Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 STÓRAR STELPUR tískuvöruverslun Hverfisgötu 105 www.storarstelpur.is Munið bílastæði á bak við hús Við erum á facebookUmboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Helsta kveikjan að verkinu er sú að ég áttaði mig á því að ég sem rithöf- undur væri fær um að skrifa ævisög- ur,“ segir Mark Lewisohn, einn fremsti sérfræðingurinn um sögu Bítlanna, en fyrsta bók hans af þremur um sögu Bítlanna, Bítlarnir telja í, kom út á íslensku fyrir skemmstu. Lewisohn er líklega þekktastur fyrir fyrri verk sín um feril hljóm- sveitarinnar frá Liverpool, eins og til dæmis bók sína um alla tíma hljóm- sveitarinnar í upptökuveri frá upp- hafi til enda. „Fyrri verk mín voru af þeim meiði, nokkurs konar króníka frekar en frásögn, því ég trúði því ekki að ég gæti annað sem rithöf- undur. Þegar ég áttaði mig á því vissi ég að ég varð að snúa aftur að Bítlunum,“ segir Lewisohn, en hann hafði látið Bítlafræðin á hilluna um nokkurra ára skeið. Heildarverkið mun taka 25 ár Lewisohn segir hina ástæðuna fyrir því að hann hóf verk sitt þá að honum hafi fundist aðrar bækur um Bítlana ekki hafa náð að gera hljóm- sveitinni nægilega góð skil. „Hinar ævisögur Bítlanna eru oftar en ekki skrifuð af blaðamönnum, sem gefa sér kannski tvö ár í mesta lagi til þess að rannsaka efnið. Ég vissi að saga Bítlanna krafðist mun ítarlegri rannsókna og mun meiri tíma en þess sem þeir gætu gefið í verkið,“ segir Lewisohn, sem áætlar varlega að þegar þriðja bindið komi út muni hann hafa eytt um 25 árum í ritun þessarar merku sögu. Lewisohn segir það litla fórn fyrir sig að tileinka nánast allan seinni hluta ævi sinnar þessu viðfangsefni. „Annars er hættan sú að sagan verði skrásett á rangan hátt, sem væri skaði, því ég held að þetta efni verði metið af komandi kynslóðum langt fram um aldir,“ segir Lewisohn. „Þetta er tækifæri til þess að hafa söguna rétta, skrásetta á réttum tíma þegar ekki er of langt um liðið frá þeim atburðum sem fjallað er um,“ segir Lewisohn, sem er sagn- fræðingur að mennt. „Bókin er skrif- uð út frá þeim sjónarhóli sagnfræð- ingsins, þetta er ekki bara saga Bítlanna, heldur einnig tímabilsins sem þeir ólust upp á, aðstæður í Bretlandi stuttu eftir stríð.“ Bítlarnir telja í er mikil að vöxt- um, svo mikil að menn gætu talið að hún fjallaði um sögu Bítlanna í heild sinni. Hún nær þó ekki lengra en frá upphafi fram til 1962, þegar Bítlarn- ir eru á barmi heimsfrægðarinnar. „Fólk gæti sagt sem svo: „Hverjum er ekki sama um uppvaxtarár þeirra, ég vil bara vita um tímann þegar þeir slá í gegn,“ en það er á þessum árum sem þeir verða til, og lesand- inn fær að vita það í þessari bók hverjir Bítlarnir eru í raun og veru og hvernig þeir hljóta þann styrk sem gerir þeim kleift að lifa af frægðina þegar hún svo kemur,“ segir Lewisohn og bætir við að sú dýrkun sem Bítlarnir hlutu á sínum tíma hefði verið nóg til að gera meðalmenn óða. „En þeir þrauka í gegn með mestallt vit sitt í lagi,“ segir Lewisohn áður en hann slær varnagla. „Svona dýrkun hefur alltaf sín áhrif, en Bítlarnir komust í gegn venjulegri en flestir.“ Spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við ritun bókarinnar segir Lewisohn það hafa verið dag- legt brauð. „Fólk segir við mig að ég hljóti að vita allt sem hægt sé að vita um Bítlana, en það er að sjálfsögðu ekki rétt, enginn getur vitað allt um hvaða málefni sem er, og ef þú held- ur það ertu fávís því það er alltaf hægt að læra meira.“ Lewisohn seg- ir að saga Bítlanna sé, þrátt fyrir alla athyglina sem henni hafi verið sýnd í gegnum tíðina, enn óplægður akur. „Það voru hundruð þúsunda lítilla staðreynda sem komu mér sífellt á óvart.“ Hann segir að þetta verði nánast eins og að lesa söguna upp á nýtt. Hann nefnir sem dæmi að enska útgáfa bókarinnar hafi nú verið til í tvö ár, og á þeim tíma hafi hann fengið urmul bréfa frá lesendum. „Það ánægjulega fyrir mig er að hver og einn hefur fundið eitthvað eitt nýtt sem hann komst að við lest- urinn, eitthvað sem kom á óvart.“ Þurfti að tóna Hamborg niður Þegar fjallað er um fyrstu ár Bítl- anna verður vart komist hjá því að fjalla um Hamborgarárin. Lewisohn segir að í raun hefði hann frekar þurft að tóna niður þá frásögn frá því sem aðrir höfundar hefðu lýst. „Aðr- ir hafa lagt sig í líma við að ýkja upp það sem gerðist í Hamborg, en ég hef mestan áhuga á því að greina frá því sem er satt og rétt. Ég vil til að mynda ekki „halda með neinum“ Bítlanna,“ segir Lewisohn. Hann segist vera á þeirri skoðun að Hamborgarárin, sér í lagi fyrri tvær heimsóknirnar af fimm, hafi verið mótandi fyrir Bítlana, og að minna hefði orðið úr þeim án þeirra ferða. „Munurinn var sá að Bítlarnir voru opnir fyrir nýrri reynslu. Aðrar hljómsveitir frá Liverpool fóru einn- ig til Hamborgar og komu til baka nánast eins, á meðan Bítlarnir voru umbreyttir.“ Hann bætir við að hljómsveitin hafi ekki verið mjög góð þegar hún fór fyrst út. „Þeir voru með nýjan trommuleikara sem þeir þekktu varla, og bassaleikara sem var hálf- gerður byrjandi. Þeim er síðan dembt í næturklúbb þar sem þeir þurfa að spila í átta tíma á hverri nóttu. Þeir læra þar inn á hvern ann- an og læra hvernig eigi að skemmta fólki, hvaða lög virka og hvaða lög virka ekki,“ segir Lewisohn. Hann nefnir sem dæmi að hljómsveitin hafi ákveðið í sameiningu að spila aldrei sama lagið tvisvar í einu setti, jafnvel þó að það væri í átta tíma törn. „Hver myndi segja á bar, „hey, spiluðu þið þetta ekki fyrir fimm tímum síðan?“ Enginn. Engu að síð- ur létu þeir sig hafa það, og það leiðir til þess að þeir læra alls kyns tónlist- arstíla, sem endurspeglast aftur í fjölbreytninni sem þú heyrir á Bítla- plötunum sjálfum.“ Samband þeirra var flókið Á þessum tíma mótast líka sam- band John Lennon og Paul McCart- ney sem lagasmiða, sem var í raun þungamiðja hljómsveitarinnar. „Frægð þeirra byggist á lögum þeirra, en það sem meira er, sam- band þeirra tveggja er hornsteinn hljómsveitarinnar,“ segir Lewisohn. „Það var flókið, en þeir áttu mun meira sameiginlegt en hitt. Þeir áttu sameiginlegan menningarbakgrunn, ólust upp í Liverpool eftirstríðs- áranna, hlustuðu á útvarpið.“ Munurinn á persónuleika þeirra hafi þó einnig skipt sköpum. „John var vænn, en gat virkað hrjúfur út á við, og samþykkti aldrei neitt múður. Paul vissi að það var hægt að fá sitt fram með kurteisi. Paul bjargaði John í raun og veru, því John hefði aldrei náð árangri á eigin spýtur. Hann hefði alltaf móðgað of marga.“ Á sama tíma hafi verið mjög heil- brigður rígur á milli þeirra tveggja, sem hafi í raun hjálpað þeim að gera lögin sem best úr garði. En hvert er uppáhaldslag Lewis- ohns? Sagnfræðingurinn staldrar við spurninguna og segir það sí- breytilegt frá degi til dags. Eftir nokkra umhugsun kemur svarið. „If I Fell, en ef þú spyrð mig aftur á morgun færðu líklega annað svar, og annað daginn þar á eftir,“ segir Lew- isohn. „Allt sem þeir gerðu var svo stórfenglegt, og það hljómar enn spennandi fimmtíu árum síðar.“ Töfrar sem munu heilla um ókomin ár  Mark Lewisohn, einn fremsti sérfræðingur heims um Bítlana, staddur hér á landi  Fyrsta bindið af þremur um sögu Bítlana nýkomið út á íslensku  Mun eyða mestri ævi sinni í að fullkomna verkið Morgunblaðið/Golli Abbey Road Mark Lewisohn er staddur hér á landi til að kynna fyrsta bindið af þremur um Bítlana, sem nær frá upphafi þeirra til ársins 1962. Lewisohn gerir ráð fyrir að síðasta bindið komi út á árinu 2028 eftir 25 ára vinnu. Ljósmynd/Aarkive Features Fyrsta kvöldið Bítlarnir tilbúnir í slaginn fyrsta kvöldið sitt í Hamborg, hinn 17. ágúst 1960. Bítlarnir þroskuðust mjög sem hljómsveit þar. Ljósmynd/Cheniston Roland. John og Paul Samband þeirra var flókið en byggt á góðum grunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.