Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Page 134

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Page 134
ritum um absúrdleikhúsið eru rætur þess raktar meðal annars til Lewis Carrolls (Lísa í Undralandi) og Alfred Jarrys (Bubbi kóngur), Franz Kafka, Apollinaires sem og til súrrealista og Dada-skálda - en Kharms og OBERIU koma þar ekki við sögu.4 Staða bókmennta í Rússlandi sovéttímans var svo sérstæð um margt að oft gleymist að rekja þróun þeirra saman við það sem gerðist annars staðar í heim- inum. Kharms kom fram á leikkvöldum og las upp í klúbbum á þessum fyrstu skáldskaparárum sínum en sama og ekkert var birt eftir hann, hvorki þá né síðar, annað en sögur og kvæði sem hann orti íyrir börn. Ritskoðunin gerðist æ frekari og hún freistaði margra ágætra höfunda til að semja barnabækur, einnig Daníils Kharms, þótt finna megi í textum hans og minnisblöðum margar kaldrifjaðar athuga- semdir einmitt um börn. Barnabókmenntir urðu mörgum ágætum sovétrithöfundum merkilegt athvarf á þessum tímum: þar var enn svigrúm fyrir óstýrilátt hugarflug og ævintýralegar uppákomur — auk þess sem barnabókahöfundur leggur sjálfur á sig ritskoðun fremur en að hann þurfi að hlýða beinum fyrirmælum um það hvað er hollt fyrir fullorðna. Kharms átti góða vini í hópi barnaskálda sem lögðu honum lið og gerðu honum kleyft að hafa nokkrar tekjur af ritstörfum. En þeir gátu ekki verndað hann fyrir tortryggni yfirvalda sem lögðu fæð á OBERIU. í árslok 1931 voru þeir Kharms og Vvedenskij hand- teknir og það er augljóst af gögnum um yfirheyrslur yfir þeim að tími „hugsanalögreglu" er hafinn. í fyrstu ber Kharms sig vel og segir blátt áfram að hann sé andvígur stefnu sovéskra stjórnvalda á sviði bókmennta og vilji málfrelsi sér og félögum sínum til handa. En þegar við aðra yfirheyrslu og í þeim sem á eftir fóru hefur Kharms séð sér þann kost vænstan að játa syndir sínar. Hann kveðst vera helsti hugmyndafræðingur andsovésks hóps bókmenntamanna. 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.