Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Qupperneq 49
irfram mjög fastmótað og knappt. Maður þarf að aga hugsunina nokkuð mikið svo hægt sé að láta hana falla að þessu formi,“ segir Kristján og bendir á að hann leyfi sér þó ákveðna tilraunastarfsemi innan hins stranga forms. „Enda gaman að nýta strangt ljóðform með ferskum og óvenju- legum hætti. Þannig leitast ég við að yrkja á tungumáli sem stendur nálægt daglegu máli samtímis því sem ég leik mér með úrvinnslu hugmynda, og geri tilraunir með byggingu og stöðu ljóðmælandans. Sonnettur mínar eru oft litlar sögur eða sviðsetningar. Við fáum leiftursýn inn í mannlegar aðstæður og samskipti. Mér finnst gaman þegar fólk segist upplifa ákveðinn húmor í ljóðunum og talar um að sum þeirra séu fyndin. En þó eru ljóðin engin gamankvæði. Ég held að húmorinn spretti af því að ég leitast við að setja hlutina í óvenjulegt sam- hengi, og skoða þá frá óvæntum sjónarhornum. Og kannski af því að fólk þekkir sig og sína í þeim að- stæðum sem ég lýsi.“ Ljóðskáldið glaðvakandi í augnablikinu Kristján getur þess að ljóð hans séu oft lengi í vinnslu. „Eftir að hafa brotið heilann um sögurnar og persónurnar í ljóðinu, samskipti þeirra og þá til- finningu sem mig langar að koma á framfæri sest ég við að orða hugmyndirnar og fella þær inn í þetta form og kerfi ljóðstafa og ríms sem sonn- ettan er,“ segir Kristján og bætir við að undirtónn- inn í ljóðunum sé klassískur húmanismi. „Ég er að skoða ástríðurnar innra með okkur, flækjurnar í samskiptum okkar og hvað tilfinninga- líf okkar er stundum flókið og órökrétt. Mikilvægt yrkisefni í bókinni er hvernig hugsunarháttur okkar og lífssýn getur mótað líf okkar. Ég fjalla um það hvernig hugsunarháttur okkar getur breyst með ár- unum og hvernig við sjálf breytumst líka. Lífið kemur okkur svo oft á óvart og við sjálf erum vitaskuld ein stærsta ráðgátan sem við þurfum að glíma við. Ég reyni að varpa ljósi á hið broslega, fallega og sára við mannlegan ófullkomleika.“ Spurður hvort önnur 18 ár muni líða þar til hann sendir frá sér sína næstu sonnettubók svarar Kristján því neitandi. „Ég vona ekki, því ljóðskáldið er glaðvakandi í augnablikinu. Þegar ég fæ hug- myndir að skáldskap tekur það mig oft nokkurn tíma að ákveða hvaða form hentar hugmyndinni best. Hentar efnið best í skáldsögu, leikrit eða ljóð? Mér finnst mjög spennandi þegar ég skrifa að reyna á einhvern hátt að vinna með sérstöðu hvers listforms. Í skáldsögum mínum hef ég einkum beint sjónum að hinu innra lífi manneskj- unnar. Og kannski er það rauði þráðurinn í gegnum allt mitt höfund- arverk að reyna að skyggnast inn í tilfinningalíf og vitundarlíf fólks. Svo stór hluti lífs okkar fer fram í huga okkar og felst í minningum okkar, vonum, löngunum, þrám, ótta, sársauka og því sem er í gangi innra með okkur. Gaman að fást við kvikmyndamiðilinn Skáldskapurinn er fyrir mér leið til þess að skyggn- ast inn í þennan þátt tilverunnar. Mig langar til þess að ljóðin mín veiti innsýn í sálarlíf fólks og átök sem þar geta átt sér stað, stuðli að ákveðnu umburðarlyndi gagnvart því hvað lífið er snúið og skrýtið. Það er það hvað við manneskjurnar erum flóknar sem gerir lífið oft svo flókið,“ segir Kristján og bætir við að sér finnist mjög gefandi að fara milli ólíkra bókmenntaforma. Nýverið bætti hann síðan við sig kvikmyndamiðlinum sem formi, en snemma á næsta ári verður frumsýnd kvikmynd Óskars Jónassonar sem byggist á síðasta leikriti Kristjáns, Fyrir framan annað fólk, sem var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2009. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa kvikmyndahandrit, en það er að frumkvæði Óskars. Hann sá þessa leiksýningu á sínum tíma og stakk upp á því við mig að við myndum í sameiningu skrifa kvik- myndahandrit upp úr leikritinu. Samstarfið við Óskar var skemmti- legt og lærdómsríkt. Það gæti vel hugsast að mig myndi langa til að vinna meira við þennan miðil,“ segir Kristján að lokum. * Sonnetturmínar eru oftlitlar sögur eða sviðsetningar. Við fáum leiftursýn inn í mannlegar að- stæður og sam- skipti. 8.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Allra síðustu sýningar á Kuggi og leikhúsvélinni eftir Sigrúnu Eldjárn verða í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í dag, laugardag, kl. 13.30 og 15.00. Þar bregða Kuggur, Mosi, Málfríður og mamma hennar á leik. 5 Síðasta barnaleiðsögn árs- ins í Þjóðminjasafninu fer fram í dag, laugardag, kl. 14. Gengið verður með börn- unum um grunnsýningu safnsins og hefst ferðalagið á slóðum landnáms- manna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Leið- sögnin er um 45 mínútur að lengd. 3 Baldur Geir Bragason ræðir við gesti um einkasýn- ingu sína í sýningaröðinni Skúlptúr/Skúlptúr í Gerðar- safni á morgun, sunnudag, kl. 15. Markmið sýningaraðarinnar er að kanna stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist. MÆLT MEÐ 1 „Á þessum tíma er hann búinn að finna sér myndefni. Íslensk náttúra er alltaf hluti af verkunum, bakgrunnur eða innblástur. En hann hefur líka mjög sterka andlega taug. Handanheimar og andleg málefni eru honum einnig afar hugleikin,“ segir Ólöf. Í sumum verkanna má sjá einhvers konar rof inn í annan heim, eða gáttir eins og hann segir sjálf- ur. „Á þessu síðasta tímabili rannsakar hann málverkið sem miðil. Kannar mögu- leika litarins, tækja og tóla, rannsakar pensildrætti, kraft í útfærslu og mynd- byggingu. Tímabilið sýnir vel hversu öruggur og frjáls hann var orðinn í sinni listsköpun. Eins og hann segir sjálfur, er stærsti kosturinn við ellina að vera hættur að efast. Eiríkur vann að viðfangsefnum sínum á eigin forsendum en það mætti vera innblástur fyrir okkur öll. Að vera trú okkur sjálfum,“ segir Ágústa og brosir. Ólöf Kristín Sigurðardóttir sýningarstjóri og Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, við verkið Á eintali við tilveruna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Allra síðasta sýning á Dúkkuheimili eftir norska leikskáldið Henrik Ibsen verður á Stóra sviði Borgar- leikhússins annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Unnur Ösp Stefánsdóttir hlaut Grímuna fyrir túlkun sína á Nóru, sem velur að yfirgefa eiginmann sinn og börn til að finna sjálfa sig. 2 Boðið verður upp á fjölda tónleika í dag, laugardag, á hliðardagskrá Iceland Airwaves sem aðgangur er ókeypis að og þá m.a. tónleika Skúla Sverrissonar sem fara fram í Mengi við Óðinsgötu kl. 16. 4

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.