Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 54

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 54
54 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Dagskrá: 13:15 Skráning og kaffi 13:30 Ávarp Sólveig B. Gunnarsdóttir, formaður stjórnar FA 13:40 Recognition of vocational competences – added value in the company - Ingegerd Green, framkvæmdastjóri og ráðgjafi 14:35 Breytt staða – eftir raunfærnimat í starfsgrein Reynslusögur námsmanna 14:50 Fyrirmyndir í námi fullorðinna Verðlaunahafar tilkynntir og afhending verðlauna 15:10 Hlé – Kaffi 15:30 Kynningar á vefjum: EPALE, Margrét Sverrisdóttir, Rannís, Framhaldsfræðslumerkið Friðrik Hjörleifsson, Fræðslusjóðir – sameiginleg gátt, Sveinn Aðalsteinsson, Næsta skref, Fjóla María Lárusdóttir 15:50 Tillögur starfshóps um framhaldsfræðslu, Guðrún Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri starfshópsins og formaður stjórnar Fræðslusjóðs 16:30 Slit Fundarstjóri Halldór Grönvold, varaformaður stjórnar FA Skráning á www.frae.is í framhaldsfræðslu Framtíð Ársfundur FA Mánudaginn 30. nóvember 2015, Grand Hótel Reykjavík FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Í þágu stríðsins gegn hryðjuverka- starfsemi hefur franska lögreglan fengið víðtæk völd til húsleita án heimilda frá dómstólum, að setja útgöngubann, takmarka mannsöfn- uð á almannafæri, takmarka ferða- frelsi, gera vopn upptæk og taka yfir stjórn fjölmiðla. Harðir andstæðingar hvers kon- ar afnáms eða skerðingar á per- sónufrelsi segja að franska stjórnin hafi í framhaldi af hryðjuverkunum í París föstudaginn 13. nóvember hafið stríð á hendur borgaralegum réttindum. Hvað svo sem kann að vera til í því þá er eitt víst; fransk- ir borgarar kæra sig kollótta um hugmyndafræði af þessu tagi og þótt gengið verði á friðhelgi einka- lífs eru þeir reiðubúnir að láta eitt- hvað af frelsinu í skiptum fyrir aukið öryggi. Ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar leikur enginn vafi á því að almenn samstaða hefur myndast um aðgerðir ríkisstjórnar Francois Hollande forseta til að efla öryggi íbúanna í framhaldi af mannskæðustu hryðjuverkaárásum í Frakklandi. Þrátt fyrir að vera annálaðir varðmenn borgaralegra réttinda og jafnræðis lýstu 84% aðspurðra sig reiðubúna til að sæta takmörkun- um og eftirliti, með öðrum orðum persónunjósnum, ef það mætti verða til að auka á öryggi í land- inu. Kemur þetta fram í könnun sem Ifop-rannsóknarstofnunin gerði fyrir blaðið Le Figaro og útvarps- stöðina RTL í liðinni viku. Á sama tíma tilkynnti forsetinn að neyðar- ástand yrði framlengt til þriggja mánaða, en síðast var gripið til neyðarlaga í Frakklandi gjörvöllu árið 1961, á tímum Alsírstríðsins. Samkvæmt neyðarlögunum eru allar sveitir og deildir lögreglu, heraflans og jafnvel slökkviliðs í æðstu viðbragðsstöðu, að sögn inn- anríkisráðherrans, Bernard Caze- neuve. Með lögunum hafa bæði hann og sýslumenn fengið heim- ildir til að grípa til útgöngubanns telji þeir röð og reglu í samfélag- inu í hættu. Hefur slíku ákvæði þegar verið beitt á afmörkuðu svæði. Ennfremur er hægt að lýsa yfir sérstökum öryggissvæðum kringum opinberar byggingar og einkafyrirtæki sem talin gætu ver- ið skotmörk vígamanna. Stíft eftirlit lögreglu Þótt þorri almennings verði ekki mjög var við ráðstafanir á grund- velli neyðarástandslaganna ríkir hálfgert hernaðarástand. Í París og útborgum hefur samsöfnuður fólks á almannafæri verið bannað- ur. Bann hefur og verið lagt við hvers konar mótmælaaðgerðum í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst um næstu mánaðamót. Lögin heimila lögreglu að leysa upp fundi á op- inberum stöðum, þar á meðal í samkomuhúsum. Sömuleiðis getur lögreglan leyst upp hópa eða félög sem hún telur eiga aðild að, auð- velda eða hvetja til aðgerða er ógna röð og reglu. Liðsmenn slíkra hópa getur hún sett í stofufangelsi. Gripið hefur verið til stífs eftir- lits með landamærum og þó sér- staklega á 61 aðkomuleið inn í landið. Á öðrum landamærastöðv- um standa herlögreglumenn og liðsmenn sérstakra öryggissveita borgaralegu lögreglunnar (CSR) vörð. Sömuleiðis hefur verið aukið eftirlit með þeim sem fara um flug- velli, ferjuhafnir og járnbrautar- stöðvar. Til viðbótar þessu hefur Hol- lande forseti farið fram á það við þingið, að það samþykki breytingar á frönsku stjórnarskránni til að efla og styrkja úrræði og völd lög- reglunnar við aðstæður eins og þær sem Frakkar búa við núna. Samkvæmt neyðarlögunum hafa yfirvöld þó heimild til húsleita hve- nær sem er sólarhringsins og án sérstaks dómsúrskurðar eða hand- tökutilskipunar. Þessu hefur verið beitt mjög síðustu daga gagnvart einstaklingum sem „alvarlegar ástæður“ er til að ætla að „hafi ógnað röð og reglu“. Ráðist hefur verið inn á mörg hundruð heimila og á bænahús múslima um nótt sem nýtan dag í þágu baráttunnar gegn hryðjuverkum. Á annað þús- und manns hefur verið hneppt í varðhald eða stofufangelsi til skemmri eða lengri tíma í rann- sóknarskyni. Til að tryggja að við- komandi haldi sig þar sem þeim er ætlað að vera getur lögreglan sett þá í ökklabönd er senda frá sér upplýsingar um staðsetningu þeirra. Frakkland lögregluríki? Sömuleiðis heimila lögin yfir- völdum að festa fólk inni á heim- ilum sínum með útgöngubanni og á grundvelli þeirra er hægt að tak- marka ferðalög fólks, hvort sem er á farartækjum eða gangandi. Við litlar vinsældir fjölmiðla heimila lögin og yfirvöldum ritskoðun. Strax að kvöldi 13. nóvember kom lögregla í veg fyrir að blaðamenn tækju viðtöl við fólk sem slapp lif- andi frá hildarleiknum. Næstu daga fór innanríkisráðuneytið þess á leit við samfélagsmiðla eins og Twitter að birta ekki eða takmarka birtingu mynda og myndskeiða frá hryðjuverkunum og þurrka út um- mæli og pósta sem telja mætti í þágu Ríkis íslam. Ný lög frá í síðustu viku færa lögreglunni enn víðtækari og gal- opnar heimildir til að loka vefsíð- um sem taldar eru hvetja til hryðjuverkastarfsemi. Þess má svo geta að í framhaldi af hryðjuverk- um í París í janúar sl., var lögum um upplýsingaöflun breytt á þann veg að auðvelda lögreglu njósnir um einstaklinga og samtök. Frakkar eru langflestir tilbúnir að sætta sig við svo harðneskju- legar aðgerðir, aukið eftirlit og vissa takmörkun borgararéttinda, samkvæmt fyrrnefndri skoðana- könnun. Helmingur þeirra 84% sem á því voru sögðust mjög sam- þykkir því og hinn helmingurinn sagðist tiltölulega reiðubúinn að taka slíku. Aðeins 16% sögðust ekki vilja sjá skerðingu á lýðrétt- indum sínum. Meirihluti Frakka virðist sætta sig við skert frelsi fyrir aukið öryggi  Almenn samstaða um aðgerðir  84% aðspurðra reiðubúnir að sæta takmörkunum og eftirliti AFP Samstaða Fólk safnast saman fyrir utan veitingastaðinn Le carillon, þar sem hryðjuverkamenn létu til skarar skríða, til að minnast fórnarlambanna. Rúm- lega fjórir af hverjum fimm Frökkum vilja herða eftirlit eftir hryðjuverkin 13. nóvember þótt gengið verði á friðhelgi einkalífs. AFP Boðar aðgerðir Francois Hollande, forseti Frakklands, gengur inn í Versali til sérstaks fundar franska þingsins um aðgerðir gegn hryðjuverkum. SJÁ SÍÐU 56 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.