Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Side 25
H elga Gísladóttir sér um rekstur upplýsinga- miðstöðvar ferðamála í Árborg ásamt því að reka eigið fyrirtæki í ferðaþjónustu, bókunarþjón- ustuna Iceland Forever. Ásamt þessu reka þau Atli túnþökufyrirtækið Torfutækni. Nýverið festu þau kaup á björtu einbýlishúsi á Selfossi og hafa þau innréttað heimilið af mikilli kostgæfni. „Ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar einfaldur og eiginlega ennþá í mótun. En ég vil hafa hlýlegt og notalegt í kringum mig og reyni að velja liti og hluti sem láta mér líða vel,“ útskýrir Helga og bætir við að hún skoði mikið skandinavísk hönnunarblogg, instagram og pinterest í leit að innblæstri fyrir heimilið. Helgu finnst skipta mestu máli að fjölskyldunni líði vel á heimilinu. „Ég reyni að hafa þægindin í fyrirrúmi þegar ég innrétta heimilið. Ég reyni líka að hafa myndir og persónu- lega hluti til þess að skapa notalegt andrúmsloft.“ Helga segist versla víða inn á heimilið og sækir hún versl- anir bæði heima á Selfossi og í Reykjavík. „Hér á Selfossi er til dæmis mjög gaman að fara í Motivo gjafavöruverslun, alltaf hægt að finna eitthvað fallegt þar. Þegar ég fer til Reykjavíkur kíki ég bara í þessar helstu heimilisvörubúðir. Svo finnst mér líka gaman að grípa með mér hluti þegar ég er erlendis.“ Þægindin í fyrirrúmi HELGA GÍSLADÓTTIR OG ATLI KRISTINSSON HAFA BÚIÐ SÉR OG BÖRNUM SÍNUM TVEIMUR NOTALEGT HEIMILI Á SELFOSSI OG SEGJA ÞÆGINDI OG HLÝJU SKIPTA MESTU MÁLI VIÐ INNRÉTTINGU HEIMILISINS. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is EINFALDUR STÍLL Á SELFOSSI Stofan er björt og er gengt þaðan út á pall. Sófann fengu Helga og Atli í Húsgagnahöllinni en púðinn er frá Notknot. Lj́ósmyndir/Guðmundur Karl sdaf dsf dsf Herbergi litlu dömunnar á heimilinu er afskaplega krúttlegt. 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 JANLEY Vandaðir Amerískir sófar. Stærð, 2ja sæta: 212 × 100 × 79 cm Stærð, 3ja sæta: 252 × 100 × 79 cm Tveggja sæta 120.960 kr. 149.990 kr. Þriggja sæta 137.089 kr. 169.990 kr. * Taxfree tilboðið gildir bara á sófum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallar- innar. Gildir ekki á Kamma afmælissófanum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.