Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 20

Morgunblaðið - 26.11.2015, Síða 20
Alþjóðlegar áherslur og verkefni til að draga úr losun á heimsvísu Hluti af sóknaráætlun verður að efla starf Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu Samstöðuhópur um nýtingu jarðhita á heimsvísu, Global Geothermal Alliance: Global Geothermal Alliance verður formlega sett á stofn í París í desember. Ísland og IRENA, alþjóðastofnun um endurnýjanlega orku, eiga frumkvæði að stofnun hópsins semmun tala fyrir nýtingu jarðhita á heimsvísu í stað jarðef- naeldsneytis. Loftslagsmál og norðurslóðir: Stefnt verður að því að efla þátttöku Íslands í starfi Norðurskautsráðsins þar sem unnið er að verkefnum tengdum loftslags- og umhverfisbreytingum á norðurslóðum.Meðal annars er áætlun umminnkun losunar á sóti og metani. Ísland tekur við formennsku í ráðinu árið 2019. Græni loftslagssjóðurinn: Ísland mun árin 2016-2020 leggja fram 1 milljón Bandaríkjadala, um 133 milljónir króna, í Græna loftslagssjóðinn sem verður helsti sjóður í heiminum til framtíðar til loftslagstengdra verkefna. Framlög til loftslagsvænnar þróunaraðstoðar: Ísland mun halda áfram stuðningi við loftslagstengd verkefni og sjóði sem varða þróunarríkin þ. á m. jarðhita-, landgræðslu-, sjávarútvegs- og jafnréttis- skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, jarðhitasamstarf Íslands og Alþjóðabankans í Austur-Afríku o.fl. Einnig verður landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna styrktur sérstaklega til þess að halda námskeið í þróunar- ríkjum sem berjast gegn eyðimerkurmyndun. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ríkisstjórnin kynnti í gær sóknar- áætlun í loftslagsmálum til þriggja ára. Mun hún skerpa á áherslum í loftslagsmálum og efla starf í mála- flokknum til að raunverulegum ár- angri verði náð. Á meðal annars að auka framlög til kolefnisbindingar, byggja upp innviði fyrir rafbíla og vinna með sjávarútvegi og landbún- aði að því að draga úr losun. Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúms- lofti, styðja alþjóðleg loftslagsverk- efni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbind- ingar í loftslagsmálum. Áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og at- vinnulífs um að draga úr losun í til- teknum greinum og ýta undir ný- sköpun og loftslagsvænar lausnir. Aukið fé til landgræðslu Alls miða átta verkefni að því að draga úr nettólosun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og land- notkun. Lögð verður fram heildstæð áætl- un um orkuskipti í samgöngum og lagður grunnur að því að bæta inn- viði fyrir rafbíla á landsvísu. Í sjávarútvegi og landbúnaði verða unnir vegvísar um að draga úr los- un í samvinnu atvinnulífs og stjórn- valda. Sett verður aukið fé til land- græðslu og skógræktar og hafist handa við endurheimt votlendis. Einnig verður gert átak til að draga úr matarsóun, sem veldur óþarfa losun. Fjögur verkefni miða að því að efla samstarf Íslands og aðstoð við önnur ríki við að draga úr losun og takast á við afleiðingar loftslags- breytinga. Settur verður á fót samstöðu- hópur um nýtingu jarðhita á heims- vísu, þar sem Ísland verður í for- ystu. Stuðningur við þróunarríki verður efldur, m.a. verða framlög til Græna loftslagssjóðsins aukin og Landgræðsluskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna gert kleift að halda námskeið í þróunarríkjum sem berjast gegn eyðimerkurmyndun. Virkari þátttaka verður af Íslands hálfu í loftslagsverkefnum á vegum Norðurskautsráðsins. Valdi dressið af ásettu ráði Það vakti kátínu viðstaddra á blaðamannafundi þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra, Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra og Gunnars Braga Sveinssonar utanríkis- ráðherra þegar umhverfisráðherra sagði að hún legði áherslu á nýtingu og hefði alltaf gert. „Því til sönn- unar bendi ég ykkur á, að ég er hér í tuttugu ára gömlu dressi og valdi það af ásettu ráði,“ sagði ráðherr- ann og brosti við. Hún uppskar hlátur í húsakynnum Veðurstof- unnar, þar sem blaðamannafund- urinn var haldinn, en vart þarf að taka það fram að Sigrún var öld- ungis glerfín í fallegu gulu dressi. Miðast við 1990 Skipulagt starf verður hafið varð- andi aðlögun að loftslagsbreyting- um, skv. stefnunni, sem m.a. verður byggt á skýrslu um áhrif breytinga á Ísland, sem ljúka á 2016. Vöktun á jöklum Íslands verður efld og stefnt að því að gera niðurstöður aðgengi- legar fyrir vísindamenn, almenning og ferðamenn og kynna jöklana og umhverfi þeirra sem lifandi kennslustofu um loftslagsbreyt- ingar. Sóknaráætlunin er sett fram í tengslum við 21. aðildarríkjafund Loftslagssamningsins í París (COP21), þar sem reynt verður að ná hnattrænu samkomulagi um að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda eftir 2030. Ísland hefur kynnt landsmarkmið í aðdraganda fundarins um að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um 40% minnkun los- unar til 2030 miðað við 1990. Fara í kringum magn og ártöl Lítið er um áþreifanleg markmið í sóknaráætluninni, að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúru- verndarsamtaka Íslands. Eina til- vikið þar sem kveðið sé skýrt á um markmið fjalli um samdrátt á losun í sjávarútvegi. Að öðru leyti séu ekki nefndar ákveðnar tölur eða tímasetningar í áætluninni. „Eins og oft er þegar stjórnvöld setja svona fram er fullt af reyk. Þegar búið er að blása honum í burtu er kannski ekki mikið eftir. Fyrsta spurningin er alltaf: hversu mikið magn og hvaða ár? Þeir fara nú svona í kringum það,“ segir Árni. Samvinna milli ríkis og atvinnulífsins  Ríkistjórnin kynnti nýjar áherslur í loftslagsmálum Styrking innviða Miklir efnahagslegir og pólitískir hagsmunir eru undir fyrir Ísland Vísindaskýrsla um afleiðingar loftslagsbreytinga: Vísindaleg úttekt á afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir náttúru, efnahag og samfélag á Íslandi verður tekin saman og gefin út haustið 2016. Stefnt er að því að skýrslan verði viðamesta úttekt á líklegum áhrifum loftslagsbreytinga til þessa. Sérstakur kafli verður í skýrslunni um súrnun hafsins og líklegar afleiðingar hennar. Aðlögun að loftslagsbreytingum: Sett verður á fót verkefni, stýrt af Veðurstofu Íslands, um hvernig íslenskt samfélag getur brugðist við áhrifum loftslagsbreytinga hér á landi. Fagráð verður skipað til að tryggja samhæfingarhlutverk verkefnisins. Bætt bókhald og spár um losun og kolefnisbindingu: Bæta þarf losunarbókhald Íslands, sérstaklega á sviði landnotkunar og kolefnisbindingar í gróðri og jarðvegi og búa það undir nýjar og auknar kröfur í væntanlegu Parísarsamkomulagi og í evrópskum reglum sem Ísland mun þurfa að taka upp. Gert verður samkomulag til tveggja ára við Landbúnaðarháskóla Íslands um bætt bókhald varðandi landnotkun. Jöklar Íslands – Lifandi kennslustofa um loftslagsbreytingar: Íslenskir jöklar hafa rýrnað undanfarin ár og er gert ráð fyrir að rýrnunin muni jafnvel verða hraðari í framtíðinni. Búskapur jökla á Íslandi hefur mikið fræðslugildi fyrir Íslendinga, ferðamenn og heimsbyggðina. Í þessu verkefni er sérstaklega horft til að niðurstöðurnar verði gerðar sýnilegar og nýttar til almannafræðslu, í ferðaþjónustu og sem framlag Íslands til alþjóðlegs samstarfs ummælingar á jöklabreytingum. Verkefni til að draga úr nettólosun á Íslandi Verkefni semmiða að samdrætti á nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi Orkuskipti í samgöngum: Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að árið 2020 verði hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum orðið 10% og mun starf á grunni væntanlegrar þingsályktunar miða að því að ná því marki. Rafbílar – efling innviða á landsvísu: Átak verður gert til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sett verður til hliðar fjármagn til að tryggja að hægt verði að vinna að þessu verkefni strax á næsta ári. Vegvísir íslensks sjávarútvegs um samdrátt í losun: Markmiðið er að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) um 40% til 2030 miðað við 1990.Vegvísirinn verður kostaður af stjórnvöldum og samtökum í atvinnulífi. Loftslagsvænni landbúnaður: Unninn verður vegvísir umminnkun losunar í landbúnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Vegvísirinn mun taka mið af sambærilegri vinnu í sjávarútvegi. Efling skógræktar og landgræðslu: Sett verður aukið fjármagn til skógræktar og landgræðslu, sem á m.a. að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti. Framkvæmdir verða auknar á árinu 2016 og stefnt að frekari styrkingu á næstu tveimur árum eftir það. Endurheimt votlendis: Sett verður á fót verkefni um endurheimt votlendis. Ráðist verður í fyrstu verkefnin undir þeim hatti sumarið 2016 á grunni vinnu starfshóps, sem hefur kortlagt vænleg svæði til endurheimtar, m.a. á þjóðlendum. Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri: Styrkt verða verkefni semmiða að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri. Átak gegn matarsóun: Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sambærilegmeðallosun á hvern íbúa Evrópu þá jafngildir hún um5%af árlegri heildarlosun Íslands árið 2013. Morgunblaðið/RAX Glerfín Umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, var í 20 ára gömlu dressi enda áhugamaður um nýtni. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Jólasýning Smiðjunnar Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890 SMIÐJAN Listhús - Innrömmun Opið alla virka daga frá kl. 10-18. Leitum að modelmynd eftir Gunnlaug Blöndal fyrir fjársterkan aðila Einnig verk eftir: Tolla Valgarð Gunnars Þorvald Skúla Jóhannes Geir Eyborgu Kjarval Stórval Ragnheiði Ream Ásgrím Jónsson Karl Kvaran Ísleif Konráðsson Sigurbjörn Jónsson Jón Engilberts Guðrúnu Svövu Kristínu Jónsdóttur Hring Pétur Gaut Gunnlaug Scheving Hauk Dór Elías B. Halldórsson M b l1 57 51 12 Hafsteinn Austmann Þórarinn B. Þorláks Svavar Guðnason Bragi Ásgeirsson Hágæða innrömmun 25 ára reynsla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.