Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
MADONNA ÍTALÍU VIKULEGA FRÁ 16. JAN. –27. FEB.
Eitt vinsælasta skíðasvæði
Íslendinga er aftur komið í
sölu. Flogið vikulega frá 16.
jan - 27. feb. með Icelandair.
Farastjóri, Níels Hafsteinsson
97.980 KR.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 585 4000 | uu.is
M.v. 2 fullorðna og 2 börn.
VERÐ FRÁ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ný vinnumarkaðsrannsókn Hagstof-
unnar bendir til að 189.400 einstak-
lingar 16-74 ára hafi verið á vinnu-
markaði í október, sem jafngildir
81% atvinnuþátttöku. Hlutfall at-
vinnulausra af vinnuafli var 3,8%.
Til samanburðar áætlar Vinnu-
málastofnun að atvinnuleysi í októ-
ber hafi verið 2,6% og að meðaltali
hafi þá 4.216 verið atvinnulausir.
Töluverðar sveiflur geta verið í
niðurstöðum vinnumarkaðsrann-
sókna Hagstofunnar og gefur það
því e.t.v. gleggri mynd af þróun at-
vinnuleysis að skoða lengri tímabil.
Meðaltalið var hæst 2010
Samkvæmt könnun Hagstofunnar
var atvinnuleysið á fyrstu tíu mán-
uðum ársins að meðaltali 4,25%. Það
var til samanburðar 7,24% á þessu
tímabili 2009 og 7,5% árið 2010. Það
hefur síðan minnkað hægt og sígandi
og var meðaltalið á fyrstu tíu mánuð-
um ársins komið niður í 5,61% árið
2013, 5,21% árið 2014 og í 4,25% í ár.
Þrátt fyrir að atvinnuleysið hafi
þannig farið lækkandi samkvæmt
könnuninni er það enn talsvert
hærra en árin 2003-08. Þá var það
frá 3,42% fyrstu tíu mánuði ársins
2003 og lækkaði svo niður í 2,38% ár-
ið 2007. Það var að meðaltali 2,61%
fyrstu tíu mánuði ársins 2008.
Metfjöldi starfandi á Íslandi
Skv. könnun Hagstofunnar voru
8.130 einstaklingar atvinnulausir að
meðaltali á fyrstu tíu mánuðum
þessa árs og að meðaltali 183.720
starfandi. Það er hæsta meðaltal
starfandi á þessu tímabili í sögunni.
Til samanburðar voru að meðaltali
180.300 starfandi þessa mánuði árið
2008.
Hafa ber í huga að landsmenn
voru 315.459 talsins á nýársdag 2008
en 329.100 í byrjun þessa árs. Meðal-
fjöldi atvinnulausra fyrstu tíu mán-
uði árs varð mestur 2010 en þá voru
13.600 manns að jafnaði án vinnu.
Mesti fjöldi starfandi fólks í sögunni
Samkvæmt könnun Hagstofunnar var að jafnaði 4,25% atvinnuleysi á fyrstu tíu mánuðum ársins
Þá voru að meðaltali 183.720 starfandi Það er metfjöldi Minnsta atvinnuleysi frá árinu 2008
Meðalfjöldi starfandi fyrstu tíu mánuði
hvers árs 2003-2015
20
03
20
07 20
11
20
05
20
09 20
13
20
04
20
08 20
12
20
06 20
10
20
14
20
15
Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar
15
12
9
6
3
0
200
190
180
170
160
150
Heimild: Hagstofa Íslands. Útreikningar eru blaðsins.
Þúsund Þúsund
Atvinnulausir (v. ás)
Starfandi (h. ás)
Morgunblaðið/Eggert
Störf Fleiri eru nú á vinnumarkaði
en áður skv. könnun Hagstofu.
Fjölmenni mætti á ljósagöngu UN Women í gær-
kvöldi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sam-
einuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Freyja Haraldsdóttir, talskona Tabú, leiddi
gönguna í ár og flutti viðstöddum hugvekju.
Gangan hófst við styttu Ingólfs Arnarsonar á
Arnarhóli.
Þar mátti sjá Hörpu upplýsta í appelsínu-
gulum lit líkt og aðrar merkar byggingar víða
um heim. Er appelsínuguli liturinn táknrænn
fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án
ofbeldis.
Fjölmenni mætti á ljósagöngu UN Women í gærkvöldi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi
Morgunblaðið/Eggert
Appelsínugulur litur vonar og birtu framtíðar
Útgáfu skattkorta verður hætt frá
og með næstu áramótum og breyt-
ing verður gerð á álagningardegi
einstaklinga vegna skattaálagningar
og hann framvegis um mánaðamótin
júní/júlí, en hann hefur undanfarin
ár verið í lok júlí ár hvert. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í
stjórnarfrumvarpi Bjarna Bene-
diktssonar, fjármála- og efnahags-
ráðherra, um ýmsar breytingar á
skattalögum sem dreift var á Alþingi
í gær. Í frumvarpinu er lagt til að
lögfest verði sú meginregla að skil á
skattframtölum verði að öllu leyti
rafræn, en við álagningu ein-
staklinga 2015 voru rafræn fram-
talsskil orðin 99,74%.
Þegar hætt verður að gefa út
skattkort mun ríkisskattstjóri í stað-
inn veita upplýsingar um fjárhæð
persónuafsláttar á staðgreiðsluári
og heimila nýtingu hans á hverju
launatímabili, að því er fram kemur í
greinargerð. Meðal annarra breyt-
inga er tillaga um að hámark
skattafrádráttar vegna gjafa og
framlaga til félagasamtaka og sjálfs-
eignarstofnana verði hækkað úr
0,5% af tekjum í 0,75%.
Skattkort
hverfi um
áramótin
Öll framtöl rafræn
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Deilendur í kjaradeilunni hjá Rio
Tinto Alcan í Straumsvík mættu hjá
ríkissáttasemjara til viðræðna í gær.
Engar viðræður fóru þó af stað og í
gærkvöldi hafði ekki verið boðað til
nýs fundar, að sögn Gylfa Ingvars-
sonar, talsmanns starfsmanna í
Straumsvík.
„Frá báðum aðilum voru komnar
á blað ákveðnar hugmyndir sem
hafa miðað að lausn deilunnar. Núna
var ætlunin að setjast betur yfir þær
og fara í textavinnu en þegar við loks
hittum viðsemjenda okkar fór eng-
inn formlegur fundur í gang eða við-
ræður af stað,“ útskýrir Gylfi, sem
segir grunntóninn í kjaraviðræðum
þessum þann að almennir starfs-
menn njóti sömu kjarabóta og annað
launafólk hafi fengið. Engir launa-
menn hafi verið að selja frá sér störf
til að ná samningum, svo sem að
verktakar yfirtaki ákveðna þætti í
starfseminni, eins og Rio Tinto Alc-
an geri nú kröfur um. „En almennt
skil ég ekki á hvaða vegferð stjórn-
endur álversins eru,“ segir hann.
Tjá sig ekki
„Við erum að reyna að ná samn-
ingum en tjáum okkur ekkert meira
um málið,“ sagði Þorsteinn Víg-
lundsson, framkvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins. Ólafur Teitur
Guðnason, talsmaður Rio Tinto Alc-
an, svaraði á sömu nótum.
Sem kunnugt er hefur verkfall
starfsmanna í Straumsvík verið boð-
að þann 2. desember náist samn-
ingar ekki fyrir þann tíma. Álmenn
hafa þó sagst vera tilbúnir að að-
stoða við að slökkva á kerjum verk-
smiðjunar eftir þann tíma. Stjórn-
endur álversins hafa sagt að það
verði meiriháttar mál yrði að ræsa
það aftur – ef kemur til lokunar
vegna verkfalls.
Hugmyndir komnar á blað
Enginn form-
legur sáttafundur
í álversdeilu í gær
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ál Allt stoppast í Straumsvík náist
ekki samningar fyrir 2. desember.