Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 21
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Graceland, síðasta heimili Elvis Presleys, er án efa frægasta rokksetur í heimi. Húsinu var breytt í safn eftir andlát Kóngsins og opnað almenningi fimm ár- um síðar, 1982. Graceland stendur að sjálfsögðu við 3764 Elvis Presley Boulevard, sem er í borginni Memphis í Tennessee-ríki. Presley lést á setrinu og er grafinn á landareigninni, ásamt foreldrum sínum og ömmu. Þar er einnig minnisvarði um tvíbura- bróður hans, Jesse Garon, sem fæddist andvana. 600 þúsund manns skoða Graceland árlega og að- eins eitt „heimili“ býr við meiri gestagang í Banda- ríkjunum, Hvíta húsið. Presley keypti Graceland árið 1957 að undirlagi foreldra sinna sem sáu eignina auglýsta. Setrið var byggt árið 1939 af dr. Thomas Moore og eiginkonu hans og nefnt eftir frænku frúarinnar, Grace Toof, sem átti landið upprunalega. Moore þessi var pró- fessor í þvagfærafræði við háskólann í Tennessee. Eiginkona Presleys, Priscilla, bjó um tíma á Grace- land og dóttir þeirra, Lisa Marie, fyrstu árin eftir að hún fæddist, 1968. Þegar foreldrar hennar skildu, 1972, flutti Lisa Marie með móður sinni til Kaliforníu. Hún kom þó reglulega í heimsóknir til Graceland og gerir víst enn. Lisa Marie er eigandi Graceland en fyrir tíu árum seldi hún 85% af hlut sínum í fyrirtækinu sem heldur utan um minningu föður hennar. Graceland er á söguminjaskrá í Bandaríkjunum, ein rokktengdra landareigna, og George W. Bush, þáverandi forseti, tók þar á móti Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, árið 2006. Mjög sjaldgæft er að það sé gert annars staðar en í opinberum byggingum. Sá japanski mun hafa verið mjög spennt- ur að skoða safnið. Frægt varð þegar Bítillinn Paul McCartney stakk við stafni í Graceland fyrir tveimur árum og skildi gítarnögl eftir á leiði Kóngsins, „svo Elvis geti spilað á himnum“. PRESLEY-SAFNIÐ Í MEMPHIS Elvis Presley Bláa húsið í Coyoacán-hverfinu í Mexíkó- borg er tileinkað minningu listakonunnar Fridu Kahlo sem fæddist og dó í húsinu. Ævi Kahlo var stutt en viðburðarík, hún lést að- eins 47 ára árið 1954. Listakonan slasaðist sem kunnugt er illa í umferðarslysi á ung- lingsaldri. Fjórum árum eftir að Kahlo lést ánafnaði eiginmaður hennar, Diego Rivera, borginni FRIDA KAHLO-SAFNIÐ Í MEXÍKÓBORG húsið, til að koma mætti á fót safni í minn- ingu hennar. Þar getur að líta muni úr fór- um Kahlo og margvísleg listaverk þeirra beggja, hennar og Rivera, auk fleiri lista- manna. Þá hefur hvergi verið hróflað við stúdíói listakonunnar sem er nákvæmlega eins og þegar hún yfirgaf það í hinsta sinn. Safnið er eitt það vinsælasta í Mexíkó með um 25 þúsund gesti í hverjum mánuði. Frida Kahlo 221b Baker Street í Lundúnum er stundum kallað „frægasta heim- ilisfang í heimi“. Ekki skal fullyrt um það hér en þar er til húsa safn til- einkað rannsóknarlögreglumann- inum knáa Sherlock Holmes eða Skerja-Láka úr Hólmi, eins og hann er kallaður hér um slóðir. Gott og vel, hann var ekki persóna af holdi og blóði en það þýðir ekki að hann verðskuldi ekki sitt eigið safn. Safnið opnaði árið 1990 í óþökk Dame Jean, dóttur Sir Arthurs Conan Doyle, skapara Sherlock Holmes, en henni þótti það til þess fallið að afvega- leiða fólk. Það er ýta undir þann misskilning að karakterinn hafi í raun og veru verið til. Á skilti fyrir framan hús- ið eru til að mynda upplýsingar um það hvenær Holmes á að hafa búið í húsinu. Dame Jean var boðið að innrétta herbergi í húsinu í minningu föður síns en hún afþakkaði það enda höfðu allar hans eigur verið seldar. Sherlock Holmes SHERLOCK HOLMES- SAFNIÐ Í LUNDÚNUM Árið 1903 flutti þýski vísindamað- urinn Albert Ein- stein, ásamt eig- inkonu sinni og barni, inn í íbúð á annarri hæð við Kramgasse 49 í miðborg Bern, höfuðborgar Sviss. Einstein fæddist í Þýskalandi en lærði í Bern og fékk þar síðar ríkisborgararétt og at- vinnu. Þar vann hann meðal annars að afstæðiskenningunni. Einstein bjó aðeins í þrjú ár í íbúðinni en eigi að síður þótti hún tilvalin til að hýsa safn í minningu þessa andans risa. Miðborg Bern hefur lítið breyst á þessari rúmu öld sem síð- an er liðin og það færir áhugafólk um Einstein auðvitað enn nær manninum. Í seinni heimsstyrjöld- inni settist Einstein sem kunnugt er að í Bandaríkjunum. EINSTEIN- SAFNIÐ Í BERN Albert Einstein Reyktur lax í brunch-inn Láttu það eftir þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.