Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 15

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Page 15
„hata og fyrirlíta allt sem er nýtt og gagnlegt" þótt því sé að henni haldið af góðum hug (X, 495) og að „háskólar þroska alla hæfileika manna - þeirra á meðal heimskuna" (X, 470). Eigi að síður gerði hann ráð fyrir því að „í hverjum einasta manni er eitthvað falið" (X, 488) og í þeirri von að þetta „eitthvað" mætti leiða fram í ljós dagsins og koma til þroska, lagði hann ekki árar í bát. Lét heiminn ekki í friði. Eins þótt hann sjálfur gæti með sanni sagt: „Kjörorð mitt er - ég þarf ekki neitt" (X, 502). IV. Vandinn er ekki sá að við hötum óvini okkar, sem eru fáir, heldur er hann í því fólginn að við elskum ekki nóg náunga okkar sem eru fleiri en taldir verði (XI, 281). Krafan um starf og réttlæti var felld inn í allt lífsmynstur Tsjekhovs. Og hún tók langt út yfir umgengni við ættingja og vini eða dugnað við skriftir. Tsjekhov efaðist um flesta hluti, þekkti „hina hliðina" á öllu sem menn taka sér fyrir hendur. I sögum sínum og leikritum gerir hann reyndar gys að þeim einatt sem vilja leggja gott til mála. Gera gagn blátt áfram. En hann var sífellt að gera gagn sjálfur. Hann var maður trúlaus, síst af öllu gerði hann ráð fyrir því að góð verk væru honum einskonar innstæða í eilífðinni. Ekki frekar en hann vildi stæra sig af góðum verk- um meðan hann væri ofan moldar. Hann stóð síst af öllu í markaðs- viðskiptum við almættið eða almenningsálitið eftir þeirri formúlu sem Rússar orða sem svo: Þú klórar mér og ég þér í staðinn. Hann gerði blátt áfram það sem honum fannst rétt. Hann var manna greiðviknastur, ekkert er algengara í bréfum hans en hann biðji menn að nota sig til einhvers. Hann lánar peninga, kemur sögum byrjenda inn í tímarit, hjálpar heilsulitlum presti við að komast aftur til starfa fyrir söfnuð sinn. Hann býr til hugvitssamlegt samsæri til að hægt sé að hjálpa ungri konu í stærðfræðinámi án þess að særa stolt hennar: Þessari persónu hjálpum við sisona: Við látum hana fá fjörutíu rúblur á mánuði og blekkjum hana með því að segja að við höfum fengið þessa T í m arit um bókmenntir og leiklist 13

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.