Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Page 17
Nýsköpunarráðstefna Heilbrigð- isvísindasviðs Háskóla Íslands verður haldin fimmtudaginn 12. nóvember á Hótel Sögu en þar verða þrjátíu hugmyndir kynntar. Á ráðstefnunni, sem haldin er í ann- að sinn, verður vettvangur fyrir starfsfólk, nemendur og samstarfs- aðila háskólans til að kynna verk- efni og hugmyndir um nýsköpun í heilbrigðisvísindum. Fjölbreytt dagskrá er í boði en á meðal verk- efna sem kynnt verða eru áhættu- reiknir fyrir augnsjúkdóma af völd- um sykursýki, handbækur um breytingar á mataræði, keppni nemenda í þróun vistvænna mat- væla, tölvuleikur til kennslu fyrir sjúklinga eftir skurðaðgerð, upplif- unarhönnun á móttöku kvenna- deildar Landspítalans, þróun á gönguhermi fyrir börn með hreyfi- hömlun auk ýmissa nýrra tækni- lausna í heilbrigðisþjónustu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menning- armálaráðherra, setur ráðstefnuna sem er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Dagskrána má lesa í heild sinni á vefsíðu ráðstefnunnar: rad- stefnurhvs.hi.is Nýsköpun í heilbrigðisvísindum Morgunblaðið/Ásdís Þ egar Jónas var ellefu ára datt hann illa í handbolta og braut á sér handlegginn. Brotið var slæmt og sýking kom í það síðar sem olli því að höndin festist í einni stöðu. Þannig var höndin útrétt eins og þegar maður heilsar einhverjum en hvorki var hægt að snúa lófa upp né niður. Alla tíð síðan hefur Jónas þurft að beita sér vitlaust og hefur þetta háð honum í ýmsu en hann hætti til að mynda í handbolta fjótlega eftir að hann brotnaði. „Ég er í verkfræði og geri ráð fyrir að verða verkfræðingur í framtíð- inni og ef maður er alltaf að beita sér vit- laust mun ég einn daginn verða ömurlegur í bakinu,“ segir Jónas. Það var ástæðan fyrir því að hann ákvað að leggjast undir hnífinn í Svíþjóð nú fyrir skemmstu, í von um að hægt væri að bæta þetta 12 ára gamla brot. „Það kom beinmyndun á milli beina í hendinni og það sem var gert í þessari aðgerð var að það voru fjarlægðir einir 12 rúmsentimetrar af beini, sem er alveg slatti,“ segir hann en þessi aðgerð er ekki gerð hér á landi. Höfðu aldrei gert svona aðgerð „Ég fór til Uppsala í Svíþjóð til lækna sem gera ekkert annað en að sjá um hendur. Og þeir höfðu sjálfir ekki gert þetta. En þeir voru augljóslega algjörir fagmenn. Þetta hafði verið gert svipað í New York og gátu þeir lesið sér til um þetta,“ segir hann en það er ekki algengt að svona að- gerð sé gerð svo löngu eftir brot. Í að- gerðinni var þetta aukabein skafið í burtu en auk þess var tekinn lítill vöðvi sem er nálægt olnboga og færður til svo það myndast ekki aftur bein þarna á milli. Jónas segir að aðgerðin hafi heppnast vel en hann er nú í sjúkraþjálfun. „Ég er að þjálfa vöðva sem ég hef ekki notað í 12 ár, þannig að þeir eru náttúrulega svo veikir,“ segir hann en býst við góðum bata. Spenntir skurðlæknar Jónas segir að þrír skurðlæknar hafi tekið daginn frá til að sinna honum. „Ég hef bara sjaldan séð lækna svona spennta! Eftir aðgerðina komu þeir skælbrosandi til mín og sögðu að aðgerðin hefði heppn- ast miklu betur en þeir hefðu búist við. Þeir ætluðu fyrst að taka brjósk úr rif- beini en ég var svo heppinn að það var einhver liður eftir þannig að það var hætt við það. Þeir lýstu sjálfum sér sem Miche- langelo þegar þeir voru að taka þetta bein úr,“ segir Jónas sem er að vonum ánægð- ur. TÍMAMÓTAAÐGERÐ Á HANDLEGG „Sjaldan séð svona spennta lækna“ Jónas er mjög ánægður með árangurinn og sér fram á að geta notað höndina „rétt“ í framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís JÓNAS GUÐMUNDSSON BRAUT ILLA Á SÉR HÖNDINA FYRIR TÓLF ÁRUM. HANN ER NÝKOMINN HEIM ÚR AÐGERÐ SEM Á LOKSINS AÐ LAGA ÞETTA GAMLA BROT. AÐGERÐIN TÓKST FRÁBÆRLEGA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Plast er ekki góður kostur fyrir náttúruna en það tekur eina plast- flösku að meðaltali um 450 ár að eyðast. Öll getum við lagt okkar af mörkum með því að minnka plastnotkun, t.d. með með því að nota fjölnota poka. Hugsum um okkur og komandi kynslóðir. Tekur plast 450 ár að eyðast*Vatn, loft og hreinlæti erþað sem ég geymi í mínuapóteki. Napoleon Bonaparte BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 UNFURL SVEFNSÓFI GÓĐ SPRINGDÝNA 120x200 EINNIG TIL Í GRÁU Kr. 109.900 SLY SVEFNSÓFI GÓĐ SPRINGDÝNA 140x200 RÚMFATAGEYMSLA Kr. 139.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.