Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 15

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Page 15
Smiðjukaffi, 1.4. 1994 I ljósaskiptunum flugu tveir krunkandi hrafnar upp af marmarasúlunum í portinu á bak við legsteina- smiðju S. Helgasonar. Keypti mér samloku og pilsner í Bláhorninu á leiðinni niður í Blesugróf. Þræddi þar allar götur og stíga. Sum húsin upphaflega byggð í lok seinna stríðs, utan við allt skipulag og vita ekki alveg við hvaða götu þau standa. Mætti gömlum manni í Stjörnugróf með ullartrefil bundinn fyrir vitin í blíðviðrinu. Opnar skúrdyr, einhver að gera við gamlan bíl með ljóshund á krók á veggnum. Afdankaður leikvöllur eins og týndur bernskuheimur á auðu svæði milli húsanna. Rúllugardínur dregnar niður til hálfs, hönd að vökva rykfallin blóm. 13

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.