Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Page 33
8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
*Maðurinn er ennþá magnaðastatölvan. John F. Kennedy
Að geta staðið við skrifborð sem
hægt er að hækka og lækka þykir
flestum mikill lúxus. Það er þó ekk-
ert miðað við ný vinnuborð sem líta
þó meira út eins og flugsæti geim-
fara.
Vinnustöðin kallast Altwork Sta-
tion og samanstendur af sæti og
tölvuborði en ekki aðeins er hægt
að hækka og lækka sætið og standa
og sitja til skiptis heldur er hægt að
rúlla sætinu á alla vegu, hafa það á
lengd við tannlæknastól og vinna
þannig liggjandi. Tölvuborðið beyg-
ist með og lætur tölvuskjáinn hall-
ast niður.
Þessi notalega eining kostar litlar
750.000 krónur íslenskar í Bret-
landi en gæti verið vel þess virði
þar sem sýnt hefur verið að það að
sitja alltaf í sömu stöðu hefur afar
slæmar heilsufarslegar afleiðingar.
NÝTT TÆKNIUNDUR
Lúxus í vinnunni
Skrifstofufólk er án efa spennt fyrir þessu nýja vinnufyrirkomulagi.
Elon Musk, eigandi og stjórnandi
Tesla, hefur látið hafa það eftir sér að
fyrirtækið muni setja einhverjar
hömlur á sjálfkeyrandi búnað í bílum
sínum. Musk hefur ekki sagt hvaða
takmarkanir verði settar en ummælin
lét hann falla í kjölfarið á birtingu
myndbanda af fólki að gera alls konar
hættulega hluti með búnaðinn í gangi.
„Þetta er ekki gott, við munum
setja frekari hömlur á sjálfkeyrandi
búnað Tesla til þess að lágmarka að
fólk stundi hættulegt athæfi meðan
búnaðurinn er í gangi,“ sagði Musk
nýlega í samtali við fréttamenn.
Hátt í 40 þúsund sjálfkeyrandi
Tesla-bílar eru komnir í umferð en
Tesla hefur hingað til ekki viljað setja
takmarkanir á búnaðinn.
SJÁLFKEYRANDI BÍLAR
Takmarkanir á Tesla
Hvaða takmarkanir verða settar á
sjálfkeyrslubúnað Tesla?
Morgunblaðið/Golli
Loksins, það hlaut að koma að því.
Eftir frábærar viðtökur nýju Star
Trek myndanna, Star Trek (2009)
og Star Trek Into Darkness (2013),
liggur fyrir að CBS Television
Studios muni hefja vinnslu á nýjum
Star Trek þáttum.
Búist er við því að Alex Kurtzm-
an, einn höfunda nýju Star Trek
myndanna, hafi forystu um verk-
efnið og að fyrsti þátturinn í nýrri
sjónvarpsþáttaröð verði frum-
sýndur í janúar árið 2017.
Star Trek ævintýrið hóf ferð sína
1966 með gerð The Original series
og var reglulegur gestur á heim-
ilum fólks til 1969 þegar fram-
leiðslu var hætt. Það var ekki fyrr
en áratug síðar sem fyrsta Star
Trek myndin kom út, The Motion
Picture, og vinsældir Star Trek
fóru aftur á flug.
Í kjölfarið komu fjórar þáttaraðir
fyrir sjónvarp á árunum 1987 til
2005 og kvikmyndirnar eru orðnar
12 talsins og sú 13 kemur á næsta
ári.
Margir aðdáendur bíða því ef-
laust spenntir eftir nýjum þáttum.
STAR TREK SNÝR AFTUR Í SJÓNVARPIÐ
Það syttist í að Star Trek snúi aftur í
sjónvarp og bíða margir spenntir.
Nýir þættir
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
„Í stuttu máli er þetta handsmíð-
aður hátalari sem magnar upp
hljóðið í snjallsíma og er í raun
hálfgerð mubla; hönnunarlúxusvara
fyrir heimilið,“ segir Björgvin Pétur
Sigurjónsson sem hefur hafið inn-
flutning á sérstaklega skemmtilegri
viðbót fyrir fagurkera sem vita fátt
betra en þegar græjurnar eru í
bónus smart hönnun.
„Þetta er dönsk vara frá fyr-
irtækinu Classy en hátalaranum
stingur maður í símann og hann
magnar allt hljóð án alls rafmagns
svo snúrur í vegginn eru ekki einu
sinni sjáanlegar. Þetta virkar svipað
og þegar síminn er settur í skál til
að magna hljóðið nema að hljóm-
gæðin eru bara 100 sinnum betri.
Þetta er til dæmis gott þegar fólk
vill tala í símann á speaker, er á
fundum, hlustar á tónlist eða bara
hvað sem er sem fólk vill gera í
símanum varðandi hljóð.“
Sem fyrr segir er hvert einasta
eintak handsmíðað í Rúmeníu og
hægt er að hafa miðju hátalarans,
sem er eins og hálfgerður lúður í
laginu úr ýmsum efnum, svo sem
leður, eik og marmara. „Listinn er í
raun endalaus. Þó að það sé
kannski ekki markaður fyrir því
hérlendis, þá er hægt að fá hann úr
demöntum – en hann hefur verið að
seljast í slíkri útgáfu í Dubai til að
mynda. Ég myndi segja að fólkið
sem vill svona vöru sé sama fólkið
og vill kaupa sér vínilplötuspilara;
það er ekki upp á að hafa 100 pró-
sent tæknilegt hljóð heldur er þetta
smart.“
Eigandi Classy er á Íslandi í
næstu viku en Björgvin Pétur og
félagar hans eru að fara að kynna
vöruna fyrir íslenskum fyrirtækjum
og hótelum í þeirri viku og Björgvin
bendir áhugasömum á að hægt er
að hafa samband við hann með því
að skrifa honum tölvupóst á net-
fangið bjorgvin@classysound.com.
Magnari fyrir fagurkera
ÓVENJULEGUR, LÚÐURSLAGA MAGNARI FYRIR SNJALLSÍMA ER VÆNTANLEGUR Á MARK-
AÐ HÉR Á LANDI. HÆGT ER AÐ FÁ HANN ÚR LEÐRI, EIK OG MEIRA AÐ SEGJA MARMARA.
HÖNNUNIN ER DÖNSK EN HANN ER HANDSMÍÐAÐUR Í RÚMENÍU.
Nýja Apple TV býður upp á ótal nýja möguleika og þar á meðal
eru mörg ný smáforrit. Þar má nefna Madefire sem er stór-
skemmtilegt teiknimyndasöguforrit. Með því er hægt að lesa
teiknimyndasögur á stórum skjá með dramatískum hljóðdæmum.
Teiknimyndasögur á Apple TV