Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 68

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Qupperneq 68
ÁSLAUG AGNARSDÓTTIR Af hverju ertu alltaf svartklædd? Anton Tsjekhov og leikritun í Rússlandi um aldamótin I. Árið 1892 var Tsjekhov orðinn svo vel efnum búinn að hann gat keypt sér lítið landsetur nálægt þorpinu Melíkhovo, suður af Moskvu. Þar bjó hann ásamt foreldrum sínum og systur í sex ár, og skrifaði. Þetta var þó langt frá því að vera einangruð vinnuvist. Tsjekhov hafði gaman af að umgangast fólk og á sumrin var oft margt um manninn á sveitasetrinu. Bróðir hans, Míkhaíl, segir frá því í endurminningum sínum að stund- um hafi verið sofið í öllum sófum og rúmum í húsinu. Það kom meira að segja fyrir að slegið var upp tjaldbúðum í anddyrinu. Bræður hans, vinir, ungir rithöfundar, aðdáendur, embættismenn, fjarskyldir ættingj- ar með stóran barnaskara; allir sem einn þyrptust til Melíkhovo. Auk þess að vera gestgjafi og rithöfundur hélt Tsjekhov áfram að starfa sem læknir, því þorpsbúar og aðrir nágrannar leituðu til hans hér eins og annars staðar þegar þeir fréttu af læknisstörfum hans. Þrátt fyrir erilinn voru árin í Melíkhovo eitt afkastamesta tímabilið á rithöfundarferli Tsjekhovs og þar urðu margar bestu smásögur hans til. Tsjekhov lét byggja lítið hús hinum megin við kirsuberjagarðinn sem hann kallaði dúkkuhúsið, og þangað flúði hann á surnrin þegar gesta- gangurinn varð honum ofviða. Þar samdi hann svo sitt fyrsta alvarlega og kannski þekktasta leikrit, Mávinn. Tsjekhov samdi, eins og kunnugt er, bæði smásögur og leikrit, en sem leikritaskáld er hann aðallega þekktur fyrir fjögur leikrit, Mávinn, Vnnja frænda, Þrjár systur og Kirsuberjagarðinn, sem hann skrifaði á árun- urn 1896 til 1903. Fyrir þann tíma hafði hann reyndar sarnið allmörg leikrit sem minna eru þekkt. Snemma árs 1889 var leikritið ívanov sýnt í Pétursborg við talsverðan fögnuð áhorfenda. I lok sama árs var leikritið Skógarpúkinn sýnt í Moskvu en það hlaut aftur á móti slæmar viðtökur. Tsjekhov hélt þó áfram að skrifa leikrit næstu árin, samdi marga ein- B ) A R T U R O C F R Ú E M 1 L í A 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.