Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.2000, Page 140
„Þá tók Tíkakejev stærstu gúrkuna upp úr tuðru sinni og lamdi
Koratygin með henni í hausinn. Koratygin greip höndum um
höfuðið, datt niður og dó.
Engar smágúrkur sem þeir eru farnir að selja í búðunum nú til
dags.“
Hér fer margt saman: Fáránlegur svartur húmor sem minnir á
afrek Gogols og Tsjekhovs við að lýsa „stormi í vatnsglasi", tortím-
andi deilum sem spretta svosem af engu tilefni. Laumuleg tilvísun í
sjálfumglaðar afreksfréttir af sovéskum landbúnaði (gúrkurnar eru
alltaf að stækka!). En einnig stef sem bæði er spunnið í þöglum
gamanmyndum og verður mjög áleitið í samtíma Kharms og síðar:
ástæðulaust ofbeldi, skyndileg og fáránleg óhöpp sem geta dunið
yfir mig og þig hvenær sem vera skal. Enn nær sovéskum hvunn-
dagsleika er saga á borð við „Sigur Mishins" þar sem húsnæðisvand-
ræðin, sem aðrir skopvísir höfundar (Zoshenko, Búlgakov) höfðu
einnig gert sér mat úr, eru teygð út í fáránlega skrýtlu um mann
sem liggur á gólfi í gangi íbúðar og mun sig ekki hreyfa þaðan
vegna þess að þar á hann lögheimili þótt öngva veggi geti hann
látið skýla sinni aumu tilveru. I smásögunni „Truflun" er komið að
stærsta harmleik tímans, handtökum sem allir eiga von á og eru
orðnar svo sjálfsagðar að enginn hreyfir andmælum. Ekki heldur
þau Irina og Pronín sem hafa verið í kátlegum erótískum leik sem
klippt er á snögglega þegar inn kemur maður í svörtum frakka og
segir: Fylgið mér. Þessi litla saga verður undariega sterk einmitt
vegna þess hve fátt er upp gefið, öllum útskýringum er sleppt sem
og sálfræði, enginn veit hvað hver hugsar, óhugnaðurinn er allur í
orðum og gjörðum og í hinum skyndilegu umskiptum.
Menn geta kosið að einblína á tengsli textanna við þann veruleika
sem þeir eru sprottnir úr, en menn geta líka haft í huga að „nei-
kvæðar hliðar mannlegrar náttúru" eru ekki bundnar stað og stund.
138