Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 39

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 39
í heimsókn hjá Súvorínfjölskyldunni. annað en éta og drekka, drekka og éta? Og um leið sjá menn skýrt af sögu sem þessari þá gáfu sem Tsjekhov ræktaði vel og vandlega: Að leggja sig eftir því hvernig fólk talar, láta sjálfan talsmáta einstaklings um hvunndagslegustu hluti gefa skýra mynd af sérstöðu hvers og eins undir sólunni. Þessar „skrýtlur" Tsjekhovs voru honum líka góð æfing í því að fylgjast með (og skopast að) því hvernig ein hugsun fæðist af annarri. Eins og t.d. í „Hefnaranum": Þar segir frá kokkáluðum eiginmanni sem kemur í búð til að kaupa sér byssu. Og meðan kaupmaðurinn hrað- mælskur mælir ákaft með sínum Coltum og Mauserum og öðrum skammbyssum til hverskyns skytterís á mannfólkið, hugsar sá hefni- gjarni sig með hlálegum hætti niður á við um það, hvern hann eigi að skjóta: eiginkonuna, elskhuga hennar eða sjálfan sig og í hvaða röð og til hvers hvert og eitt manndráp geti leitt - þar til hann kemst að því að hann getur í rauninni ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Tímarit um bókmenntir og leiklist 37

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.