Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 Nei. Alls ekki. Hef aldrei farið og held ég fari ekki. Kristrún Lárusdóttir Hunter Hæfilega. Ég hef farið en mér finnst þetta vera peningaplokk. Þannig að í ljósi umræð- unnar, get ég alveg tekið undir hana. Lúðvík Örn Steinarsson Það hefur minnkað eftir umræðuna en við trúum þessu að vissu leyti. Samt mjög um- deilt núna. Margrét Jónsdóttir og Margrét Baldursdóttir. Já, ég trúi á þá. Hef ekki farið en ég veit að það er eitthvað meira í lífinu en bara við. Ég þekki fólk sem hefur farið og þeir hafa sagt allt rétt. Laimonas Domas Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR TRÚIR ÞÚ Á MIÐLA? Ástríðukokkurinn Óskar Finnsson er mörgum Ís- lendingum kunnur. Mat- arástríðan hefur fylgt honum alla ævina og í nýjum þætti á mbl.is ætlar Óskar að kenna Íslendingum að elda bragð- góðan kvöldmat, sem allir í fjölskyldunni verða sáttir við. Matur 28 Í BLAÐINU Hvernig kviknaði hugmyndin að Krakkafréttum? Ísgerður: Þessi hugmynd er svo sem ekki ný í stóra samhenginu þar sem það er rík hefð fyrir krak- kafréttum í mörgum af okkar nágrannalöndum. Við höfum svolítið litið til þeirra sem fyrirmynd af því sem við erum að gera en gerum þetta auðvitað eftir okkar nefi og í samhengi við okkar samfélag. Hvernig er að vinna fréttaefni fyrir börn og hvernig ákveðið þið efnið? Guðmundur: Þetta er vissulega áskorun. Við reynum að flytja alvöru fréttir sem bæði börn og full- orðnir vilja og þurfa að heyra. Hugmyndin er sú að áheyrendahópurinn séu fréttaáhorf- endur framtíðarinnar og þau venjist því að horfa á fréttir og vilji gera það – í stað þess að það sé bara einhver leiðinleg skylda sem fullorðnir gera. Við fundum saman og reynum að finna áhugaverðar fréttir í sameiningu. Þetta þarf að vera hæfileg blanda af innlendu og erlendu efni. Auk þess erum við með ákveðið léttmeti í hverjum fréttatíma og fréttskýringar. Nú hafið þið fjallað um viðkvæm málefni eins og stríð, hverju ber að huga að við vinnslu slíkra frétta fyrir börn? Guðmundur: Við reynum að sjálfsgöðu að nálgast slíkan frétta- flutning af mikilli nærgætni – bæði af virðingu við börnin og umjföllunarefnið. En heimurinn getur verið ógeðslegur staður rétt eins og hann getur verið dásamlegur og börnum er engum greiði gerður með því að halda frá þeim dökku hliðum mannlífsins. Ég man að þegar ég var barn lögðu foreldrar mínir mikið upp úr því að ég fylgdist með erlendum fréttum og þau reyndu að út- skýra fyrir mér af hverju það væru stríð og af hverju það ríkti hungursneyð í Afríku. Markmiðið er að fræða börnin og víkka sjóndeildarhring þeirra. Ísgerður: Við höfum líka hugsað mikið út í málfarið sem við notum. Okkur finnst mikilvægt að tala fallega íslensku en það er jafn mikilvægt að það sem við segjum sé auðskilj- anlegt. Hvernig hafa viðbrögð barnanna verið við Krakkafréttum? Ísgerður: Við erum að fá alveg frábær viðbrögð og eiginlega bara framar vonum. Það hrúgast inn póstarnir með spurn- ingum og tillögum. Eina kvörtunin sem við höfum fengið sem hefur komið úr þó nokkrum áttum er að fréttatíminn sé of stuttur, sem er besta kvörtun sem hægt er að fá. Krakka- fréttir eru líka hluti af miklu stærra verkefni hjá RÚV þar sem verið er að stórauka þjónustu við börn. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og mikilvægt verkefni sem er mjög gaman að taka þátt í. Guðmundur: Já, það er gaman að sjá hvað börnin eru áhugasöm. Þetta er auðvitað í fyrsta sinn sem þetta er gert hér á landi og því megum við alveg búast við því að fólk hafi sterkar skoðanir á þeim á fréttum sem við flytj- um. En við erum líka hér til að hlusta á fólk og læra. Morgunblaðið/Eggert GUÐMUNDUR BJÖRN ÞORBJÖRNSSON OG ÍSGERÐUR ELFA GUNNARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Víkka sjóndeildarhringinn SITJA FYRIR SVÖRUM Forsíðumyndirnar tóku Eva Björk Ægisdóttir og Ómar Óskarsson. Verðlaunahöfundurinn Kim Leine hóf feril sinn á uppgjöri við eigið líf og hin myrku öfl sem ríkjandi höfðu verið í fjölskyldu hans. Bók hans Spámennirnir í Botnleysufirði kom nýverið út hérlendis og er sú fyrsta í þrí- leik um sjálfstæðisbaráttu Græn- lendinga. Menning 46-47 Víða um heim er að finna söfn helguð minningu merkra manna og kvenna sem eru til húsa þar sem viðkomandi bjó á lífsleiðinni, jafnvel fæddist þar eða dó. Gott dæmi um það er Graceland. Ferðalög 20 Bogi Þór Arason blaða- maður tók sér fyrir hend- ur að skoða æsku og upp- runa helstu harðstjóra tuttugustu aldar og komst að því að allir voru þeir að leita að virðingu, aðdáun og ást. Barnið sem varð að harðstjóra heitir bók- in. Bækur 50 Krakkafréttir eru nýr fréttatengdur þáttur fyrir börn sem sýndur er á RÚV kl. 18.50 frá mánudegi til fimmtudags. Þau Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Ísgerður Elfa Gunn- arsdóttir eru umsjónarmenn þáttarins sem einnig er aðgengilegur á slóðinni krakkaruv.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.