Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 34

Frón - 01.06.1944, Blaðsíða 34
96 Jón Helgason Altítt er í skáldskap vorum að endingarsérhljóð hverfi á undan öðru sérhljóði í upphafi næsta orðs. Þetta er í samræmi við mælt mál, en tíðkast ekki hjá nágrannaþjóðunum; aftur fara ítalir svipað að, en þó skilst mér að þeir láti ekki fyrra hljóðið týnast með öllu í framsögn, á sama hátt og okkur mun tamast. Mér virðist svo sem íslenzk skáld fari oft fulllangt í þessu efni. Það kemur þráfaldlega fyrir að ending er nauðsynleg til fulls skilnings á orðmynd, og þá má hún illa niður falla: Pótt] furða | kunni að | þykja um 1 leirsins | lið, sú] list er | gefin | sumu að | talast | við. Hér getur hvorki kunn’að né þykj’um valdið misskilningi. En sum’að fer ekki vel, því að sú ending sem úr er felld má ekki missa sig ef hlutverk orðsins í setningunni á að vera ljóst. Lesandinn sér að vísu að í bókinni stendur sumu, en ekki sum. En ljóð eru ekki ætluð lesandi mönnum einum. LJr sama kvæði, þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Ómari Kajjam — ég vil taka fram að mér finnst margt í henni hafa tekizt ágætlega — má og tilfæra tvö dæmi önnur: 1. er] Móses | bregður I ljósri | hendi á | loft úr] laufi, og | Jesús | andar | milt frá grund. 2. Ég] kyssti | hennar [ munn. Hve [ margan [ koss hún] mætti | gefa og | þiggja — hin | kalda | vör. Mér finnst eðlilegt að segja hend’á og gef’og. En hin dæmin laufog og þiggj’in get ég ekki fellt mig við. Komman á eftir laufi og strikið á eftir þiggja bendir hvorttveggja til ofurlítils hlés í flutningnum, enda verður illa án þess verið, og þar með virðist mér helzta skilyrði stýfingarinnar vanta. Auðvitað má líka hugsa sér þann flutning að endingunni sé ekki sleppt. En þá raskast bragliðir. Nú er mál komið að binda enda á þessi drög. Hafi ég upp á síðkastið gert fullmikið úr þeim vanda sem bíður íslenzkra skáldmenna og þeirri harðstjórn hrynjandi, ríms og stuðla sem þau eiga við að búa, er ekki nema sjálfsagt að klykkja út með þeim huggunarorðum, að þegar vel tekst verður íslenzk bragsmíð föst í skorðunum og traust, og ekki auðhlaupið að hagga henni. Sigurður Nordal hefur bent á að Geisli Einars Skúlasonar stendur enn eins og frá honum var gengið fyrir nálega 800 árum, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.