Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2015, Síða 56
SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2015 Ísland er leikaranum og kvikmyndaleikstjóranum Ben Still- er greinilega ofarlega í huga þessa dagana. Á Twitter hefur hann sagst vera að reyna að stauta í gegnum fréttir ís- lenskra vefmiðla af nýjasta tónlistarmyndbandi Justins Bie- ber. Myndbandið er tekið upp hérlendis og þykir það vera undir sterkum áhrifum kvikmyndar Bens Stiller; The Secret Life of Walter Mitty. Nú síðast póstaði hann frétt um skammdegið sem er að hellast af fullum þunga yfir New York en um það er skrifað í New York Post. Ben Stiller skrifar: „Ef þú værir Íslend- ingur, værirðu að fagna þessu.“ Fylgjendur hans á Twitter fara svolítið að velta þessu fyrir sér. Einn spyr hvort Björk Guðmundsdóttir sé þá líka að fagna. Og annar sér fyrir sér að Íslendingar hafi það bara flott í myrkrinu; naktir í heit- um laugum, drekkandi vodka og hlustandi á tónlist á Air- waves. Ben Stiller dvaldi á Ís- landi þegar hann tók upp mynd sína The Secret Life of Walter Mitty. Um það leyti sagðist hann vilja flytja hingað til lands með alla fjölskylduna. BEN STILLER Á TWITTER Telur Íslendinga fagna skammdeginu Ben Stiller er viss um að Íslendingar taki á móti skammdeginu með bros á vör. Morgunblaðið/Golli „Íslandsmeistarar Akraness sýndu það og sönnuðu í leik sínum við Dynamo Kiev í gærkvöldi að þeir bera titilinn bezta lið Íslands svo sannarlega með réttu.“ Með þessum orðum hófst frétt á íþróttasíðu Morgunblaðsins snemma í nóvember 1975. „Akurnesingar töpuðu leiknum 2:0 fyrir sovézka liðinu, sem ný- lega hlaut titilinn bezta lið Evr- ópu,“ segir einnig í frásögn Ágúst- ar Inga Jónssonar. „Það segir þó engan veginn alla söguna að Rúss- arnir ynnu 2:0, þar kemur ekki fram, að Björn Lárusson misnot- aði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum og að Jón Gunnlaugsson skoraði sjálfsmark örstuttu seinna. Í töl- unum sem munu geymast í skrám og skjölum kemur heldur ekki fram að Skagamenn sýndu þarna einn bezta leik sem íslenzkt fé- lagslið hefur sýnt gegn svo sterku erlendu liði fyrr og síðar.“ Létt var yfir Birni Lárussyni eftir leikinn. „Ég horfði í augun á rússneska markverðinum um leið og ég hljóp að boltanum. Hann var eitthvað svo aumur ásýndum að ég hafði ekki brjóst í mér til að skora hjá honum og skaut því yfir,“ sagði hann um afbrennsluna. GAMLA FRÉTTIN Féllu með sæmd Skagamaðurinn Björn Lárusson brennir af vítaspyrnu gegn Dynamo Kiev fyrir réttum fjörutíu árum. Skot hans fór yfir mark sovéska liðsins. Morgunblaðið/Sigtryggur ÞRÍFARAR VIKUNNAR Angie Harmon leikkona Candice Bergen leikkona Anna Lilja Johansen eigandi Another CreationSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is GM 3200 GM 7700 GM 9900 Borðstofuborð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.