Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Qupperneq 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Qupperneq 11
Yfirvöld í Fjarðabyggð ákváðu að útvista rekstri skíðasvæðisins í Oddsskarði, eins og það er kallað; fá sem sagt einhvern til að annast reksturinn gegn greiðslu og samið var í sumar til fimm ára við Ómar Skarphéðinsson, þrautreyndan garp í skíðabransanum. „Ég tók við skíðamiðstöðinni hérna 1983 eða ’84. Konan mín er héðan að austan og við bjuggum hér í 30 ár en fluttum 1999 í „flóttamannabúðirnar“ á suðvest- urhorninu,“ segir Ómar í samtali við Morgunblaðið. „Þegar við komum suður tók ég við skíðasvæðinu í Henglinum, þar sem nú er virkjun, og rak þangað til það var tekið niður. Eftir það starfaði ég í Bláfjöllum þar til í vor og við fluttum austur í sumar.“ Ómar hefur lengi verið tengdur mjöllinni því hann annaðist snjó- mokstur í tíu ár áður en hann hóf störf í Oddsskarði á sínum tíma. „Sveitarfélagið ákvað að prófa þetta rekstrarform, auglýsti, ég sótti um og fékk. Fékk svæðið af- hent 16. október og er nú byrjaður af krafti að undirbúa veturinn. Hér verða svo sem ekki miklar fram- kvæmdir, venjulegt viðhald og að auki fengum við 50 fermetra hús undir skíðaleig- una, sem áður var í litlum gámi. Húsið verður við hlið skíðaskálans, við getum eflt leig- una mjög og nýtt skálann al- farið fyrir gesti sem vilja borða nestið sitt.“ Samningur Ómars og Fjarða- byggðar er til 5 ára en báðir geta reyndar rift honum með þriggja mánaða fyrirvara næsta vor, „ef ég verð ekki ánægður með reksturinn, einhverra hluta vegna, og þeir ekki ánægðir með þjónustuna“. Samkvæmt samningi ber Ómar ábyrgð á rekstri, viðhaldi og öryggismálum skíðasvæðisins gegn árlegri 45 milljóna króna greiðslu. Tekjur af lyftugjöldum, veitinga- sölu og skíðaleigu renna til hans. Ómar segir að við breytt rekstr- arfyrirkomulag eigi þjónustan að verða pesónulegri og sveigjanlegri. „Ég get tekið ákvörðun um næturopnun að kvöldi dags ef mér dettur í hug án þess að spyrja nokkurn að því. Þegar bærinn rek- ur svona starfsemi er allt miklu flóknara og seinna í vöfum. Við viljum byggja upp ferðaþjónustu á Austurlandi og þá skiptir t.d. miklu máli að hafa sveigjanleika ef hópar koma á óhefðbundnum tíma.“ Ómar er viss um að snjó muni ekki skorta og skíðamenn geti fjöl- mennt í brekkurnar í Oddsskarði. „Hér hefur verið dásamlegt veður undanfarið, það kom smá föl um daginn en nú hefur verið sól og blíða í töluverðan tíma. En snjór- inn kemur; ef ekki í vetur þá bara næsta vetur!“ ODDSSKARÐ Snjórinn kemur, ef ekki í vetur þá næsta vetur! ÓMAR SKARPHÉÐINSSON HEFUR TEKIÐ AÐ SÉR REKSTUR SKÍÐASVÆÐISINS Í ODDSSKARÐI NÆSTU ÁRIN. Útsýnið er fallegt úr skíðabrekkunum í Oddsskarði í landi Fjarðabyggðar. Morgunblaðið/Kristinn Ómar Skarphéðinsson 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Forláta heitur pottur er niðri við sjó á Hjalteyri við Eyjafjörð. Frjálst er að nota pottinn, en fólk er vinsam- lega beðið um frjáls framlög í kassa, til að hjálpa við að halda pottinum heitum. Gott sé að miða við 500 kr. á mann og 300 kr. fyrir barn. Bent er á að ætli menn að synda í sjónum skuli það gert fyrst en síðan farið í pottinn. Ekki öfugt. Fólk er beðið að sýna aðgát og greint frá því að það dýpki snögglega skammt frá landi. Það var félagið Hjalteyri sem setti pottinn upp og sér um kostnaðinn við heita vatnið. Á skilti er fólki bent á að það fari ofan í á eigin ábyrgð og jafnframt tekið fram að börn megi ekki vera án eft- irlits í pottinum. Húmorinn er á sín- um stað hjá félagsmönnum, eins og síðasta setningin ber með sér: „Börn án eftirlits verða seld í beitu.“ Ekki mun hafa reynt á það ennþá … HJALTEYRI Börnin seld í beitu! Potturinn er nánast í flæðarmálinu og auðvelt að njóta hitans eftir sjósund. Morgunblaðið/Skapti Húsnæðið við Búhamar í Eyjum, þar sem hæfingarstöðin Hamar er, verður selt til að mæta kostnaði við flutning og endurbætur á húsnæði kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar. Hún verður eftir það rekin sem Fjöliðjan Heimaey. Breytingar í Eyjum Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur bent á Listhúsið í Ólafs- firði sem mögulegt framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöð unglinga. Ráðið vakti í vikunni athygli bæjaryfirvalda á því að húsið væri til sölu og gæti hentað vel undir starfsemina. Verður Listhúsið félagsmiðstöð? gúmmístígvél, sem áttu það til að festast í leðjunni svo erfitt gat reynst að komast þurrum fótum yfir,“ skrifaði á sínum tíma Gunnar Benediktsson, rithöfundur og hreppsnefndarmaður, þegar hann lýsti ástandi samgöngumála í Hveragerði um miðja öldina. Gunn- ar segir svo frá að eftir að fjöl- skyldan flutti í Skáldagötu, þar sem nú heita Frumskógar, var þar „enn ekki vottur af götu að öðru leyti en því, að húsalínur voru að nokkru leyti beinar í gegnum þræl- þýfðan móa, þá var ekki hægt að fara með litlu dótturina niður í þorp nema með mikilli fyrirhöfn. Það þurfti tvo til að starta því fyr- irtæki, þar sem annar þurfti að annast barnið, en hinn að skondr- ast með vagninn, þar til komið var á breiðstræti hverasvæðisins.“ Horft yfir Drullusund og hverasvæðið í Hveragerði. Myndin er tekin 1983. Aldís Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sem ólst upp að Geir- landi, sem stóð við vesturenda Drullusunds, og Kolbrún Vilhjálmsdóttir eig- inkona Njarðar Sigurðssonar, sagnfræðings sem vann texta og myndir. ...með nútíma svalalokunum og sólstofum Skútuvogur 10b, 104 Reykjavík, sími 517 1417, glerogbrautir.is Opið alla virka daga frá 9-17 og á föstudögum frá 9-16 • Svalalokanir • Glerveggir • Gler • Felliveggir • Garðskálar • Handrið Við færumþér logn & blíðu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.