Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 68
68 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Norski hönnuðurinn og innanhúss- arkitektinn Jahn Aamodt er maðurinn á bak við Timeout hægindastólinn. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun sína en við stöndum fast á því að Timeout hægindastóllinn sé hans 9. sinfónía. Stóllinn er nútíma- legur en um leið alveg tímalaus. T IMEOUT HÆG INDAS TÓL L INN Stóll, fullt verð: 299.900 kr. Skemill, fullt verð: 79.900 kr. 15% AFSLÁTTUR STÓLL OG SKEMILL FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is 322.980 KR. 379.800 KR. Jahn Aamodt Jóhann Unnsteins- son endurskoðandi ritar í Morgunblaðið 5. nóvember sl. grein sem hann segir hafa kviknað vegna gagn- rýni á endurskoðendaráð. Jóhann telur að gagn- rýnendur ráðsins geri sér ekki grein fyrir því hvaða lagagrein- um ráðið skal fara eftir. Gæðaeft- irlit endurskoðendaráðs er hins vegar svo munaðarlaust að Jóhann treystir sér ekki til að bera blak af því efnislega. Hann bregður gagn- rýnendum hins vegar um vits- munaskort því vér einir vitum. Til að árétta um hvað gagnrýni á endurskoðendaráð hefur snúist:  álitaefni um lögfræðilegan grund- völl gæðaeftirlitsins  mjög harkalega framgöngu ráðs- ins í garð einyrkja og misbeitingu valds  stífa refsistefnu umfram velsæmi og meðalhófsreglu  óskilvirkni þess að refsa þeim sem ekki hafa valdið tjóni en ekki tjónvöldum  setu endurskoðenda í ráðinu sem sjálfir verða að teljast hafa fallið á gæðaprófi  gæðaeftirlit falið endurskoðunarstofum fallinna fjármálafyr- irtækja  ofuráhersla á staðla- verk í minnstu ein- ingum án sýnilegs ábata fyrir samfélagið  áhrif skorts á sið- ferðisstyrk endurskoð- enda við endurskoðun fjármálafyrirtækja  samkeppnissjón- armið Ekkert af þessum atriðum virðist Jóhanni sérlega hugleikið og í raun endurspeglast vandræðagangur endurskoðendaráðs í skrifum hans þar sem afneitunin er í öndvegi. Undir það skal tekið með Jóhanni að æskilegt væri að allir endurskoð- endur noti álíka aðferðir við endur- skoðun. En skyldu þá allir endur- skoðendur rita nafn sitt undir fyrirvaralausar áritanir á gjald- þrota fyrirtæki eins og dæmin sanna? Eða skyldu allir vera óheið- arlegir ef það væri normið í stétt- inni? Eru slík samræmd vinnubrögð þá æskileg að mati endurskoðunar- ráðs? Af veruleikanum mætti skilja skrif Jóhanns svo, þó það sé ugg- laust ekki ætlan hans. En þegar ekki er skrifað af heilindum þá lenda menn í þeirri klemmu að hinn hreini tónn er ekki sleginn. Allir heimsins staðlar eru ónýtir til brúks ef siðferðisbrestur endurskoðenda meinar þeim að segja satt og rétt frá. Einn af annmörkum við núver- andi gæðaeftirlit sýnist meðal ann- ars vera að formsatriði svo sem vinnupappírar endurskoðenda virð- ist einkum vera til skoðunar. Útfyll- ing eyðublaða virðist skipta meira máli en innihald þeirra. Þannig er ekki örgrannt um að eftirlitið varði fremur form en efni. Það skýrir ugglaust að endurskoðendur geta sýnilega komist án áfalla í gegnum gæðaeftirlit þrátt fyrir að áritun þeirra á ársreikninga kunni að vera með öllu marklaus. Það er tilfinn- ingin sem uppi er í samfélaginu. Allt að einu hefur þetta svo ákaf- lega mikilvæga gæðaeftirlit litlu skilað til að endurvekja endurskoð- endur til þeirrar virðingar sem þeir áður nutu í samfélaginu. Þá fóru meðal annarra í fararbroddi ein- yrkjar sem nú sæta aðför þeirra sem lögðu þessa virðingu af. Tilvitnun Jóhanns í bráðabirgða- ákvæði II er merkileg: Það breytir hins vegar ekki því að á meðan ákvæðið er í lögum verður endur- skoðendaráð sem stjórnvald að fara eftir því. Af ákvæðinu má vera al- veg ljóst að alþjóðlegir endurskoð- unarstaðlar hafa ekki verið teknir upp í íslenskan rétt eins og segir í 1. málsl. Jóhann verður ekki betur skilinn en að hann telji ráðinu skylt að fara eftir undantekningarákvæði en ekki meginákvæði. Þessi orð ríma reyndar við framgöngu endur- skoðendaráðs sem vinnur ljóslega að þeim geðþótta sínum að alþjóða- staðlar hafi lagastoð hérlendis. Aðild að erlendum samtökum leiðir ekki sjálfkrafa til þess að víkja skuli til hliðar íslenskum lög- um eins og skilja mætti rökstuðning Jóhanns. Ekki verður betur séð en Jóhann viðurkenni að vinnulag end- urskoðendaráðs brjóti í bága við 1. málslið í bráðabirgðaákvæði II. Nálgun ráðsins við gæðaeftirlitið væri samkvæmt því lögbrot og í af- sökunartón segir Jóhann, án sann- færingar, að ráðið verði að fara að lögum. Í siðmenntuðum ríkjum þykir hæfa að beita valdi af hófsemi og með hliðsjón af meintu broti á reglum, vel að merkja ef brot er framið. Endurskoðendaráði var ekki falið valdið til að leggjast á samborgara sína, einungis að huga að gæðum endurskoðunar, svo mæla lögin fyrir um. Valdið var ekki fært í hendur ráðsins til að draga fjöður yfir fortíðina og stuðla að því að tjónvaldar komist í þá að- stöðu að framfylgja gæðaeftirliti sem þeir stóðust ekki sjálfir. Fram- ferði endurskoðendaráðs fer í sögu- bækur sem lítilmótleg framganga gegn einstaklingum sem lítið hafa til saka unnið enda hefur endur- skoðendaráð ekki svo vitað sé fund- ið fyrirvaralausa áritun einyrkja á gjaldþrota fjármálafyrirtæki. Það er ekki nóg að lesa lögin ef viskan til að framfylgja þeim er ekki fyrir hendi. En vér erum stjórnvald. Er endurskoðendaráð eini aðilinn sem ekki hefur tekið eftir gjald- þrota fjármálafyrirtækjum sem fengu fyrirvaralausa áritun endur- skoðenda stuttu fyrir gjaldþrotið? Þetta tækifæri er notað til að þakka stjórn FLE fyrir at- hugasemdir á heimasíðu FLE sem ljóslega voru ætlaðar undirrituðum. Sannleikanum hefði þar mátt gera hærra undir höfði. Enn af endurskoðendaráði Eftir Jón Þ. Hilmarsson » Aðild að erlendum samtökum leiðir ekki sjálfkrafa til þess að víkja skuli til hliðar íslenskum lögum eins og skilja mætti rökstuðn- ing Jóhanns. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. Fjarlægðin ein gagnar ekki gegn vopnuðum hryðju- verkaárásum eða tölvu- og sýklaárásum. Það er ljóst af öllum tiltækum upplýsing- um, að hryðjuverka- starfsemi verður alls ekki upprætt. Loft- árásir gegn ISIS gera vafalaust tímabundið gagn en djihadistar eru hvarvetna. Ástandið réttlætir eitthvert eftirlit með hinum friðsömu íslensku mús- limum. Og hafa þeir ekki hafnað boði um stuðning þeirrar útgáfu af ISIS, sem er islamstrú Sádi Arabíu, wahhabisma? Það er hatursfullur rétttrúnaður slíkra sem Osama bin Ladens. Öll vestræn þjóðfélög óttast árásir eins og í París og herða við- brögð gegn vá sem í einhverri mynd er varanleg en ekki tímabundin. Með innrásinni í Úkraínu virtu Rússar að vettugi alla samninga um ríkjaskipan í Evrópu, sjálfsákvörð- unarrétt og friðhelgi landamæra. Tilgangurinn, eins og með hernaðar- ógn við Eystrasaltsríkin, er að spilla öryggis- og varnarsam- vinnu NATO-ríkja og vinna að auknum völd- um og áhrifum Rúss- lands. Um er að ræða mestu ógn frá stríðs- lokum við öryggi og stöðugleika í Evrópu, einkum með tilliti til þróunarinnar á Norð- urslóðum. Áður en kom til Úkraínu-krísunnar og svo síðar samfara henni, hafa Rússar komið upp feikilegum hernaðarmætti á norðurslóðum í næsta nágrenni við Ísland. Fyrir liggur nýleg norsk greinargerð um ógnir og tillögur um að styrkja varn- ir landsins. Þar er tekið fram að fyrst og fremst skuli litið til hervæð- ingarinnar í Rússlandi sem varan- legrar ógnar. Komin er tímamótastaða hvað Ís- land varðar, sem kallar í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins frekar á frumkvæði okkar sjálfra en áður var. Ólíkt því sem var við stofnun NATO eða upphaf varnarsamvinnu við Bandaríkin í kalda stríðinu, hafa norðurslóðir ekki forgang í varnar- málum. Í Bandaríkjunum blæs á móti fyrra hlutverki þeirra um af- skipti á heimsvísu vegna ófaranna í Austurlöndum nær. Engu að síður hefur mikilvægi geostrategískrar stöðu Íslands aukist vegna bráðn- unar norðurskautsíshellunnar miklu; mikilvægi legu landsins snýst nú jafnt um siglingar (ofansjávar eða neðan) um norðurpólinn og um Norður-Atlantshafið. Viðbrögð NATO eru tilefni vonbrigða og segja má að það séu helst Kínverjar sem vilja nýta sér þessa stöðu Íslands. Fjárfestingar þessa bandamanns Rússa, sérstaklega í stórhöfn á Norðausturlandi, eru langtíma ógn. Varnarlaust Ísland sker sig þann- ig úr, að hér er að auki engin sérstök stefnumörkun í varnar- og öryggis- málum og þar afleiðandi heldur ekki nauðsynleg upplýsingagjöf af hálfu hins opinbera við landsmenn. Í gegnum þykkt og þunnt skuli því treyst að ef í harðbakkann slær nægi Íslandi skuldbindingar í varn- arsamningnum við Bandaríkin, tak- mörkuð loftrýmisgæsla á vegum NATO eða sú skylda skv. 5. gr. Atl- antshafssáttmálans að taka árás á einn sem árás á alla. Það er reyndar svo, væri um að ræða hernaðarlega innrás á íslenskt landsvæði. Við fáum hinsvegar ekki rönd við reist við skyndilegum hryðjaverkaá- rásum, eins og t.d. á tölvukerfi sem hægt er að gera án þess að ómaka sig til landsins. Hefja þarf því átak til varnar gegn tölvuárásum. Frakk- landsforseti hefur nefnt þá hræði- legu hættu sem er sýklahernaður. Spyrja má hvort mest hætta sé ekki af aðgerða- og áhugaleysi stjórn- valda í öryggis- og varnarmálum, sem endurspegli væntanlega að um- ræða eða aðgerðir kosti hylli kjós- enda í næstu kosningum? Þjóðaröryggi kallar á aukið varn- arsamstarf við Bandaríkin og NATO-ríki, einkum við Noreg. Efla þarf starfsemi Ríkislögreglustjóra með auknum mannafla og vopna- búnaði. Þarf lagaheimildir til að geta fylgst með því grunsamlega? Er allt gert sem þarf í samstarfi við Euro- pol, leyniþjónustur lögreglu hjá vinaríkjum, þ.m.t. þjálfun? Land- helgisgæslan gegnir lykilhlutverki í tengslum við NATO og bandalags- þjóðir, einkum varðandi eftirlits- flugið. Þarf ekki að efla gæsluna ef af verður aukið eftirlitsflug með bættum flugvélakosti? Schengen-samstarfið, sem verið er að efla, er til ómissandi gagns, bæði vegna innansvæðis- og ytra landamæraeftirlits. Það vekur því furðu að forseti landsins brýtur upp á umræðu hvort farið skuli úr því samstarfi vegna meints getuleysis Íslendinga að gæta ytri landamæra ESB. Sú landamæravarsla byggist á miklu samstarfi landamæraeftirlits og löggæslu ríkjanna, m.a. með sam- eiginlegum gagnagrunni. Eins og fyrr munu Íslendingar þar gegna sinni skyldu, ómissandi fyrir okkur sem aðra. Við, eldri kynslóðin úr ut- anríkisþjónustunni, munum þá tíð að íslensk stjórnvöld og sendiráðin höfðu engan slíkan styrk af sam- starfi. Miðað við þann gífurlega fjölda sem nú fer um garð, ber að þakka að við erum í Schengen. Að lokum þetta: Hafi nokkurn tíma verið þörf á hinu fyrra frum- kvæði Sjálfstæðisflokksins við fram- sóknar- og samfylkingarfólk í ör- yggis- og varnarmálum, þá er það nú. Þjóðaröryggið Eftir Einar Benediktsson Einar Benediktsson »Miðað við þann gíf- urlega fjölda sem nú fer um garð ber að þakka að við erum í Schengen. Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.