjóði, að upphæð 1200 kr., er ávaxtist með 4°/o vöxtum, og endur-
borgist með V20 parti eða 60 kr. á ári næstu 20 ár eptir að lánið er veitt, þó með því
skilyrði, að sannað sje með skoðunargjörð, er hlutaðeigandi prófastur framkvæmi með 2