Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2015
Bækur
B
arnið sem varð að harðstjóra heitir
bók eftir Boga Þór Arason blaða-
mann og segir m.a. frá æskurár-
um og uppeldi níu helstu harð-
stjóra 20. aldar, Adolfs Hitler,
Jósefs Stalín, Fransisco Franco, Maós Ze-
dong, Nicolae Ceausescu, Pols Pot, Saddams
Hussein, Ruhollas Khomeini og Idis Amin.
Þessum kónum er gjarna lýst sem ómann-
legum ófreskjum, en í bókinni beinir Bogi
sjónum að uppruna þeirra og uppeldi, gefur
okkur innsýn í barnið sem breyttist í óþokka.
Bogi hefur starfað sem blaðamaður í á
þriðja áratug og hann segist því eðlilega hafa
skrifað margar fréttir um harðstjóra sem séu
um margt áhugaverðir. Forvitnilegast hafi
honum þótt að fræðast um uppruna þeirra og
hann hafi iðulega velt því fyrir sér hvað það
væri sem geri mann að harðstjóra. „Þetta
verk byrjaði með því að ég fór að leita að
ástæðu þess að menn fremdu þessu grimmd-
arverk og þá hvort það væri eitthvað í skap-
gerð þeirra eða bernsku sem hefði mótað þá.
Svo þegar ég fór að skrifa leitaði ég að svör-
um við fjórum spurningum: Hvernig var
bernska þeirra, hvað mótaði þá, hvernig kom-
ust þeir til valda og hvers vegna frömdu
þeir grimmdarverkin. Fljótlega kom í ljós
að það var meira í þá spunnið en ég bjóst
við og þeir höfðu meiri hæfileika en ég hélt,
þrátt fyrir öll grimmdarverkin. Þeir áttu líka
margt sameiginlegt, flestir glímdu t.d. við
vanmetakennd, sem þeir bældu niður þannig
að hún varð að takmarkalausri stór-
mennskukennd. Þeir þráðu virðingu, aðdáun
og ást, eins og allir venjulegir menn, en hjá
þeim fór þessi þrá út í öfgar, varð að þrá eft-
ir dýrkun, hetjudýrð og eilífum orðstír.“
Margir einræðisherranna
vildu vel - til að byrja með
- Idi Amin er kannski dæmi um þannig
mann, en eins og þú rekur söguna var hann
vinsæll í fyrstu, var kraftmikill og virtist
hann líklegur til að gera gagn í Úganda fram-
an af. Þegar hann hinsvegar komst til valda
kom ófreskjan í ljós.
„Mjög margir þessara einræðisherra vildu
vel til að byrja með. Amin vildi bæta kjör
landsmanna en hafði enga burði til þess, hafði
enga þekkingu og vandamálin voru honum of-
viða. Hann, og þessir menn allir, beittu líka
eins miklu ofbeldi og þeir töldu sig þurfa til
að halda völdunum.“
- Í bók Jung Chang og Jon Halliday um
Maó Zedong birtist hann sem alvondur mað-
ur sem hafi alltaf verið vondur, en þú dregur
það í efa bók þinni að hann hafi verið djöfull í
mannsmynd.
„Já, í bókinni Maó: Sagan sem aldrei var
sögð birtist Maó sem ómennskt og alvont
skrímsli. Allt er dregið fram til að renna
stoðum undir þá afstöðu höfundanna að hann
hafi verið djöfull í mannsmynd frá vöggu til
fjöldagrafa. Í bók Jung er ofbeldi kínversku
kommúnistanna rakið til ills eðlis skrímslisins
Maós. Nautnin sem hann hafi haft af níðings-
verkunum er sögð hafa jaðrað við kvalalosta
og hún hafi komið fyrr til sögunnar en hrifn-
ing hans af ofbeldi lenínista.“
Ókynferðisleg nágirnd
„Auðvitað er þægilegt fyrir fyrrverandi
kommúnista eins og Jung að skella allri
skuldinni á Maó og halda því fram að 70
milljónir Kínverja hafi látið lífið vegna þess
að hann hafi verið illmenni, haft nautn af því
að kvelja og drepa fólk. En þetta er út í hött
vegna þess að allt þetta fólk dó vegna hug-
sjónar sem milljónir manna trúðu á. Maó ætl-
aði sér að búa til sæluríki, vissulega þó af
eigingjörnum hvötum því hann trúði því að ef
honum tækist að skapa fyrirmyndarríki sósí-
alista yrði hann dýrkaður um alla eilífð.
Sálfræðingurinn Erich Fromm talaði um að
Hitler væri haldinn tortímingar- og dauða-
hvöt sem hann kallaði „ókynferðislega ná-
girnd“, en mér finnst þessi nálgun vera röng
vegna þess að tortímingin var ekki markmið í
sjálfu sér, heldur leið að settu marki.
Grimmdarverk Hitlers eru óréttlætanleg, en
það sem hélt honum gangandi var löngun til
að gera Þýskaland að stórveldi, stofna þús-
und ára ríki aría, með stórfenglegum bygg-
ingum sem átti að reisa eftir teikningum
hans. Hann var eins og Maó að því leyti að
hann vildi verða dýrkaður til eilífðar fyrir að
koma á fót fyrirmyndarríki. Þeir voru báðir
hugsjónamenn í bland við eigingirnina.
Margir þessara einræðisherra voru líka
dýrkaðir sem frelsarar, eða messíasar. Til
dæmis var Stalín álitinn frelsari öreiganna og
Hitler var dýrkaður sem þjóðfrelsari, bjarg-
vættur Þýskalands. Nasistaflokkurinn var lík-
ari trúarsöfnuði en stjórnmálaflokki og það
sama má segja um kommúnista. Leiðtogar
þeirra voru nokkurs konar staðgenglar Guðs
hér á jörðinni.“
Ekki alvond og ómennsk skrímsli
Mýtan um harðstjóra sem alvond og ómennsk
skrímsli torveldar okkur að skilja hvers
vegna þessir menn komust til valda, að sögn
Boga. „Mér finnst það líka vera hættuleg ein-
földun upp á framtíðina að gera, torvelda
okkar að bera kennsl á verðandi einræð-
isherra og afstýra því að þeir komist til
valda.“
Hin hliðin á þeirri mynd sem við höfum af
harðstjórum er að þeir hafi verið geðveikir,
en Bogi segist ekki telja að neinn af þeim
sem hann hafi skrifað um hafi verið geðveik-
ur. „Mörkin eru þó óskýr. Til dæmis var Stal-
ín haldinn mikilli ofsóknarkennd en hún skýr-
ist að miklu leyti af því að bolsévíkarnir töldu
sig þurfa að vera tortryggnir til að halda
velli. Sjálfur kallaði Stalín tortryggnina „heil-
agan ótta“ sem væri nauðsynlegur í barátt-
unni við óvini byltingarinnar.“
Bogi segir að val á viðfangsefni í bókina
hafi að nokkru byggst á aðgangi að heim-
ildum, helst um bernsku harðstjóranna og
uppvöxt. „Það lá beinast við að skrifa um Hit-
ler, Stalín og Maó en svo bættust aðrir við
smám saman. Mig langaði t.d. að skrifa um
Muammar Gaddafi en mér fannst ég ekki
hafa nógu góðar heimildir um æsku hans og
bakgrunn. Kaflinn um Pol Pot kom þannig til
að ég hitti Egil heitinn Ólafsson, blaðamann
og sagnfræðing, í Þjóðarbókhlöðunni og sagði
honum hvað ég var að fást við og nokkrum
dögum seinna sendi hann mér tvær áhuga-
verðar bækur um Pol Pol og það varð til þess
að ég ákvað að skrifa um hann,“ segir Bogi
og bætir við að Pol Pot skeri sig nokkuð úr í
harðstjórahópnum, bæði hvað varðar uppruna
og það hvernig hann brosti framan í heiminn.
Fólk sem kynntist honum átti mjög bágt með
að trúa því að þessi broshýri og hægláti mað-
ur skyldi verða einn miskunnarlausasti ein-
ræðisherra sögunnar.
„Stór hluti kambódísku þjóðarinnar var
drepinn, sennilega um fimmtungur hennar.
Markmið Pols Pot var að búa til girndalaust
sæluríki sem byggðist á blöndu af komm-
únisma og búddisma, en fyrir honum var
Búdda fyrirmyndarkommúnisti. Pol Pot er
dæmi um einræðisherra sem drápu aldrei
fólk með eigin hendi, svo vitað sé. Hann lét
hins vegar drepa fólk unnvörpum úr fjarlægð.
Til þess notaði hann aðallega sárafátæka og
ómenntaða bændasyni sem hötuðu efnaðri
bændur og menntamenn sem voru álitnir
stéttaróvinir. Hann leit ekki á stéttaróvinina
sem fólk af holdi og blóði og taldi þá rétt-
dræpa í þágu sæluríkisins. Svipaða sögu er
að segja um Hitler, hann drap gyðinga og
fleiri úr fjarlægð, leit á þá sem holdgervinga
hins illa og alls sem hann hataði, en ekki fólk
af holdi og blóði,“ segir Bogi og bætir við að
pólitískt, þjóðernislegt og trúarlegt ofstæki sé
hættulegasta gereyðingarvopn mannkynsins.
AF HARÐSTJÓRUM
Frá vöggu til fjöldagrafar
Bogi Þór Arason fór að velta
því fyrir sér hvers vegna
menn fremdu grimmdarverk
og þá hvort það væri eitt-
hvað í skapgerð þeirra eða
bernsku sem hefði mótað þá.
Morgunblaðið/Eva Björk
BOGI ÞÓR ARASON TÓK AÐ SÉR
AÐ SKOÐA ÆSKU OG UPPRUNA
HELSTU HARÐSTJÓRA TUTT-
UGUSTU ALDAR OG KOMST AÐ ÞVÍ
AÐ ALLIR VORU ÞEIR AÐ LEITA AÐ
VIRÐINGU, AÐDÁUN OG ÁST.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
* Fljótlega kom í ljós að það varmeira í þá spunnið en ég bjóstvið og þeir höfðu meiri hæfileika en
ég hélt, þrátt fyrir öll grimmdar-
verkin. Þeir áttu líka margt sameig-
inlegt, flestir glímdu t.d. við van-
metakennd, sem þeir bældu niður
þannig að hún varð að takmarka-
lausri stórmennskukennd. Þeir
þráðu virðingu, aðdáun og ást, eins og allir
venjulegir menn, en hjá þeim fór þessi þrá út í öfgar,
varð að þrá eftir dýrkun, hetjudýrð og eilífum orðstír.