Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Síða 139

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Síða 139
öðru en „bulli“, á því sem hefur öngva praktíska þýðingu og á fárán- leika mannlífsins. Hann segist hata orð og tilfinningar eins og hetjuskapur, vaskleiki, siðferði, þrifnaður, viðkvæmni en skilja og virða hrifningu, aðdáun, innblástur og örvæntingu, lauslæti og skír- lífi, hryggð og gleði. Hann er einnig sannfærður um að „besr takist þau bókmenntaverk sem lýsa neikvæðum hliðum mannlegrar nátt- úru“. (1933). Allt var þetta að sjálfsögðu óralangt frá þeim áherslum á jákvæð afrek og hetjuskap sem opinber menningarsrefna þessara Stalínsára hélt að rithöfundum og lesendum, sem og þeim boðskap að Sovét- menn væru komnir í skynsamlegan takt við sjálf lögmál fram- faranna. Stundum er eins og Kharms sé fyrst og fremst að stinga af frá slíkum kvöðum og bregða á spaugilegan leik eins og í „Sonnettu" þar sem sögumaður veit ekki sitt rjúkandi ráð því hann man ekki hvort kemur á undan, sjö eða átta. Eða þegar Kharms hendir gaman að sjálfum sér og vinum sínum sem finna aðferð til að skrá tíðinda- leysið („Eg ætla að hleypa þeim upp“). Fyrir kemur að lítil saga kall- ast sterklega á við fortíð rússneskra bókmennta. „Endurminningar gamals og viturs manns“ er til dæmis nýtt tilbrigði við „Minnisblöð vitfirrings“ eftir Gogol, þar sem einnig er farið með skop um formyrkvun hugans — nema hvað hjá Kharms er allri „viðkvæmni" sleppt, allri tilfinningasemi um „litla manninn" sem truflast á geði af því að hann er svo lágt settur að enginn virðir hann viðlits. En þegar á heildina er litið er sá fáránleiki sem vegur salt á milli hláturs og hrollvekju í sögum Kharms í mjög öflugum tengslum við tíðindi og andrúmsloft í Sovétríkjunum. Tökum til dæmis örsögu úr „Atvikum" sem segir frá því þegar Tíkakejev og Kora- tygin fara í hár saman út af því hvort síðarnefndur hafi beðið eftir hinum í 20 mínútur eða klukkustund. Orð sprettur af orði, Koratygin snýtir sér á Tíkakejev úr annarri nösinni: 137
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.