Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Blaðsíða 42
Hlátur 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015 „Ég held að fólk hafi ekki hugsað þetta nógu vel þegar það segist vera með þroskaðan húm- or. Því að þegar við erum orðin fullorðin, virk- ar sá húmor ennþá að miklu leyti sem við höfðum þegar við vorum krakkar. Fólk þorir ekki alltaf að viðurkenna það; að piss og kúkur sé fyndið en þessi taug er römm í okkur og prump er alla ævi fyndið,“ segir Karl Sigurðs- son, jafnan kenndur við Baggalút. „Það sama gildir um að ríma. Öllum finnst fyndið ef maður kemur með rímorð á það sem viðkomandi segir, sérstaklega ef það er langt frá upprunalega orðinu og almennilegir út- úrsnúningar hitta alltaf í mark eins og þessi: „Geturðu rétt mér glas?“ „Hvað segirðu, viltu glas?“ „Glas væri vel þegið já.“ „Hvað segirðu, á það að vera vel þvegið?““ Kalli bendir á að ýmislegt fleira sem bygg- ist á þessum grunngildum fyndni í æsku sé fyndið, eins og það bara að detta. „Þegar við Bragi Valdimar voru ungir menn að ganga heim af djamminu rann Bragi til á minnsta svellbletti sem hægt var að finna í bænum og beint á rassinn. Ég hló mjög lengi og eftir smástund fór hann að hlæja líka. Grín er nefnilega oft drama plús smá tími.“ Kalli segist hláturmildur; það sé alltaf tilefni til að hlæja. Oft sé gaman að hrekkja svolítið. „Það voru svolítil partílæti í portinu hjá okkur um daginn, svo sem alveg saklaust en í portinu voru nokkrar stelpur að reykja og kjafta með hlátrasköllum. Ég sting hausnum út um gluggann, geri mig afar grimman á svipinn og dýpka röddina og kalla: „Smámenni! Portkonur!“ Smá prakk- arastælar eru skemmtilegir.“ Smámenni! Portkonur! Öllum finnst fynd- ið ef maður kemur með rímorð á það sem viðkomandi segir.“ „Mér finnst fátt fyndnara en að sjá fólk detta og horfi mikið á Youtube- mynd af dettandi fólki. Þetta verða að vera svolítið ekta aðstæður til að ég skellihlæi – mér finnst margt tilbúið grín mjög fyndið en það er þetta óvænta sem gerir það að verk- um að ég hlæ upphátt,“ segir Gunnar Hansson leikari. „Óvænt prump við ýmsar aðstæður er oftast mjög fyndið. Ónefndur fé- lagi minn í Borgarleikhúsinu prump- aði mjög hátt á alvarlegri æfingu og ég hló í svona klukkutíma. Slík hlát- ursköst snúast ekki aðeins um prumpið sjálft heldur líka hvernig all- ir bregðast við; þar sem fólk reynir að láta eins og þetta hafi ekkert gerst. Það er ekkert fyndnara.“ Þegar Gunnar var skiptinemi í Bandaríkjunum og var að fara í sinn fyrsta sögutíma ákvað hann að setjast aftast og láta lítið fyrir sér fara þar sem hann þekkti engan og var feiminn. „Kennarinn var að ræða námsefnið framundan og ég var eitthvað þreyttur, hallaði mér fram á borðið og áður en ég veit af er ég greinilega farinn að dotta því allt í einu heyri ég hátt og snjallt prump, opna augun og það er algjör þögn í kringum mig. Ég fatta að þetta var ég og bekkurinn horfir þarna allur alvarlegur á íslenska prumpandi skiptinemann. Á endanum sprungu sem betur fer einhverjir nemendur úr hlátri og það bjargaði mér.“ Það óvænta langfyndnast Morgunblaðið/Eva Björk „Ég fatta að þetta var ég og bekkurinn horfir þarna allur alvarlegur á íslenska prump- andi skiptinemann.“ „Ég á rosalega auðvelt með að hlæja að óförum annarra. Til dæm- is þegar vinir mínir eiga í hlut en það sem mér finnst fyndnast af öllu eru ófarir barna,“ segir Atli Fann- ar Bjarkason ritstjóri Nútímans. „Þetta á sérstaklega við um það þegar börn taka upp á því að gera eitthvað sem þau eiga ekki að vera að gera og foreldrarnir reyna að skamma þau fyrir, þá þarf ég hrein- lega að yfirgefa rýmið. Í Bónus þarf ég að skipta um kassa eða fara á næsta gang ef það er barn að taka frekjukast. Sama á við um ef ég sé barn með leiðindi eða vesen út í annað barn og hitt barnið fer að gráta. Þetta er auðvitað löstur en ég tek fram að ég get alveg sett mig í spor annarra, ég er ekki siðblindur, mér finnst bara svo hrikalega fyndið þegar aðrir en ég eru að lenda í einhverju veseni. Og Youtube-myndbönd, af fólki að detta, þau get ég horft endalaust á.“ Atli Fannar segir að þetta kosti hann mikil vandræði því í fjölskyldu hans sé fjöldinn allur af börnum. Líf hans sé því eitt stöðugt hláturskast. „Grátandi barn hlægir mig ef það er augljóst að það á ekki innistæðu fyrir því að gráta – sem börn gera alveg stöðugt. Kannski er það af því. En hins vegar get ég líka sagt að börn hafa alltaf dýrkað mig, sérstaklega ungabörn. Ef ég fer út í búð og þar er barn í kerru fer það að hlæja þegar það sér mig. Ég er með þá kenningu að þar sem ég er með svo barnslegt andlit haldi börnin að þarna fari barn sem fái að klæða sig sjálft, kaupa sjálft í matinn og svona – og það fyllir þau von; „Já, ókei, svona verð ég einhvern tímann.“ Ófarir barna fyndnastar „Í Bónus þarf ég að skipta um kassa eða fara á næsta gang ef það er barn að taka frekjukast.“ Morgunblaðið/Eva Björk „Mér finnast óviðeigandi hlutir mjög fyndnir. Ég segi kannski eitthvað sem fólk kannski í mesta lagi hugsar eða hugsar bara alls ekki. Ég reyni þó að stilla þetta aðeins af. Þetta er fín lína að dansa á þannig að ég reyni yfirleitt að láta hluti flakka í hóp þar sem fólk hefur gaman af því en verður ekki bara miður sín,“ segir lög- fræðingurinn Svanhildur Hólm Valsdóttir. „Ætli nýlegasta dæmið um slíkt sé ekki þeg- ar við stoppuðum í vikunni á N1 á leið til Reykjavíkur. Hrafnhildur dóttir mín fór að suða um dót, við litlar undirtektir. Af- greiðslukonan ætlaði að hugga hana og sagði henni að það styttist nú í jólin, þá fengi hún fullt af pökkum. Ég, móðirin, greip þá inn í og sagði; „Nei, við erum vottar svo hún fær ekki neitt.“ Við tók dálítið vandræðaleg þögn og ég leiðrétti þetta auðvitað með hinu klassíska „Nei, djók!“ og svo hlógum við eins og vitleys- ingar.“ Svanhildur segist gleymin og því geti hún hlegið oft að sömu bröndurunum. „Stundum get ég séð hlutina frá skrýtnum sjónarhornum. Oft sé ég til dæmis fegurðina í leiðinlegum texta eða fundi sem er svo leiðinlegur að hann fær börn til að gráta og blóm til að visna en svo óbærileg leiðindi geta um leið verið hrikalega fyndin.“ Ýmsir „asnalegir“ hlutir í tilverunni kæta líka Svanhildi. „Ég er fáránlega mikið jólabarn en í fyrra var ég komin með algjöra myglu fyrir jólalögum og við Hrafnhildur leystum það vandamál með því að syngja öll jólalög með því að setja inn orðið „prump“ í staðinn fyrir jól.“ Jólalög eins og „Skyldi það vera prumpuhjól“, „Prumpusnjór, prumpusnjór“, og „Bráðum kemur blessað prumpið“ hefur því hljómað þar á aðventunni. „Ég er mjög utan við mig og gleymin og get þess vegna hlegið oft að sömu bröndurunum. Ég get gleymt hlutum á nanósekúndum en svo koma þeir aftur, þannig að mér finnst ekki ólík- legt að ég fengi jákvætt út úr ADHD- greiningu. Og svo get ég verið algjör klaufi – ég hef gengið á glerhurðir nokkrum sinnum – til dæmis á glerhurð í Kringlunni fyrir framan helling af fólki. Um daginn vorum við að fara að keyra norð- ur. Hrafnhildur, sú yngri, hafði gist hjá ömmu sinni svo Brynhildur var bara með okkur í bíln- um en við vorum á leiðinni að sækja Hrafnhildi. Ég lít aftur í bílinn á Miklubraut og fæ sjokk; „Hvar er Hrafnhildur?!“ og fannst ég hafa gleymt henni heima. Logi hélt að ég væri að grínast.“ En slíkt hefur þó í alvörunni gerst. „Ég gleymdi einu sinni syni mínum á vídeóleigu. Var í símanum og fór bara út í bíl án hans, keyrði af stað án og var komin svolítið í burtu þegar ég lít aftur í bílinn og sé að þar er bara tölvuspilið hans pípandi! Ég hringdi á vídeó- leiguna og spurði hvort lítill sex ára drengur væri nokkuð þar. Jú, jú, þeir sögðu að hann væri þar sallarólegur og biði bara á tröpp- unum. Ef ég gæti ekki hlegið að því hvað ég get verið mikill bjáni væri ég eitt titrandi kvíða- búnt, heima í fósturstellingunni. Ég þarf á því að halda að geta hlegið.“ Gleymdi barninu á vídeóleigu „Ef ég gæti ekki hlegið að því hvað ég get verið mikill bjáni væri ég eitt titrandi kvíðabúnt, heima í fósturstellingunni.“ Morgunblaðið/Eva Björk „Mér finnst rosalega fyndið þegar einhver getur gert eitthvað furðulegt með líkama sínum eins og að taka sig úr liði. Síðan er annað sem kemur mér alltaf í mjög gott stuð: Gælu- dýrahópar á Facebook,“ segir Lára Björg Björnsdóttir, pistlahöfundur og meðeigandi í Suðvestur. „Og þó ég viti að við eigum að vera rosa vönduð og lifa í mómentinu og hanga ekki á miðlunum alla daga, #lítumupp og allt það, þá er fátt hressara en að skrolla niður face- booksíður hjá lokuðum gælu- dýrahópum þar sem fólk ræðir kvilla sem hrjá dýrin þess og hvað sé til ráða. Hér á ég að sjálfsögðu við mein- lausa kvilla eins og excem eða jafnvel óæskilega hegðun eða þannig. Og kommentin! Maður minn. Ef myndir fylgja með er deginum bjargað. Ég á samt engin gæludýr og hef aldrei átt. Samt elska ég þetta.“ Láru finnst mjög margt í hinu daglega lífi fyndið og oftast eru það hlutir sem í fyrstu eru alls ekkert fyndnir sem verða fyndnir eftir á. „Er þetta ekki þannig hjá flestum? Ég lendi oft í því að vera að segja reiðilega frá einhverju súru atviki sem ég lendi í úti í hinum vonda heimi og fólk, sem á að heita vinir eða vandamenn, hlær frekar að mér í stað þess að gráta með mér. Svo á endanum er þetta allt rosa fyndið. Sem er í sjálfu sér gott. Því hlátur er betri en grátur. Reyndar er þetta tvennt náskylt ef við pælum í því. Getum við talað meira um grát? Ég græt oft á dag. Fyndið? Hélt það.“ Gæludýr með óæskilega hegðun Morgunblaðið/Árni Sæberg Mér finnst rosalega fyndið þegar einhver getur gert eitthvað furðulegt með líkama sínum eins og að taka sig úr liði.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.