Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 26.11.2015, Blaðsíða 71
UMRÆÐAN 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Oddafélagið, samtök áhugamanna um end- urreisn fræðaseturs á Odda á Rangárvöllum, var stofnað fullveldis- daginn 1. desember 1990. Það verður því 25 ára 1. desember 2015. Fyrsta desember 2015 verða liðin 25 ár frá stofnun Odda- félagsins, samtaka áhugamanna um endurreisn fræðaseturs á Odda á Rangárvöllum. Það var stofnað í Odda fullveldisdaginn 1. desember 1990. Mikið vatn er til sjávar runn- ið, margir fundir hafa verið haldnir og málþing, og ýmsu fleiru til leiðar komið. Meginverkefni Oddafélagsins er að minna þjóðina á Odda á Rang- árvöllum, merka sögu staðarins og möguleika þar og umhverfis hann til eflingar menningu og menntun í Rangárþingi. Félagar í Oddafélag- inu hafa líka talið það þjóðþrifamál að efla Odda. Það væri málefni sem stjórnvöld og þjóðin öll ætti að að- hyllast og styðja með ráðum og dáð til að draumur um glæsta framtíð sem fortíð staðarins gæti ræst. Fortíð og framtíð Oddi á Rangárvöllum er sögu- frægur staður. Þar bjuggu Odda- verjar, ein merkasta ætt þjóðveld- isaldar. Þeirra á meðal voru Sæmundur fróði Sigfússon (1056- 1133), lærðasti maður á landinu um sína daga, og sonarsonur hans, Jón Loftsson (1124-1197), voldugasti höfðingi á Íslandi. Hjá Jóni ólst upp Snorri Sturluson (1178-1241), sagnaritari og lögsögumaður, sem telja má frægasta Íslending fyrr og síðar. Allar aldir síðan var Oddi eft- irsóttur staður og bjuggu þar ýmsir nafntogaðir prestar, en kunnastur þeirra er þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson (1835-1920). En Oddi á Rangárvöllum hefur fleira til síns ágætis. Hann er á miðju Suðurlandi og víðsýni af Gamma- brekku í Odda mikið. Blasir þar fjallahringur undirlendisins fag- urlega við í heiðskíru veðri. Oddi er því vel í sveit settur fyrir mið- stöð fræða og fræðslu í framtíðinni til gagns og ánægju heimamönnum og gestum og gang- andi. Oddafélagið vinnur að því að vekja áhuga á Odda í fortíð og framtíð. Um 100 manns eru í félaginu og eiga Odda- félagar heima víðs vegar á landinu, einstaka erlendis, en flestir eru í Rangárþingi og á höfuðborgar- svæðinu. Árlegt málþing, Odda- stefna, er haldið með fyrirlestrum um sögu og náttúru, flest um Rang- árþing en annars um allt milli him- ins og jarðar. Flest erindanna hafa birst í Goðasteini, héraðsriti Rang- æinga. Unnin verk og framtíðarsýn Oddafélagið hefur stuðlað að framgangi ýmissa framkvæmda, svo sem útsýnisskífu á Gammabrekku í Odda í samvinnu við Oddasókn og í samvinnu við Háskóla Íslands upp- setningu á afsteypu af styttu Ás- mundar Sveinssonar myndhöggvara af Sæmundi á selnum. Afsteypan prýðir hólinn fyrir ofan Oddakirkju. Hugmyndir um framtíðarumhverfi Odda hafa verið ræddar á fundum í félaginu. Ein hugmyndanna nefnist „Sæmundarvellir“. Í greininni „Sæmundarvellir um- hverfis Odda á Rangárvöllum“, sem birtist í Morgunblaðinu 30. ágúst 2010, bls. 17, er lýst í örstuttu máli tillögu að fræðasetri á sléttlendinu umhverfis Oddastað. Kynning á henni hefur staðið yfir og fengið góðar undirtektir. Atvinnu- og menningarmálanefnd Rangárþings ytra ályktaði á fundi 22. júní 2011 um erindi Oddafélags- ins varðandi Sæmundarvelli: „Í erindinu (Oddafélagsins) kem- ur fram að sveitarstjórn er hvött til að leggja áherslu á verndun svæðis umhverfis Odda á Rangárvöllum með það í huga að byggja upp fram- tíðarumhverfi fyrir fræðasetur, Sæ- mundarvelli sbr. áður sent erindi frá félaginu. Með erindinu er ekki átt við að krafist verði breytinga á því sem þarna er nú fyrir hendi, en allir sem nærri koma yrðu hvattir til að taka þátt í því að hefja hinn sögufræga stað aftur til vegs og virðingar. Sveitarstjórn óskar eftir því við skipulags- og byggingarfulltrúa að hann skili inn greinargerð til sveit- arstjórnar vegna þeirra hugmynda sem fram koma í erindinu, að höfðu samráði við landeigendur og hags- munaaðila, svo hægt sé að taka af- stöðu til þess. Nefndinni líst vel á verkefnið og styður það heilshugar.“ Stefnt að þáttaskilum Oddafélagið hefur alla tíð notið stuðnings margra, sveitarstjórnar Rangárþings ytra, héraðsnefndar, Oddasóknar og sóknarprestanna í Odda. Þá hafa Landgræðsla ríkisins og Byggðasafnið í Skógum tekið rausnarlega á móti fundargestum þegar Oddastefna hefur verið haldin þar á bæjum. Síðast en ekki síst skal nefna fórnfýsi stjórnarmanna og tryggð þeirra og félagsmanna allra og trú á málstaðinn. Stjórn félagsins hafa lengi skipað Þór Jakobsson formaður, Drífa Hjartardóttir varaformaður, sr. Guðbjörg Arnardóttir ritari, Íris Björk Sigurðardóttir gjaldkeri, Sig- rún Ólafsdóttir, Helgi Þorláksson og Birgir Jónsson. Á tímamótum í sögu félagsins verður sú endurnýj- un á aðalfundi 17. febrúar nk. að Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, tekur sæti Þórs og sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, nýr sóknarprestur í Odda, tekur við af sr. Guðbjörgu. Þór mun sinna að mestu Oddastefnum áfram og skrifa sögu félagsins. Aldarfjórðungur margra orða fremur en verka er að baki. Á næsta skeiði verður þessu öfugt farið. Ný stjórn og ný vakning mun koma því til leiðar. Oddi á Rangárvöllum – Vagga íslenskrar menningar Eftir Þór Jakobsson » Aldarfjórðungur er liðinn síðan Odda- félagið, samtök áhuga- manna um endurreisn fræðaseturs á Odda á Rangárvöllum, var stofnað. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins. Mynd/Þór Jakobsson Oddastaður Sæmundur á selnum, Oddakirkja, Eyjafjallajökull 21.4. 2010. „Trúir þú, Agrippa konungur, spámönn- unum? Ég veit að þú trúir.“ Post. 26, 27. Ég sem þetta rita trúi spámönnum þeim sem Guð sendi Ísraels- mönnum og Heilög ritning fjallar um. Margir þeir spá- dómar sem spámenn- irnir fluttu, hafa uppfyllst á okkar dögum og einnig fyrr á öldum. Því verður ekki mótmælt að stofnun Ísr- aelsríkis er einn af fjölmörgum spá- dómum sem uppfyllst hafa. Einnig sú barátta sem Ísrael hefur mátt þola af nágrönnum sínum. Reyndar eru það ekki ný tíðindi. Við sjáum það t.d. í 2. Davíðssálmi en þar segir m.a.: „1 Hví gera þjóðirnar samsæri, hví hyggja þær á fánýt ráð? 2 Konungar jarðar rísa upp, höfðingjar ráða ráðum sínum gegn Drottni og hans smurða: 3 „Vér skulum slíta fjötra þeirra og varpa af oss viðjum þeirra.“ Er það ekki þetta sem er að ger- ast að þjóðirnar „hyggja á fánýt ráð,“ vilja þær ekki „slíta fjötra þeirra og varpa af sér viðjum þeirra.“ Við sjáum á þessu að það er ekki nýtt að þær þjóðir sem eru í kringum Ísrael gera samsæri og hyggja á fánýt ráð til þess að slíta þá fjötra og varpa viðjum sem þeim finnst að Ísrael beiti þær. En þrátt fyr- ir margítrekaðar til- raunir hafa ráð þeirra verið fánýt. Einn er sá spádómur sem Esekíel spámaður setti fram og er í 38.-39. kap. bókar hans. Það er spádómar gegn Góg. Það er ekki gott að segja hver þessi Góg er, en hitt er að það ástand sem er í Mið-Austurlöndum og þá sérstaklega í Sýrlandi er óþægilega líkt því sem verður í því stríði sem Esekíel talar um. Ég skal viðurkenna að þegar fréttir bárust um að Rússar væru þátttakendur í þeim átökum fannst mér, að þetta stríð væri óþægilega nálægt því sem spámaðurinn ritar um. Því það er talað um her „frá hin- um fjarlægustu byggðum í norðri“. Það hefur ávallt verið litið svo á að Rússar muni verða þátttakendur í hinu svokallaða Góg-stríði. Nú berast af því fréttir að ISIS- hryðjuverkasamtökin hafi í hyggju að hefja innreið sína í Ísrael og þurrka burt gyðingasamfélagið í landinu. Hvatt er til þess að menn taki þessa hótum alvarlega því að gyðingar séu helstu óvinir múslima. „Hið eina sanna stríð er ekki hafið og það verður og að það verður litið á allt sem á undan er gengið sem barnaleik miðað við það sem koma skal.“ Segir í þessari yfirlýsingu. Síðan er lögð áhersla á að þetta séu ekki innantóm orð. „Við munum gera árásir úr öllum áttum.“ Og hvað segir Esekíel? „Kemur þú ekki frá landi þínu lengst í norðri, þú og margar þjóðir með þér.“ Ese- kíel talar um bandalag þjóða sem taka ráð sín saman, bindast her- bandalagi til að ráðast á Ísrael. Ég tel að það sé full ástæða til þess að við gefum spádómum Heil- agrar ritningar meiri gaum en við höfum e.t.v. gert hingað til. Við vilj- um gleyma því svo oft að Gamla testamentið er einnig orð Guðs og flytur einnig boðskap sem við eigum að hlýða á, ekki síður en Nýja testa- mentið. Því Nt. er uppfylling þess sem flutt var í hinu gamla. Ég hef viljað vekja athygli trúaðra sem treysta orði Guðs, að gefa því athygli sem er að gerast í heiminum nú á dögum og ritningarnar hafa sagt fyrir. Því það eigum við öll að geta. Það var eitt af því sem Jesús hvatti okkur til, að gefa gaum að táknum tímanna. Trúir þú? Eftir Ólaf Gunnar Vigfússon Ólafur Gunnar Vigfússon »Ég tel að það sé full ástæða til þess að við gefum spádómum Heilagrar ritningar meiri gaum en við höf- um e.t.v. gert hingað til. Höfundur er fyrrverandi verslunarmaður. Kunningi minn sveif á mig á dögunum á förnum vegi og var í uppnámi. Hann hafði farið á viðburð hér í Reykjavík, þar sem kynnt var útgáfa á Flateyjarbók á norsku, mikið verk og dýrt. Allt fór fram á ensku, þar á meðal ávarp norska sendiherrans. Hann kvaðst hafa spurt sendiherrann, hvað það ætti að þýða, að hún skyldi ekki tala norsku. Heldurðu, að ég hefði fengið leyfi til þess, svaraði hún, ný- komin til starfa hér. Kunninginn var leiðsögumaður nokkurra Norðmanna og hafði séð þarna tækifæri til að koma til móts við þá og fannst skömm að, þegar til kom. Mér þykir ekki líklegt, að nokk- ur hafi sótt þennan viðburð, sem ekki skildi norsku. Viðbúnaður á slíkum samkomum gæti verið að gefa kost á samhliða túlkun með tækjum, heldur en ryðja út öðrum málum en ensku. Á Melunum rís nú hús yfir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Hug- sjónin er þar að virða þjóðtungurnar. Í Há- skóla Íslands fer fram kennsla í þýðing- arfræðum. Ég heyrði erindi forstöðumannsins um daginn, þar sem kom fram, að honum var ofarlega í huga að efla íslenskt mál gegn ofurvaldi heimsmálsins. Saga leiðsögumanns- ins er ekki uppörvandi fyrir slíkt starf né hugsjón Vigdísar Finnbogadóttur. Norðurlandamál Eftir Björn S. Stefánsson Björn S. Stefánsson »Norrænir viðburðir hér eiga helst ekki að fara fram á ensku. Höfundur er í Reykjavíkur- akademíunni. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.