Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 43

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.07.1995, Síða 43
„Þeir hafa ekki átt strásykur?" spyr hann svo þegar ekkert gengur að losa molann í sundur. „Nei. En þetta leysist upp, það er svo heitt kaffið.“ „Já, það er rétt hjá þér. Það er alveg rétt hjá þér. Heyrðu, ég var ekki búinn að spyrja hvað þú heitir." „Nei, það er alveg rétt hjá þér,“ segi ég. „Erlingur heiti ég. Erlingur Sóf...“ „Nú?“ gríp ég fram í fyrir honum. „Það er það sama hér. Ég heiti Erlingur.“ Hann horfír undrandi á mig en brosir síðan um leið og hann lætur sykurmolann detta ofan í kaffið. „Það er merkilegt,“ segir hann. „Þú ert þó ekki Sófonís ... ég heiti nefnilega Erlingur Sófonísasarson. Ég get aldrei sagt þetta rétt. Pabbi hét Sófonías. Það á að vera Sófoní... a ...“ „Sófoníasarson.“ „Já. Þú átt ekki í erfiðleikum með þetta, heyri ég.“ „Ég er Jónsson. Erlingur Jónsson.“ „Það hefði nú verið eitthvað undarlegt hefðum við verið alnafnar,“ segir hann og brosir. „Og hvaðan kemurðu?“ spyr ég. „Að vestan." „Og þetta er í fyrsta skipti sem þú kemur í bæinn?“ „Já já.“ Hann tekur báðum höndum um bollann. „Annars má eiginlega segja að ég sé kominn hingað í öðrum erindum.“ „Öðrum?“ „Ja, öðrum en þeim að sjá borgina. Ég er að fara til útlanda.“ „Nú?“ „Jájá. Til írlands.“ „Attu ættingja þar eða?“ „Nei nei. Ég vann þessa ferð í happdrætti. Við mamma fengum sendan happdrættismiða og báðum póstinn um að borga hann fyrir okkur og nokkru síðar kom í ljós að við höfðum unnið. Við höfðum 41

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.