Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1877, Qupperneq 144
430 nóvember 1871, viröist ráðgjafanum ekkert því til fyrirstöðu, að láta nefnuannenn sjálfa
‘ju. okt. gkjpta þóknuninni milli sín, en verði þeir eigi ásáttir um skiptin, skuli landshöfðingi gjöra
út um málið.
Eptir því sem þjer skýrið frá, liorra landshöfðingi, hefir þegar á þessu ári verið
greitt út nokkuð af fje því, 2000 krónum, er veitt er í 10.gr. C 11 til þess að taka þátt
í minningarhátíð háskóláns í Uppsölum. J>essu verður að reyna að bœta úr svo sem
hœgt er, og eruð þjer því þjónustusamlega beðnir, að gjöra svo vel að láta telja það,
sem greitt hefir verið út í þessu skyni, með uersúrw-gjöldum í þessa árs jarðabókarsjóðs-
reikningi, og setja það eigi í reikningsyfirlitið sjálft fyr en að ári.
Að því er snortir skipun ö.undirkennara-embættis, er laun eru ætluð til í 13.gr.
11 111, verður ráðgjafinn að vera á sarna máli og þjer um það, að eigi skuli veita það
fyr en frá byrjun skólaársins 1878—79, og það því fremur, sem eigi verður takandi ímál
að taka upp gagnfrœðakennslu í skólanum, samkvæmt 18.gr. í reglugjörð fyrir hinn lærða
skóla í Reykjavík 12. júlí þ. á., fyr en við byrjun þess skólaárs.
Að því er snertir fyrirkomulag á umsjóninni í hinum lærða skóla hafið þjer,
herra landsliöfðingi, óskað úrskurðar ráðgjafans um það, hvort það sje skylda undirkenn-
ara skólans, samkvæmt lögum 15. oktbr. 1875, 2. gr., að hafa á hendi umsjónina þar,
gegn þóknun eða endurgjaldslaust, og hvort liafa eigi nokkurn fyrirvara í þá átt, þegar
hið umgetna nýja undirkennaraembætti verður auglýst. Yið spurningu þessari verður að
kveða afdráttarlaust nei, að því er snerlir kennarana sem nú eru, og skipaðir liafa verið
í embætíin 'fyrtr 1. janúar 1870; og það er meira að segja um ókomna kennara, að ráð-
gjafinn er ekki á því, að á þá verði lögð sú skylda eptir ijeðri lagagrein, að taka að sjer
umsjónina, hvort heldur er fyrir þóknun eða endurgjaldslaust, með því að þessi starii er
sýsla út af fyrir sig, er eigi heyrir til embættis þeiira, og hefir hingað til eigi veriðskoð-
að sem embættisstarf, er fylgdi kennarastöðunni, heldur verið veitt þóknun fyrir það
sjer í lagi. Auk þess verður að gæta þess, að það væri gjörræði, aö leggja slíkt starf á
einhvern kennaranna, með því að eigi verður sagt, að það hoyri fremur til einu undir-
kennaraembættinu en öðru. llins vegar mætti raunar setja þaö skilyrði, er hið nýja
kennaraembætti væri auglýst, að sá, sem það fengi, ætti að taka að sjer umsjónina, jafu-
yel endurgjaldslaust; en það mundi þó naumast ráð, með því að það er öldungis óvíst, að
sá, sem sœkir um kennaraembættið, sje fallinn til að liafa þessa sýslu á hendi, og mætti
auðveldlega svo að bera fyrir þá skuld, að maður, sem að öðru leyti væri vel fallinn til
embættisins, ljeti þetta aptra sjer frá að sœkja um það.
Með því að útgjaldaliður sá, er tilgreindur er í 13. grein B III c 9., mun vera
á fallinn á árinu sem nú er að líða, eptir því sem þjer skýrið frá, verður að fara eins að
með hann og að framan segir um C 11 í 10. grein.
140 — Hrjef ráðgjafans fyriv ísland til Jandshöfðingja um skrifstofukostnaðar-
20. okt. eiidurgj a 1 d amtmannanna. — Með því að alþingi hefir synjað hækkunar á
skrifstofukostnaðar-endurgjaldinu handa amtmanninum yfir suður-og vesturumdœminu og
handa amtmanninum yfir norður-ogausturumdœminu, 200 kr. um árið lianda hvorum, svo
sem farið var l'ram á í frumvarpi til fjáraukalaga um árin 1876—1877, þarsem þingið felldi
frumvarp þetta gjörsamlega, en nú mun vera búið að greiða hlutaðeigendum fje þetta
mestallt, samkvæmt brjefi frá ráðgjafanum 28. febr. 1870 [Stjórnart. 1876 B 24], eruð