Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 18
Ferðalög
og flakk *Þeir sem hyggja á Parísarferð og hafa rúmantíma ættu að gera sér ferð til Versalahallar enhún er 20 km frá Parísarborg. Þar var mið-stöð stjórnunar í tíð Lúðvíks XIV. frá árinu1682 þar til konungsfjölskyldan neyddist aft-ur til borgarinnar í upphafi frönsku bylting-arinnar árið 1789. Þar eru gríðarlega fallegar
hallir og hallargarðar sem vert er að skoða á
fallegum degi.
Versalir í Frakklandi
Þ
að er varla til það mannsbarn á byggðu bóli
sem ekki þekkir Eiffel-turninn og veit að
hann er kennileiti Parísarborgar. Þessi
stálturn gnæfir hátt yfir borginni og dreg-
ur að sér 7 milljónir ferðamanna á hverju ári.
Eiffel-turninn var í fyrstu þyrnir í augum margra
Parísarbúa sem þótti hann ljótur og óttuðust sumir
að hann væri ótraustur. Til stóð að rífa hann árið
1909 en borgaryfirvöld náðu að stöðva það þar sem
hann var einnig loftnet fyrir útvarpsbylgjur og síð-
ar, í fyrri heimsstyrjöldinni, þjónaði hann mik-
ilvægu hlutverki í samskiptum. Saga turnsins
spannar nú 126 ár og margar sögur fylgja honum.
Öfundaður af íbúð í toppi turnsins
Saga turnsins er ekki öllum kunn en hann var
byggður fyrir heimssýninguna í París árið 1889.
Blásið var til samkeppni um hvaða verk skyldi
byggt fyrir þessa sýningu sem markaði 100 ára af-
mæli frönsku byltingarinnar og voru umsóknir yfir
100 talsins. Það fyrirtæki sem vann samkeppnina
var Eiffel et Compagnie, byggingarfyrirtæki í eigu
brúarsmiðsins, arkitektsins og járnsérfræðingsins
Alexandre Gustave Eiffels. Eiffel þessi var mikils-
virtur og hafði víða ítök í borginni en talið er að
hann hafi breytt reglum keppninnar á þann veg að
aðeins hans tillaga félli að reglum dómnefndar.
Reglunum var breytt þannig að til að uppfylla skil-
yrðin þyrfti minnismerkið að vera 300 metra hátt
og vera turn með fjórar hliðar. Aðeins tillaga Eif-
fels uppfyllti þessar nýju kröfur dómnefndarinnar.
Þótt Eiffel hafi fengið mestan heiður af turn-
inum eru það ekki síður Maurice Koechlin og
Emile Nouguier, báðir verkfræðingar, og Stephen
Sauvestre arkitekt sem eiga heiðurinn af hönn-
uninni.
Eiffel byggði íbúð fyrir sjálfan sig efst í turn-
inum þar sem aðeins fyrirfólk fékk að koma. Íbúðin
var ekki stór en notaleg. Veggir voru viðarklæddir
og málverk á veggjum og enn er hægt að sjá íbúð-
ina í dag. Eiffel var mikið öfundaðar af elítunni í
París fyrir þessa einstöku staðsetningu á heimili.
Hitler náði ekki Eiffel-turninum
Í seinni heimsstyrjöldinni slapp turninn í annað
sinn við eyðileggingu en Hitler gaf út þá skipun að
tortíma honum en sú skipun var sem betur fer
hunsuð. Þegar París var hernumin af nasistum
klipptu Frakkar á vírana sem toga lyfturnar upp
og voru þær því óvirkar allt stríðið. Hitler vildi í
upphafi komast upp á toppinn en þegar ljóst var að
búið var að klippa vírana, hætti hann við því hann
nennti ekki að ganga upp þær 1.710 tröppur sem
liggja upp á topp. Það hefur verið sagt að Hitler
hefði náð París á sitt vald, en aldrei Eiffel-
turninum. Þýskir hermenn voru hins vegar látnir
hlaupa upp með nasistafánann daglega en það er
vindasamt á toppnum og hann rifnaði alltaf og
þurfi því að skipta um daglega. Þeir hafa því verið
orðnir nokkuð sterkir í fótunum þeir hermenn sem
það hlutverk fengu, sem hefur þó verið skömminni
skárra hlutverk en að berjast í skotgröfunum.
Vírarnir biðu í 100 metra fjarlægð
Fræg er sú ljósmynd sem sýnir Hitler fyrir framan
turninn en það hlakkaði í Frökkum að hann skyldi
aldrei komast á toppinn. Eftir að klippt hafði verið
á vírana sögðu Frakkar að þeir gætu ekki búið til
nýja sökum þess að járnið þyrfti að notast í annað
tengt stríðsrekstri. En raunin var sú að vírar voru
alla tíð í skúr sem stóð 100 metra frá turninum.
Þegar stríðinu lauk árið 1945 var náð í vírana og
lyfturnar komnar í gang nokkrum klukkutímum
síðar.
60 tonn af málningu á 7 ára fresti
Þrátt fyrir nokkra óánægju í upphafi varð Eiffel-
turninn með árunum tákn borgarinnar og fæstir
gætu ímyndað sér París án hans. Um 500
manns vinna þar daglega við rekstur hans og
skapar hann gríðarlegar tekjur fyrir borgina.
En það þarf líka að halda honum við. Það
þarf til að mynda að mála hann á 7 ára
fresti svo hann ryðgi ekki og haldi lit sín-
um, en það tekur 15 mánuði að
mála hann og eru notuð í það 60
tonn af málningu. En fyrst þeg-
ar hann var málaður uppgötv-
uðu menn að þegar málarar
náðu toppnum var neðri hlut-
inn búinn að veðrast og lit-
urinn búinn að breytast.
Til að bregðast við þessu
eru þrír mismunandi
litir notaðir sem
tóna þá saman
eftir því sem
tíminn líður.
SAGAN Á BAK VIÐ EIFFEL-TURNINN
Átti íbúð í
Eiffel-turninum
EIFFEL-TURNINN VAR BYGGÐUR FYRIR HEIMSSÝNINGU ÁRIÐ 1889. HALDIN
VAR KEPPNI UM MINNISMERKI SÝNINGARINNAR. ALEXANDRE GUSTAVE
EIFFEL TÓK ÞÁTT Í HENNI OG LÉT BREYTA REGLUM KEPPNINNAR SÉR Í
HAG. HANN BYGGÐI SÉR SVO ÍBÚÐ ÞAR EFST UPPI OG VAR ÖFUNDAÐUR
AF HELDRA FÓLKI PARÍSARBORGAR. HITLER VILDI KOMAST Á TOPPINN EN
KLIPPT VAR Á LYFTUVÍRANA OG FÓR HANN ALDREI ÞAR UPP.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Alexandre Gustave Eiffel átti íbúð efst í turninum þar sem
hann gat notið útsýnis og skemmt sér með elítu Parísar.
Eiffel-turninn var byggður fyrir Heimssýn-
inguna í París árið 1889 og er 324 metra hár
með loftneti.
Hann var hæsta bygging heims þar til 1930
þegar Crysler-byggingin í New York var reist.
Hann er byggður úr 18.000 stálhlutum af
132 vinnumönnum.
Það tók 2 ár, 2 mánuði og 5 daga að byggja
hann.
Hann er 10.100 tonn að þyngd.
Hann er málaður á 7 ára fresti með
60 tonnum af málningu.
7 milljónir heimsækja hann árlega
eða 25.000 manns á dag.
250 milljónir gestir frá upphafi.
Tröppurnar eru 1.710 talsins.
Hann er lýstur upp af
20.000 ljósaper-
um.
Eiffel-turninn
er enn hæsta
bygging Frakk-
lands.
EIFFEL-TURNINN
1.710 tröppur
Hitler stillti sér
upp fyrir mynda-
töku fyrir framan
Eiffel-turninn en
komst aldrei upp á
toppinn.