Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Mikið úrval af fallegri jólavöru
www.facebook.com/spennandi
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:694-7911
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Um 20% íslenskra barna glíma við
geðræn vandamál og þetta er vanda-
mál sem hefur verið þekkt áratugum
saman. Samt vantar mikið upp á að
þeim sé sinnt og það getur verið
margra mánaða bið eftir sálfræðiað-
stoð í skólum. Þetta segir Wilhelm
Norðfjörð sálfræðingur, en hann
flutti erindi í gær á fundi samtakanna
Náum áttum um sálfræðiþjónustu
skóla.
Hann segir að gríðarlega margt
hafi áunnist þegar komi að aðstoð við
börn sem glími við lestrarörðugleika
og börn með ADHD. „En að mínu
mati sitja börn með tilfinningalegan
vanda eftir,“ segir Wilhelm og segir
að Ísland hafi ekki staðið sig nægjan-
lega vel þegar komi að þessum vanda
sem mörg börn glími við.
Því var spáð af Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni (WHO) árið 1999 að
þunglyndi yrði í öðru sæti yfir heil-
brigðisvandann í heiminum árið
2020. En því miður er þunglyndi
komið í það sæti nú þegar, mun fyrr
en spáð var.
„Rannsóknir hafa sýnt að þung-
lyndi er að aukast verulega hjá ungu
fólki og að börn sem verða kvíðin á
grunnskólaaldri verða gjarnan þung-
lynd um 18-20 ára aldurinn, eða þeg-
ar þau eru kannski langt komin með
framhaldsskólann,“ segir Wilhelm og
bendir á að á sama tíma sé allt of al-
gengt að ungt fólk svipti sig lífi.
Lestrarkunnátta skildi milli
bekkja fyrir tossa og góða
nemendur
Hann lýsti eigin skólagöngu, en
þegar hann hóf nám í Melaskóla árið
1957 var enn raðað í bekki eftir
lestrarkunnáttu svo að móðir hans
fór með hann í lestrarkennslu árið á
undan, sem skilaði þeim árangri að
hann var settur í bekki fyrir góða
nemendur. „Móðir mín var að
tryggja mér sæti í góðum bekk,“ seg-
ir Wilhelm.
Á þessum tíma voru átta bekkir í
Melaskóla og einhverjir þeirra þóttu
vera tossabekkir. Á þessum tíma
voru barsmíðar að detta út úr ís-
lensku skólakerfi og því var kennara-
prikinu aldrei beitt á nemendur, seg-
ir Wilhelm.
Þegar leið á barnaskólaárin hjá
Wilhelm fór að bera á því að hug-
myndir atferlissálfræðingsins Skin-
ners síuðust inn í skólastarfið og við-
urkenningar- og skammarskjöl voru
skrifuð og send heim með börnunum
til undirritunar foreldra.
„Ég bjó á þessum tíma við gott ör-
yggi. Mamma var alltaf heima og for-
eldrar mínir eins og aðrir foreldrar í
götunni höfðu komist í álnir að hluta
til vegna áhrifa af heimsstyrjöldinni
síðari. Við hliðina á Víðimelnum, þar
sem ég átti heima, var Kamp Knox-
braggahverfið sem við krakkarnir á
Víðimelnum máttum alls ekki koma
inn í. Enda voru reistar tveggja
metra háar víggirðingar við garðana
sem sneru að Kamp Knox og sums
staðar var gaddavír ofan á svo við
værum alveg örugg,“ segir Wilhelm.
Kampararnir fordæmdir
Á þessum tíma var viðvarandi hús-
næðisskortur í Reykjavík og þurftu
því margir að nýta sér þennan slaka
húsakost í bröggunum.
„Kampararnir voru fordæmdir.
Eins og fatlaðir sem voru kallaðir
aumingjar. Maður sagði kannski
þegar maður kom heim: Ég sá aum-
ingja í dag,“ segir Wilhelm.
Hann segir að margir af krökkun-
um sem bjuggu í braggahverfinu hafi
farið í Melaskóla en ólíklegt sé að þau
hafi farið í lestarkennslu eins og
hann gerði. „Þess vegna fóru þau í
svokallaðan tossabekk.“
Eitthvað hafa stjórnvöld verið far-
in að gera sér grein fyrir að ekki væri
réttlátt að láta lestrarkunnáttu við
sjö ára aldur marka líf svo margra,
segir Wilhelm. Því var brugðið á það
ráð að leggja hópskimunargreind-
arpróf fyrir nemendur þegar þeir
fóru úr Melaskóla yfir í Hagaskóla.
„Viti menn, þá fóru að koma nem-
endur úr tossabekkjunum yfir í góðu
bekkina,“ segir Wilhelm.
Á þessu tímabili fóru hagsmunir
segja í Mýrarhúsaskóla voru sér-
smíðuð hópvinnuhúsgögn,“ segir
Wilhelm.
„Það kom sem sé að því að at-
vinnuvegirnir þurftu meira af
menntafólki. Þar var ég heppinn, því
það þýddi að ég þurfti ekki að vera
alhliða námsmaður til þess að vera
stúdent. Menn eins og ég, með les-
hömlunarvanda, hljóðvilltur og léleg-
ur í stafsetningu og með tungumála-
kunnáttu í lamasessi, gátu komist
alla leið.“
Sálfræðingar þóttu skrýtnir
Menntaskólum fjölgaði á sama
tíma og atvinnulífið þurfti á fjöl-
breyttri flóru að halda, fólki með
frjóa hugsjónir og hugmyndir.
„Þú stóðst ekki lengur við færi-
bandið og gerðir það sem verkstjór-
inn sagði þér að gera. Skólarnir
breyttust og sálfræðingar fóru að
dúkka upp í samfélaginu. Þeir þóttu
ansi skrýtnir og voru til að mynda
huldumenn sem voru fengnir til að
skoða eitt og eitt mál í skóla. Stærri
sveitarfélög fóru að nýta sér þjón-
ustu sálfræðinga í auknum mæli, en
skólafólk hafði lengi barist við að fá
að nýta sér þjónustu þeirra.“
Árið 1974 voru sett ný grunn-
skólalög sem fengu afl og orku frá
framsæknu tímabili frá árinu 1966,
þegar áhrif rokktónlistar og stúd-
entauppreisna voru sem mest, segir
Wilhelm.
„Nú átti að vera sálfræðiþjónusta í
öllum skólum og það þótti heppilegt
að hvert stöðugildi sálfræðings sinnti
þúsund börnum. Þeir áttu að sinna
meðferð, greiningu og fræðslu. Sál-
fræðideildir voru settar upp sem
hluti af fræðsluskrifstofum og dreifð-
ust um allt landið, segir Wilhelm.
Hann segir að margt hafi breyst til
hins betra í skólakerfinu frá þessum
tíma, til að mynda lestrarkennsla og
aðstoð vegna lestrarörðugleika.
„Virðing er borin fyrir nemendum og
foreldrum. Einelti er viðurkenndur
vandi sem var byrjað að sinna fyrir
árið 1980 og við erum búin að finna
ADHD-börnin okkar og farin að
sinna þeim,“ segir Wilhelm.
Bíða marga mánuði eftir aðstoð
Mörg íslensk börn glíma við geðræn vandamál Margt hefur áunnist þegar kemur að aðstoð við
börn sem glíma við lestrarörðugleika og ADHD en börn með tilfinningalegan vanda sitja eftir
Morgunblaðið/Golli
Bið Oft er margra mánaða bið eftir þjónustu sálfræðinga í skólakerfinu.
Dr. Nicole Dubus, sérfræðingur Fulbright-stofnunar-
innar í málefnum flóttafólks, mun dvelja á Íslandi næstu
þrjár vikurnar í boði Fulbright-stofnunarinnar og vel-
ferðarráðuneytisins. Dr. Dubus er félagsráðgjafi með
áratugareynslu af starfi með flóttafólki sem komið hef-
ur til Bandaríkjanna frá mörgum ólíkum ríkjum. Henn-
ar reynsla og þekking munu nýtast sérstaklega vel núna
í aðdraganda þess að Ísland býður hópi flóttamanna til
landsins í desember, segir í tilkynningu.
Dubus mun veita Íslendingum ráðgjöf, þjálfun og að-
stoð í tengslum við undirbúning móttöku flóttamanna.
Hún mun starfa m.a. með ráðuneyti og flóttamannanefnd, sveitarfélögum,
félagsráðgjöfum, Rauða krossinum, háskólasamfélaginu og fleiri aðilum.
Velferðarráðuneytið, Fulbright-stofnunin, MARK (Miðstöð mannbreyti-
leika- og kynjarannsókna) og RBF (Rannsóknarstofnun í barna- og fjöl-
skylduvernd) efna til opins fundar með dr. Dubus á morgun, föstudag, í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl. 12.00. Allir eru velkomnir.
Veitir ráðgjöf vegna komu flóttafólks
Nicole Dubus
Félög stjórnsýslu- og stjórnmála-
fræðinga í samvinnu við Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála
halda í sameiningu fund um um-
fang spillingar á Íslandi og áhrif
hennar á íslensk stjórnmál, stjórn-
sýslu og viðskiptalíf.
Fundurinn fer fram föstudaginn
27. nóvember kl. 12.30-13.30 í stofu
N-132 í Öskju.
Framsögumenn verða Ásgeir
Brynjar Torfason rekstrarhag-
fræðingur, Jón Ólafsson heimspek-
ingur og Sigurbjörg Sigurgeirs-
dóttir stjórnsýslufræðingur.
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri
Kjarnans, stýrir umræðum.
Allir eru velkomnir.
Hádegisfundur um
umfang spillingar
Fjallað verður um ofbeldi gagnvart
ölduðum á Íslandi á ráðstefnu á
Grand hóteli í Reykjavík föstudag-
inn 27. nóvember kl. 13.30. Þar
ræðir Sigrún Ingvarsdóttir fé-
lagsráðgjafi um skilgreiningar á of-
beldi gagnvart öldruðum og mis-
munandi birtingarmyndir þess.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðallög-
fræðingur fjallar um sjónarhorn
lögreglunnar á málaflokkinn og
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri
Félags eldri borgara í Reykjavík,
um alvarleika málsins út frá fjár-
hagslegum sjónarmiðum. Þá flytur
Kristjana Sigmundsdóttir, rétt-
indagæslumaður fatlaðs fólks, er-
indi. Aðgangur er ókeypis.
Ræða ofbeldi gagn-
vart öldruðum
STUTT
„Árið 1984 var komin sálfræðiþjónusta um allt land. Á
tíunda áratugnum var ákveðið að taka út ákvæðið um
að sálfræðingar sinntu meðferð í skólum. Hvað sálfræð-
ingar sinntu mörgum börnum virtist verða tilviljana-
kennt. Smám saman þróaðist þetta í það að greiningar
urðu aðalstarf sálfræðinga. Sumir sálfræðingar sinna
hátt í tvö þúsund börnum í dag,“ segir Wilhelm.
Hann segir að nú sé staðan sú að oft þurfi að bíða
marga mánuði eftir meðferð á sálfræðideildum og for-
eldrum barna sem glíma við kvíða og þunglyndi jafnvel
ráðlagt að fara út í bæ og leita aðstoðar fyrir börn sín.„Þá erum við aftur
komin að árinu 1956 þegar það voru forréttindi að komast í góðan bekk.
Það eru því forréttindi að fá kvíða- og þunglyndismeðferð fyrir börnin
okkar. Til þess þarf peninga en ekki síður skilning á mikilvægi með-
ferðar,“ segir hann. Að sögn Wilhelms væri gott að byrja á því að setja
meðferðarákvæði inn á ný hjá sálfræðideildum og eins að ekki væru yfir
þúsund börn á hvert stöðugildi sálfræðings.
Erum komin aftur að 1956
SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA
Wilhelm Norðfjörð
atvinnuveganna, að sögn Wilhelms,
að breytast. Á sjöunda áratugnum
fóru til dæmis Volvo-verksmiðjurnar
að láta verkamenn sína vinna í hóp-
um og hópar fóru að verða ábyrgir
fyrir hluta af framleiðsluferli sínu.
Hópmeðferð hófst á geðdeildum og
hópvinna var í skólum. „Meira að