Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Skínandi heitir fyrsta bókBirtu Þrastardóttur semCrymogea gaf út í síðustuviku. Í bókinni segir Birta
frá Áróru sem finnur skínandi fal-
lega stjörnu í garðinum hjá sér og
gerir nokkuð sem engan hefði grun-
að.
Birta, sem búið hefur í Bret-
landi undanfarin ár og starfar þar
sem grafískur hönnuður, er höf-
undur texta og mynda. Hún segist
hafa unnið að bókinni í fimm ár, en
þó ekki samfellt, hún hafi stolið
stundum í daglegu amstri til að
vinna að hugmyndinni.
Á meðan hann svaf
„Það tók fimm ár að skrifa bók-
ina, allt í allt, en þá erum við að tala
um tíu mínútur hér og tíu mínútur
þar,“ segir hún en þegar hún eign-
aðist sitt annað barn þar ytra segist
hún hafa verið svo heppin að eiga
þess kost að fá að vera heima „og þá
var þetta mitt litla verkefni á meðan
hann svaf“.
Að því sögðu þá segir hún að
bókin hafi alltaf verið sér ofarlega í
huga árin fimm, allt frá því sagan
kom til hennar nánast fullbúin.
„Textinn kom strax, raðaðist ein-
hvern rétt veginn niður á síðurnar
og allt gekk fullkomlega upp, mér
tókst að ná þeirri stemningu sem ég
fann svo sterkt í mér.“
– Við erum strax búin að yfir-
gefa raunveruleikann á annarri
myndaopnu bókarinnar og á þeirri
þriðju höldum við enn lengra eins og
ekkert sé sjálfsagðara.
„Mér finnst mjög mikilvægt að
það komist til skila hve mikilvægt
það er að vera jákvæð gagnvart öllu
sem kemur upp, traust og jákvæðni
er lykillinn að öllu í lífinu. Ég var að
reyna að ná þeirri stemningu fram
að sögupersónurnar bregðist eðli-
lega við hverju því sem kemur fyrir.
Það er líka mjög útpælt hjá mér
hvernig samskiptin eru á milli full-
orðinna og barna, kynja og dýra, það
er alltaf mismunandi hver er að
vernda, hver er hræddur og ekki
hræddur, hver er sterkur og í bók-
inni er það alltaf jafnt, eins og það
ætti að vera í raunveruleikanum.“
Háski og súrrealismi
Skínandi var lengi í smíðum, en
Birta segir að næsta bók verði ekki
eins lengi á leiðinni. „Ég er byrjuð á
næstu bók, sem er líka barnabók en
verður einfaldari. Næsta bók verður
miklu einfaldari, bara blýantur og
trélitir með mátulegu magni af
háska og súrrealisma og efniviður-
inn mun áfram vekja óvæntar til-
finningar hjá lesandanum.“
Sagan og myndirnar í Skínandi
eru úr smiðju Birtu, eins og getið er,
en ekki bara það, heldur er hönnun
bókarinnar og umbrot líka hennar.
„Það var frábært að fá algjört frelsi
til að gera bókina eins úr garði og ég
vildi og þeir breyttu engu. Ég gæti
ekki ímyndað mér betra forlag en
Crymogeu.“
Traust og já-
kvæðni er lykill-
inn að öllu í lífinu
Í fyrstu bók Birtu Þrastardóttur, Skínandi, gerir sögu-
hetjan nokkuð sem enginn átti von á og hrindir af
stað ævintýri.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Jákvæðni Birta Þrastardóttir segir að sagan í Skínandi hafi birst henni nánast fullbúin.
Skínandi Hnátan Áróra finnur
stjörnu í garðinum hjá sér og lendir
í miklu ævintýri.
„Það er líka mjög út-
pælt hjá mér hvernig
samskiptin eru á milli
fullorðinna og barna,
kynja og dýra.“
13:30-13:40 Setning ráðstefnu: Pétur Magnússon,
formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaður
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
13:40-13:50 Ávarp: Eygló Harðardóttir,
félags- og húsnæðismálaráðherra.
13:50-14:20 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum
og birtingarmyndir á Íslandi
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi.
14:20-14:40 Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur
hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu.
14:40-15:00 Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum?
– Út frá sjónarhorni fjármála Gísli Jafetsson,
framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík
og fyrrverandi bankamaður.
15:00-15:20 Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf
fyrir slíkt meðal aldraðra? Kristjana Sigmundsdóttir,
réttindagæslumaður fatlaðs fólks
15:20-15:30 Lokaorð og ráðstefnuslit: Ólafur G. Skúlason,
formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ráðstefnustjóri: Haukur Ingibergsson,
formaður Landssambands eldri borgara.
Ofbeldi gagnvart
öldruðum á Íslandi
RÁÐSTEFNA › Grand Hótel › föstudagur 27. nóv. 2015 › kl 13:30-15:30
ALLIR VELKOMNIR - AÐGANGURÓKEYPIS
Býttifatamarkaður verður haldinn í
Borgarbókasafninu í Kringlunni
laugardaginn 28. nóvember, frá kl.
13-17. Þar gefst gestum og gangandi
tækifæri til að skila inn fötum og
fylgihlutum sem eru ekki lengur í
notkun og fá eitthvað „nýtt“ í stað-
inn. Það er tilvalið til að fríska upp á
fataskápinn með engum tilkostnaði.
Er þetta gert í tilefni af evrópsku
nýtnivikunni sem stendur yfir dag-
ana 21.-29. nóvember.
Gera meira fyrir minna
Markmið evrópsku nýtnivikunnar
er að draga úr myndun úrgangs og
hvetja fólk til að nýta hluti betur.
Þema vikunnar er Afefnisvæðing,
þ.e. að gera meira fyrir minna.
Markmið vikunnar er að hvetja
fólk til vitundar um nauðsyn þess að
draga úr magni úrgangs, m.a. með
því að lengja líftíma hluta, samnýta
hluti og stuðla almennt að því að
hlutir hafi framhaldslíf í stað þess að
enda sem úrgangur.
Ýmsir viðburðir verða því í boði í
Reykjavík. Borgarbókasafnið býður
einnig upp á skiptibókamarkaðinn
Græn bók – Góð bók.
Evrópska nýtnivikan í fullum gangi í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Helgin Ekki er úr vegi að fólk fjölmenni í Borgarbókasafnið í Kringlunni á
laugardag og leyfi fataskápnum að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga.
Skipta út gömlum
fötum fyrir „ný“
Morgunblaðið/Eggert
Nýtni Nýtnivikan er haldin hér í
fjórða sinn og margt á dagskrá