Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 62

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ríkisútvarpiðhefur áundan- förnum árum rutt sér til rúms á net- inu eins og ekkert sé sjálfsagðara. Stofnun var sett á fót til útvarpsútsendinga og hafði til þeirra einkaleyfi. Þegar fram í sótti bættist sjónvarpið við. Síðan hefur bæst við fréttaþjónusta á net- inu í beinni samkeppni við aðra fjölmiðla án þess að það hafi verið rætt sérstaklega. Ríkisútvarpið er ekki eini ríkisfjölmiðillinn sem farið hefur þessa leið. Breska ríkis- útvarpið, BBC, rekur öflugan fréttavef og það á einnig við um ríkisfjölmiðla annars stað- ar á Norðurlöndum, svo eitt- hvað sé nefnt. John Witherow, sem um árabil var ritstjóri breska blaðsins Sunday Times og hef- ur ritstýrt The Times síðan 2013, gagnrýndi umsvif BBC á vefnum í viðtali við vefinn PressGazette í vikunni fyrir að vera í beinni samkeppni við bresk dagblöð. Hann segir að BBC hafi verið stofnað til út- sendinga en ekki verið ætlað að vera útgefandi. „En það er orðið það í raun, án þess að nokkur hafi samþykkt það,“ segir hann í viðtalinu. „Útgef- andi sem eyðir í grunninn mun meiri peningum í hið prentaða rafræna orð en við gerum, og, held ég, þið eða nokkur ann- ar.“ Witherow segir að þessi starfsemi grafi undan blöðum, hvort sem þau séu svæðis- bundin eða dreift um allt land. „Ef þú færð gott efni frá ríkis- reknum útgefanda er ólíklegra að þú gerist áskrifandi að blaði á borð við okkar blað,“ segir hann. „Ef við viljum fjöl- breytni í fjölmiðlun skiptir það miklu máli.“ Witherow er þeirrar hyggju að BBC eigi að setja efni sem hefur verið framleitt fyrir sjónvarp og útvarp á vefinn með kynningum en það ætti ekki að skrifa pistla og grein- ar. BBC sé orðin ríkisútgáfa sem hafi laumast inn bakdyra- megin. Einkareknir danskir fjöl- miðlar hafa gagnrýnt umsvif danska ríkisútvarpsins, DR, á netinu harðlega. Í skýrslu hagsmunasamtaka danskra einkafjölmiðla, sem heita Danskir fjölmiðlar, frá 2013 segir að vöxtur umsvifa DR á netinu sé óviðunandi. „Öfugt við hefðbundnar útsendingar sjónvarps og útvarps er dreif- ing á netinu ekki bundin af tíðni, heldur öllum aðgengileg, byrjunarkostnaður er lítill og fjölbreytnin á net- inu gríðarleg,“ segir í skýrslunni. „Því er ekki þörf á sjálfstæðri fram- leiðslu fjölmiðla ríkisins á netinu og tilvera þeirra þar verður aðeins réttlætt að svo miklu leyti sem hún teng- ist eðlilegri starfsemi þeirra í útvarpi og sjónvarpi.“ Nokkur samhljómur er með þessari gagnrýni danska fjöl- miðlasambandsins og breska ritstjórans á umsvif ríkisfjöl- miðla á netinu. Ríkisútvarpið hefur farið sömu leið og ríkisfjölmiðlar víða um heim. Þeirri ákvörðun má líkja við það að Ríkis- útvarpið hefði ákveðið að gefa út dagblað áður en netið kom til sögunnar. Umboð ríkisfjöl- miðilsins til umsvifa á vefnum er ákaflega óljóst. Í „lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ frá 2013 var laumað inn eftirfarandi setn- ingu í kaflann um hlutverk og skyldur: „Ríkisútvarpið skal framleiða og miðla vönduðu og fjölbreyttu efni með mismun- andi tæknilegum aðferðum til allra landsmanna óháð bú- setu.“ Þarna eru dyrnar opn- aðar fyrir fjölmiðlun á netinu án þess að það sé sagt sér- staklega. Þetta óljósa orðalag mætti einnig nota til að rétt- læta blaðaútgáfu. Í raun fær Ríkisútvarpið þarna frjálsar hendur til að gera það sem því sýnist. Ekki er nánar fjallað um þessar „mismunandi tækni- legu aðferðir“ í lögunum. Annars staðar í þeim segir að Ríkisútvarpið skuli „dreifa efni til alls landsins og næstu miða með a.m.k. tveimur hljóðvarpsdagskrám og einni sjónvarpsdagskrá árið um kring. Enn fremur að birta valda hluta efnis síns, breytta eða óbreytta, ásamt öðru efni í breyttu eða óbreyttu formi með öðrum miðlunarleiðum, þ.m.t. að gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið að- gang að efninu og/eða þjónust- unni á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.“ Af þessu er ekki annað að skilja en að nota megi til dæm- is netið til þess að miðla því efni sem Ríkisútvarpið sendir út eða framleiðir fyrir útvarp og sjónvarp. Eðlilegt er að Ríkisútvarpið geri efni úr út- varpi og sjónvarpi aðgengilegt á netinu. Útgáfustarfsemin umfram það er hins vegar allt annað en sjálfsögð. Með henni er grafið undan fjölmiðlum í einkarekstri með peningum úr vasa almennings. Með orðalaginu „mismunandi tækni- legar aðferðir“ voru allar gáttir opnaðar fyrir Ríkisútvarpið} Fréttaútgáfa ríkisins K onur eru einungis 20% viðmæl- enda íslenskra fjölmiðla sam- kvæmt niðurstöðum úr nýrri al- þjóðlegri rannsókn sem kynnt var í vikunni og unnin er af Global Media Monitoring Project. Niðurstöð- urnar segja einnig að einungis tæpur þriðj- ungur frétta í íslenskum fjölmiðlum sé skrif- aður eða fluttur af konum. Í fjölmiðlum heimsins er kona einn af hverj- um fjórum viðmælendum. Staðan hér á landi er því nokkuð verri en gerist almennt í heiminum, þar sem íslensku konurnar eru einn af hverjum fimm viðmælendum. Við erum líka verr sett þegar horft er á starfsmenn fjölmiðlanna, þar sem hlutfall kvenna er lægra hjá okkur en ger- ist annars staðar. Það er sjálfsagt erfitt að finna einfalt svar við því hverju er um að kenna. Ég trúi því ekki að fjölmiðla- fólki finnist það sem konur hafa að segja ómerkilegra en það sem karlar hafa að segja. Umfjöllunarefni fjölmiðla endurspegla oft á tíðum áhugasvið og tengslanet þeirra sem þar starfa og þar sem mun fleiri karlar en konur starfa á fjölmiðlunum gæti verið að sjóndeildarhringurinn nái hreinlega ekki til þess sem konur eru að fást við. Ég held að það sé langsótt skýring ef einhver vill halda því fram að konum sé meðvitað haldið utan við umfjöllun fjölmiðlanna. Byggt á áralangri reynslu minni af fjölmiðlastörfum eru mín ráð til kvenna sem vilja koma sjónarmiðum sínum á framfæri að taka upp símann og hringja í fjölmiðlana. Það er einfalt. Ef konur hafa eitthvað að segja þá nær það í gegn. Það þýðir ekki að kvarta und- an því að konur komist ekki að í fjölmiðlunum. Þær þurfa að sjá um það sjálfar að koma sér á framfæri. Það gengur lítið að bíða við símann og vonast til þess að einhver muni eftir þeim. Þó gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að það er líklegra að fjölmiðlakonur muni frek- ar eftir þeim því einungis 8% fjölmiðlakarla töluðu við konur. Í hasarnum sem er á öllum fjölmiðlum þar sem keppt er við klukkuna er hætta á að lítill tími gefist til að upphugsa hvaða konur geti verið viðmælendur í tilteknum fréttum. En stundum er ekki nægilegt að muna eftir kon- um þegar reynslan hefur sýnt að einhverjar veigra sér við að láta hafa eftir sér eða svara í svo stuttu máli að engin leið er að nota ein- göngu þeirra svör. Þá er jafnvel gripið til þess ráðs að hringja í karlinn sem er næstur á listanum. Hann hikar ekki og lætur móðan mása. Þar með hefur bæst enn einn karlinn í hóp viðmælenda. Fjölmiðlum er ætlað að endurspegla samfélagið en það blasir við að heilmikið vantar upp á þá mynd. Ættu þessar niðurstöður ekki að hrista upp í eigendum fjölmiðla hér á landi? Konur eru jú helmingur íslensku þjóðarinnar og helmingur alls mannkyns. Þær ættu því að eiga að minnsta kosti helminginn af sviðsljósi fjölmiðlanna … og ættu þær ekki líka að vera helmingurinn af stjórnendum fjölmiðlanna? margret@mbl.is Margrét Kr. Sigurðardóttir Pistill Of fáar konur í fjölmiðlunum? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Farsóttarskýrslur sótt-varnalæknis fyrir árin2011 til 2014 geyma heil-miklar upplýsingar, meðal annars um sögu hinna ýmsu sjúk- dóma og áhrif bólusetninga hér á landi. Þar má t.d. nefna barnaveiki sem var alvarlegt heilsufarsvanda- mál hér þar til bólusetning gegn henni hófst 1934. Barnaveiki var endanlega bægt frá landinu um miðja 20. öld. Hettusótt fjaraði smám saman út eftir að almenn bólusetning með þrígildu bóluefni gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt hófst. Hún var nánast horfin í lok 20. aldar. Hópsýking af völdum hettusóttar braust út í lok maí 2005 og náði há- marki í desember sama ár. Á því ári greindust 85 með hettusótt, flestir 20-24 ára. Sóttvarnalæknir hvatti alla fædda 1981-1985 til að láta bólu- setja sig ef þeir höfðu ekki verið bólusettir áður. Verulega dró þá úr sjúkdómnum og á árunum 2011-2014 greindist aðeins eitt tilfelli. Bólusótt er vafalaust sá sjúk- dómur sem valdið hefur mestum mannskaða hér á landi. Bólusetning gegn henni hófst snemma á 19. öld. Kúabólusetning hefur verið eina skyldubólusetningin hér á landi í sögulegu samhengi. Verulega dró úr bólusetningum gegn bólusótt á 8. áratug 20. aldar og var skyldubólu- setningin afnumin 1978 þegar tekist hafði að útrýma sjúkdómnum á heimsvísu. Berklar ekki horfnir Berklar hafa líklega verið til staðar hér í stöku tilfellum frá því að land byggðist. Það var þó ekki fyrr en í lok 19. aldar sem læknar urðu varir við berklatilfelli í vaxandi mæli. Þá þótti ljóst að berklafar- aldur var í uppsiglingu. Hann náði hámarki í upphafi 4. áratugar 20. aldar. Síðan dró jafnt og þétt úr ný- gengi berkla og dánartíðni, einkum eftir að berklalyf komu til sögunnar. Aldrei var gripið til almennra bólu- setninga gegn berklum hér. Fylgst var með útbreiðslu berklasmits með því að berklahúðprófa 6-16 ára skólabörn. Þeim sem greindust með smit fækkaði jafnt og þétt. Um miðj- an 9. áratug síðustu aldar greindust nánast engin skólabörn með berk- lasmit. Í framhaldi af því var al- mennum berklahúðprófum í skólum hætt. Þrátt fyrir að dregið hafi úr fjölda berklatilfella undanfarna ára- tugi hefur orðið aukning í fjölda berklatilfella á meðal útlendinga sem búa hér. Berklapróf eru gerð á meðal þeirra sem hyggjast setjast hér að. Í verklagsreglum er kveðið á um að umsækjendur frá ákveðnum heimshlutum skuli gangast undir læknisrannsókn vegna sóttnæmra sjúkdóma. Gert er berklahúðpróf á meðal 35 ára og yngri en tekin rönt- genmynd af þeim sem eru eldri. Minni tíðni kynsjúkdóma Dregið hefur úr nýgengi flestra kynsjúkdóma. Þannig dró verulega úr nýgengi klamydíusýkinga árið 2014. Fjöldi klamydíusýkinga á 100.000 íbúa er mestur á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Lek- andi var algengur hér lungann úr síðustu öld. Eftir 1990 fór mikið að draga úr nýgengi hans. Sárasótt var ekki algeng hér á 20. öld, að undanskildum árum seinni heims- styrjaldarinnar. Síðastliðinn áratug greindust 1-7 árlega með sárasótt. Í flestum tilvikum mátti rekja uppruna smitsins til út- landa. Bólusetning hefur bægt sjúkdómum frá Morgunblaðið/Ómar Bólusetning Sjúkdómar á borð við barnaveiki, hettusótt og bólusótt hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir skipulögðum bólusetningum. Sóttvarnalæknir hefur gefið út skýrslur um tilkynningarskylda sjúkdóma, annars vegar á ár- unum 2011-2012 og hins vegar á árunum 2013-2014. Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarna- læknir, ritaði skýrslurnar. Þær er hægt að lesa á vef Embættis landlæknis (landlaeknir.is). Í þeim er fjallað um ýmsa smit- sjúkdóma hér á landi á þessum árum og gerður samanburður við faraldsfræði þeirra á fyrri árum. Einnig er fjallað um þann ár- angur sem hefur náðst við að halda þessum sjúk- dómum í skefjum með bólusetningum o.fl. Sömuleiðis er fjallað um sýklalyfjanotkun, bólu- setningar og sýk- ingar í tengslum við veitingu heil- brigðisþjón- ustu. Tilkynntir sjúkdómar FARSÓTTARSKÝRSLUR Haraldur Briem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.