Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Síða 80

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1994, Síða 80
O, hvar er hún, hvað hefur orðið af fortíð minni, þegar ég var ungur, kátur, gáfaður, þegar mig dreymdi glæsta drauma og ég hugsaði hátt, þegar vonin skein yfir nútíð og framtíð? Af hverju stafar það að við erum ekki fyrr komnir á manndómsaldur en við verðum leiðinlegir, gráir, hversdagslegir, latir, kærulausir, gagnslausir, óhamingjusamir... Systurnar horfa aftur á móti fram á við og vonast til að geta flutt úr sveitinni til Moskvu. Þá muni allt lagast. Margar persónur í leikritunum skortir tilgang í lífinu og mikið er fjallað um gildi vinnunnar. Túzenbakh í Þrem systrum harmar að hafa aldrei starfað neitt og Írína tekur seinna undir með honum og segir: Eg verð að vinna, ég verð að vinna. Við erum svo niðurdregin og lítum svo myrkum augum á tilveruna vegna þess að við þekkjum ekkert til vinnu. Ymsar persónur hans vinna að vísu góð og gegn störf, en sjá ekki að starf þeirra hafi borið tilætlaðan árangur. Olga í Þrem systrum er kennslukona. Vanja frændi og Sonja vinna hörðum höndum á búgarð- inum til að Serebrjakov geti stundað fræðistörf sín, sem reynast svo engin vera. Framtíðin býður svo ekki upp á annað en áframhaldandi strit. í síðasta þætti Vanja frænda á sér stað eftirfarandi samræða milli Astrovs læknis og Vanja frænda: Vanja: Ég er fjörutíu og sjö ára: Ef ég lifi það að verða sextugur, á ég eftir þrettán ár í viðbót. Það er langur tími. Hvernig á ég að fara að því að þrauka í þessi þrettán ár? Hvað á ég að gera, hvað hef ég til að gefa þeim fyllingu? [...] ef maður gæti aðeins lifað því lífi sem maður á eftir á einhvern nýjan hátt. Vaknað á kyrrum sumarmorgni og fundið að maður væri byrjað- ur nýtt líf [...] Astrov: [...] Þeir sem lifa eftir eitt til tvö hundruð ár og fyrirlíta okkur fyrir að hafa lifað okkar lífi á svo heimskulegan og ósmekklegan hátt - þeir finna kannski ráð til að vera hamingjusamir; en við... þú og ég, við eigum aðeins eina von. Þá von, að þegar við sofum í gröfinni muni vitja okkar sýn- ir [...] Persónur Tsjekhovs verða ástfangnar en annaðhvort ná elskendurnir B I A R T U R O G F R U E M 1 L I A 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.