Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 50
ÞJÓÐVEGURINN Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Líf okkar mannanna barna er eins og ferð yfir Hellisheiði. Í dagsins önn mæta okkur verkefni, sem þarf að leysa. Sum eru auðveld en önnur þarfnast þolinmæði. Fólk nær yf- irleitt í áfangastað. Ferð yfir fjallið fylgir svipuðum lögmálum. Oft er bjart en stundum hálka, þoka, svartabylur eða einnar stiku skyggni. En alltaf léttir til á Kamba- brún eða við Hveradali. Nú er að ljúka framkvæmdum við langþráða breikkun og bót á veg- inum yfir Hellisheiði. Hæst er heið- in 374 m, en þjóðleiðin sem hér er fjallað um liggur úr Hveradölum niður í Kamba við Hveragerði og er 14 kílómetrar löng. Sé komið úr vestri nálgumst við heiðina í Svína- hrauni, sem sumir nefna Kristni- tökuhraun. Vegurinn þar var lagður um 1950, en lá áður norðan hrauns- ins um svonefnda Bolavelli. Þjóðskáldið í Reykjafelli Þegar þeim spotta sleppir er kom- ið að fjallshlíð þar sem Hellisheið- arvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur er nú. Forðum daga var þar gistihúsið Kolviðarhóll, sem var fjölsóttur án- ingarstaður. Ofan við virkjunina heitir Hellisskarð. Þar var þjóðleið áður, en nú liggja þar pípur sem veita gufu frá orkuvinnslusvæðum til aflstöðvarinnar. Í hlíðum Litla-Reykjafells, aðeins sunnan Kolviðarhóls, þykjast margir sjá svip þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar í klettum. Þetta var að minnsta kosti oft haft á orði forð- um daga, eins og Þór Vigfússon seg- ir frá í Árbók Ferðafélags Íslands 2003 – Í Árnesþingi vestanverðu eins og ritið heitir. Ofan Hveradalabrekkna er Smiðjulaut, sem nefnd er eftir smiðju sem vegavinnukarlar höfðu þarna fyrir um 100 árum. Aðeins sunnar, undir lágum múla, sjást gufustrókar frá Hverahlíð, þar sem jarðhitanýting er í undirbúningi. Austar og sunnar blasir keilulaga Skálafell við. Sé hins vegar litið til norðurs þegar komið er upp úr brekkunum fyrrnefndu er Reykja- fell á vinstri hönd en svo, nokkru norðar, Skarðsmýrarfjall og Hengill. Á miðri Hellisheiði er Orrustuhóls- hraun. Vegurinn þar þverar gamla þjóðleið yfir fjallið sem er mörkuð hlöðnum vörðum sem enn standa. Þá er rétt að nefna Hellukofann norð- arlega á heiðinni; bogalaga skála úr hraunflekum sem mynda veggi og þak. Skálinn var hlaðinn árið 1830 og var öryggisatriði í vetrarferðum fólks sem átti erindi um þennan fjölfarasta fjallveg landsins. „Landslag væri lítils virði“ Austarlega á heiðinni er farið um slóða til norðurs að Bitru, stað sem hefur verið í deiglu áforma um orku- vinnslu. Áður en þangað kemur er farið á vaði yfir Hengladalaá, sem á upptök sín í heitum lækjum. Áin fell- ur fram skammt frá þjóðveginum Yfir fjall í einnar stiku skyggni  Bót á Hellisheiði  Nafnlaus foss og drottning  Surtsey ekki á hringsjánni Hellisheiði 1 2 3 4 5 6 7 8 Grunnkort/Loftmyndir ehf.  Matthías skáld í Litla-Reykjafelli.  Horft af Skarðsmýrarfjalli á Hellisheiði til suðurs. Fremst er Reykjafell og svo sést langt suður á sjóinn.  Minnismerki um Karl Sighvatsson tónlistarmann við Hverdalabrekku. 50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 lÍs en ku ALPARNIR s Allt frá fjöru til fjalla FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is Húfur, frá kr. 5.995Hanskar, frá kr. 3.995 Léttar dúnúlpur fyrir dömur og herra Primaloft dömuúlpa 2.595 1.995 2.195 Dúnúlpa herra 20% jólatilboð 20% jólatilboð 20% jólatilboð „Ég fer til Reykjavíkur og stundum tvisvar á dag. Þekki leiðina vel og gæti keyrt hana nánast með lok- uð augun ef ekki væru stöð- ug veðrabrigði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss í Hvera- gerði og formaður Samtaka iðn- aðarins. „Maður getur lent í byl eða dimmri þoku, ekur svo út úr veggnum í glaðasólskin. Útsýni og náttúra á leiðinni er falleg, mér leiðist aldrei að fara þarna um.“ Fullyrða má að allir Sunnlend- ingar geti úr hugskoti sínu kallað fram allskonar myndir og minn- ingar um ferðir sínar yfir Hellis- heiðina. „Nýlega komin með bílpróf, sautján ára gömul, lenti ég í árekstri við flutningabíl í blind- byl. Slapp að vísu án teljandi meiðsla en það var lengi beygur í mér eftir það. Já, og svo mun vera reimt í Svínahrauninu eðav- arla dregur Draugahlíðarbrekkan við Litlu kaffistofuna nafn sitt að ástæðulausu. Að vísu hef ég aldr- ei orðið neins dullarfulls áskynja á þessum slóðum, en sögurnar lifa og eru oft rifjaðar upp,“ segir Guðrún sem kveðst ánægð með endurbæturnar á Suðurlandsvegi sem nú er að ljúka. Umferðaröryggið verði meira „Í þoku og byl er gott að geta lesið sig áfram með vegriðinu sem aðskilur akreinar. Girðing þessi kemur líka í veg fyrir fram- úrakstur eða að bílar sem koma úr gagnstæðum áttum skelli sam- an. Tildrög margra slysa á leið- inni héðan frá Hveragerði til Reykjavíkur hafa einmitt verið með þeim hætti. Sennilega þekkja allir sem búa hér fyrir austan einhverja sem hafa látist í mörgum hörmulegum slysum á þessari leið,“ segir Guðrún Haf- steinsdóttir. STÖÐUG VEÐRABRIGÐI Á FALLEGRI LEIÐ Þjóðleið Umferðin úr austri og bílar á leið í bæinn. Uppi á háheiðinni þar sem nú hefur verið útbúinn 2+1 vegur sem mikil bót þykir vera af. Guðrún Hafsteinsdóttir Draugurinn er dularfullur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.