Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 54
54 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
Dagskrá:
13:15 Skráning og kaffi
13:30 Ávarp
Sólveig B. Gunnarsdóttir, formaður stjórnar FA
13:40 Recognition of vocational competences
– added value in the company -
Ingegerd Green, framkvæmdastjóri og ráðgjafi
14:35 Breytt staða – eftir raunfærnimat í starfsgrein
Reynslusögur námsmanna
14:50 Fyrirmyndir í námi fullorðinna
Verðlaunahafar tilkynntir og afhending verðlauna
15:10 Hlé – Kaffi
15:30 Kynningar á vefjum: EPALE, Margrét Sverrisdóttir, Rannís,
Framhaldsfræðslumerkið Friðrik Hjörleifsson,
Fræðslusjóðir – sameiginleg gátt, Sveinn Aðalsteinsson,
Næsta skref, Fjóla María Lárusdóttir
15:50 Tillögur starfshóps um framhaldsfræðslu,
Guðrún Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri starfshópsins
og formaður stjórnar Fræðslusjóðs
16:30 Slit
Fundarstjóri Halldór Grönvold, varaformaður stjórnar FA
Skráning á www.frae.is
í framhaldsfræðslu
Framtíð
Ársfundur FA
Mánudaginn 30. nóvember 2015, Grand Hótel Reykjavík
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Í þágu stríðsins gegn hryðjuverka-
starfsemi hefur franska lögreglan
fengið víðtæk völd til húsleita án
heimilda frá dómstólum, að setja
útgöngubann, takmarka mannsöfn-
uð á almannafæri, takmarka ferða-
frelsi, gera vopn upptæk og taka
yfir stjórn fjölmiðla.
Harðir andstæðingar hvers kon-
ar afnáms eða skerðingar á per-
sónufrelsi segja að franska stjórnin
hafi í framhaldi af hryðjuverkunum
í París föstudaginn 13. nóvember
hafið stríð á hendur borgaralegum
réttindum. Hvað svo sem kann að
vera til í því þá er eitt víst; fransk-
ir borgarar kæra sig kollótta um
hugmyndafræði af þessu tagi og
þótt gengið verði á friðhelgi einka-
lífs eru þeir reiðubúnir að láta eitt-
hvað af frelsinu í skiptum fyrir
aukið öryggi.
Ef marka má niðurstöður skoð-
anakönnunar leikur enginn vafi á
því að almenn samstaða hefur
myndast um aðgerðir ríkisstjórnar
Francois Hollande forseta til að
efla öryggi íbúanna í framhaldi af
mannskæðustu hryðjuverkaárásum
í Frakklandi.
Þrátt fyrir að vera annálaðir
varðmenn borgaralegra réttinda og
jafnræðis lýstu 84% aðspurðra sig
reiðubúna til að sæta takmörkun-
um og eftirliti, með öðrum orðum
persónunjósnum, ef það mætti
verða til að auka á öryggi í land-
inu.
Kemur þetta fram í könnun sem
Ifop-rannsóknarstofnunin gerði
fyrir blaðið Le Figaro og útvarps-
stöðina RTL í liðinni viku. Á sama
tíma tilkynnti forsetinn að neyðar-
ástand yrði framlengt til þriggja
mánaða, en síðast var gripið til
neyðarlaga í Frakklandi gjörvöllu
árið 1961, á tímum Alsírstríðsins.
Samkvæmt neyðarlögunum eru
allar sveitir og deildir lögreglu,
heraflans og jafnvel slökkviliðs í
æðstu viðbragðsstöðu, að sögn inn-
anríkisráðherrans, Bernard Caze-
neuve. Með lögunum hafa bæði
hann og sýslumenn fengið heim-
ildir til að grípa til útgöngubanns
telji þeir röð og reglu í samfélag-
inu í hættu. Hefur slíku ákvæði
þegar verið beitt á afmörkuðu
svæði. Ennfremur er hægt að lýsa
yfir sérstökum öryggissvæðum
kringum opinberar byggingar og
einkafyrirtæki sem talin gætu ver-
ið skotmörk vígamanna.
Stíft eftirlit lögreglu
Þótt þorri almennings verði ekki
mjög var við ráðstafanir á grund-
velli neyðarástandslaganna ríkir
hálfgert hernaðarástand. Í París
og útborgum hefur samsöfnuður
fólks á almannafæri verið bannað-
ur. Bann hefur og verið lagt við
hvers konar mótmælaaðgerðum í
tengslum við loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna sem hefst um
næstu mánaðamót. Lögin heimila
lögreglu að leysa upp fundi á op-
inberum stöðum, þar á meðal í
samkomuhúsum. Sömuleiðis getur
lögreglan leyst upp hópa eða félög
sem hún telur eiga aðild að, auð-
velda eða hvetja til aðgerða er
ógna röð og reglu. Liðsmenn slíkra
hópa getur hún sett í stofufangelsi.
Gripið hefur verið til stífs eftir-
lits með landamærum og þó sér-
staklega á 61 aðkomuleið inn í
landið. Á öðrum landamærastöðv-
um standa herlögreglumenn og
liðsmenn sérstakra öryggissveita
borgaralegu lögreglunnar (CSR)
vörð. Sömuleiðis hefur verið aukið
eftirlit með þeim sem fara um flug-
velli, ferjuhafnir og járnbrautar-
stöðvar.
Til viðbótar þessu hefur Hol-
lande forseti farið fram á það við
þingið, að það samþykki breytingar
á frönsku stjórnarskránni til að
efla og styrkja úrræði og völd lög-
reglunnar við aðstæður eins og
þær sem Frakkar búa við núna.
Samkvæmt neyðarlögunum hafa
yfirvöld þó heimild til húsleita hve-
nær sem er sólarhringsins og án
sérstaks dómsúrskurðar eða hand-
tökutilskipunar. Þessu hefur verið
beitt mjög síðustu daga gagnvart
einstaklingum sem „alvarlegar
ástæður“ er til að ætla að „hafi
ógnað röð og reglu“. Ráðist hefur
verið inn á mörg hundruð heimila
og á bænahús múslima um nótt
sem nýtan dag í þágu baráttunnar
gegn hryðjuverkum. Á annað þús-
und manns hefur verið hneppt í
varðhald eða stofufangelsi til
skemmri eða lengri tíma í rann-
sóknarskyni. Til að tryggja að við-
komandi haldi sig þar sem þeim er
ætlað að vera getur lögreglan sett
þá í ökklabönd er senda frá sér
upplýsingar um staðsetningu
þeirra.
Frakkland lögregluríki?
Sömuleiðis heimila lögin yfir-
völdum að festa fólk inni á heim-
ilum sínum með útgöngubanni og á
grundvelli þeirra er hægt að tak-
marka ferðalög fólks, hvort sem er
á farartækjum eða gangandi. Við
litlar vinsældir fjölmiðla heimila
lögin og yfirvöldum ritskoðun.
Strax að kvöldi 13. nóvember kom
lögregla í veg fyrir að blaðamenn
tækju viðtöl við fólk sem slapp lif-
andi frá hildarleiknum. Næstu
daga fór innanríkisráðuneytið þess
á leit við samfélagsmiðla eins og
Twitter að birta ekki eða takmarka
birtingu mynda og myndskeiða frá
hryðjuverkunum og þurrka út um-
mæli og pósta sem telja mætti í
þágu Ríkis íslam.
Ný lög frá í síðustu viku færa
lögreglunni enn víðtækari og gal-
opnar heimildir til að loka vefsíð-
um sem taldar eru hvetja til
hryðjuverkastarfsemi. Þess má svo
geta að í framhaldi af hryðjuverk-
um í París í janúar sl., var lögum
um upplýsingaöflun breytt á þann
veg að auðvelda lögreglu njósnir
um einstaklinga og samtök.
Frakkar eru langflestir tilbúnir
að sætta sig við svo harðneskju-
legar aðgerðir, aukið eftirlit og
vissa takmörkun borgararéttinda,
samkvæmt fyrrnefndri skoðana-
könnun. Helmingur þeirra 84%
sem á því voru sögðust mjög sam-
þykkir því og hinn helmingurinn
sagðist tiltölulega reiðubúinn að
taka slíku. Aðeins 16% sögðust
ekki vilja sjá skerðingu á lýðrétt-
indum sínum.
Meirihluti Frakka virðist sætta sig
við skert frelsi fyrir aukið öryggi
Almenn samstaða um aðgerðir 84% aðspurðra reiðubúnir að sæta takmörkunum og eftirliti
AFP
Samstaða Fólk safnast saman fyrir utan veitingastaðinn Le carillon, þar sem hryðjuverkamenn létu til skarar skríða, til að minnast fórnarlambanna. Rúm-
lega fjórir af hverjum fimm Frökkum vilja herða eftirlit eftir hryðjuverkin 13. nóvember þótt gengið verði á friðhelgi einkalífs.
AFP
Boðar aðgerðir Francois Hollande, forseti Frakklands, gengur inn í Versali
til sérstaks fundar franska þingsins um aðgerðir gegn hryðjuverkum.
SJÁ SÍÐU 56 56