Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 7

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 7
Fyrsta fjölskyldumyndin. Hinn ungi Tsjekhov er annar frá vinstri í efri röð. II. Hér verður ekki reynt að lesa ævisögu Tsjekhovs af bréfum hans. En áður en til þeirra verður leitað fanga er rétt að minna á fáein atriði sem gott er að hafa í huga þegar það er skoðað sem Tsjekhov segir um sjálfan sig, bókmenntirnar, Rússland og tilveruna. Hann fæddist árið 1860 í borginni Taganrog við Asovhaf, sonur kaupmanns og sonarsonur ánauðugs bónda. Borgin var skelfing menn- ingarsnauð, eins og ótal rússnesk pláss sem hann lýsti í sögum sínum - sjálfur reyndi hann að bæta úr því menningarleysi síðar með því að stofna þar almenningsbókasafn og senda þangað bækur í stórum stíl. Faðir hans Pavel var kirkjurækinn þverhaus og harðstjóri og átti Anton T í m a r i t u m bókmenntir og leiklist 5

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.