Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 58

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Side 58
anir. Eða eins og læknarnir segja: Maður verður að individúalísera hvert einstakt tilvik. - Það er satt og rétt, samþykkti Búrkín. - Við þessir Rússar sem teljum okkur til almennilegs fólks erum veikir fyrir gátum sem enginn getur leyst úr. Venjulega færa menn ást- ina í skáldlegan búning, skreyta hana með rósum og næturgölum, en við Rússar puntum upp á okkar ástir með þessum örlagagátum og velj- urn þá úr þeim þær sem ómerkilegastar eru. Þegar ég var stúdent í Moskvu átti ég vinkonu, elskulegustu dömu, sem hugsaði alltaf þegar ég hafði hana í fanginu um það, hve mikið ég mundi láta hana fá á rnánuði og hvað pundið af nautakjöti kostaði nú til dags. Eins er með okkur þegar við elskum: Við hættum ekki að spyrja sjálfa okkur í þaula: Stöndum við heiðarlega að þessu eða ekki, er þetta heimskulegt eða vit- urlegt, til hvers leiðir nú þessi ást og svo framvegis. Ekki veit ég hvort þetta er eins og það á að vera, en hitt veit ég að í þessum vangaveltum er einhver fyrirstaða, ófullnægja, þær ergja mann. Það var líkast því sem hann vildi segja frá einhverju. Menn sem lifa einir byrgja alltaf eitthvað inni sem þeir vildu gjarna segja frá. I borg- inni sækja piparsveinar gjarna baðhús og veitingahús barasta til að tala og segja stundum baðvörðum og þjónum merkilegustu sögur, en þeir sem búa í sveit eru því vanastir að úthella sál sinni yfir gesti sína. Nú bar gráan himin við gluggana og regnvot tré, ekkert var hægt að fara í slíku veðri og ekki um annað að ræða en að segja frá og hlusta. - Eg hefi búið lengi hér í Sofjíno, byrjaði Aljokhín, eða allt frá því að ég lauk námi við háskólann. Ég dýfði ekki hendi í kalt vatn á unglings- árunum og er mest hneigður fyrir að dunda mér við skrifborð, en þegar ég kom hingað hvíldu miklar skuldir á eigninni. Og vegna þess að faðir minn hafði komið sér í skuldir sumpart vegna þess að hann eyddi miklu í menntun mína, þá ákvað ég að héðan færi ég ekki og hér mundi ég vinna þangað til ég hefði greitt upp þessar skuldir. Þessa ákvörðun tók ég og byrjaði að vinna og ég skal játa að það gerði ég með nokkrum viðbjóði. Moldin hér gefur ekki rnikið af sér, ef ekki á að vera tap á bú- skapnum verður maður að notfæra sér vinnu ófrjálsra manna eða leigja sér vinnumenn, sem er næsturn því eitt og hið sama, eða þá að búa eins og bændum er títt, það er að segja vinna sjálfur á ökrunum með fjöl- skyldu sinni. Aðrir kostir eru ekki til. En á þeim tíma fór ég reyndar ekki langt út í þessa sálma. Ég lét engan landskika í friði, ég smalaði saman öllum körlum og kerlingum úr næstu þorpum, unnið var í djöf- B ] A R T U R O G F R Ú E M I L í A 56

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.