Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 76

Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 JÓLAMATUR Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Farðu inn á vefverslunina okkar fyrir frekari upplýsingar www.donna.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það ekki lítið ábyrgðarhlutverk að framleiða eitt vinsælasta jólakjöt landsins. Benedikt Benediktson er verksmiðjustjóri kjötvinnslu SS á Hvolsvelli og segir hann það mikið happ að fyrirtækið búi að stórum hópi fyrirtaks starfsmanna sem leggja hart að sér mánuðina og vikurnar fyrir jól og gefa hvergi afslátt af gæðum og handbragði svo að landinn fái örugglega það ljúffenga jólakjöt á diskinn sem hann er vanur. Vinna þarf mörg handtök enda taka landsmenn vel til matar síns í jólamánuðinum. Segir Benedikt að um þetta leyti sé allt að fara á fullt og fyrstu jólaskammtarnir af hangikjöti og hamborgarhrygg þegar komnir úr reykingu. „Úr- beina þarf lambakjötið sem notað er í hangikjötsframleiðsluna og salta, setja í net og reykja í tiltek- inn tíma, allt eftir hefðum sem SS hefur fylgt í langan tíma og hafa erfst á milli þeirra kynslóða kjöt- iðnaðarmanna sem hér hafa starf- að.“ Mælt og vaktað Það eina sem hefur breyst undanfarin ár er eftirlitið og mæl- ingarnar sem verða fullkomnari í takt við tækniframfarir. „Nú til dags er allt kjötið saltmælt og gaumgæft á ýmsa vegu svo að tryggt sé að við sendum frá okkur rétta vöru.“ Sumt er samt aldrei hægt að mæla með sýnum og skynjurum, eins og hvenær hangi- kjötið hefur fengið nægilegan reyk. „Þar reiðum við okkur mest á lit- inn á kjötinu. Þegar hangikjötið hefur fengið rétta áferð og fallega gullbrúna litinn þá er það tilbúið.“ Um leið og haldið er í hefð- irnar þá er þess gætt hjá SS að bjóða líka reglulega upp á spen- anndi nýjungar fyrir sælkerana. „Núna erum við að setja á markað bragðmikið SS taðreykt hangilæri. Birkireykta hangikjötið er alltaf jafn vinsælt og höfðar til breiðari hóps með ljúfu og mildu bragðinu, en með taðreykingunni viljum við mæta óskum þeirra sem vilja sterkara reykjarbragð. Hefur verið gerður góður rómur að taðreykta hangilærinu þegar við höfum boðið upp á smakk.“ Tindfjallarómantík Fyrir nokkrum árum kynnti SS til sögunnar Tindfjallahangikjet sem er saltað með sjávarsalti, tví- reykt og hangið þar til réttri áferð og bragði er náð. „Hengja má lær- ið upp í eldhúsinu á aðventunni og fá jólailminn í húsið, og stelast til að skera af bita endrum og sinn- um,“ segir Benedikt og bætir við að síðustu jól hafi SS hafið sölu á niðursneiddu Tindfjallahangikjeti í handhægum öskjum. „Þar getur fólk fengið skammt sem hentar mjög vel á borðið í lítilli jóla- veislu.“ SS hefur líka þróað tapas- skinku sem Benedikt segir ekki svo ósvipaða þeim hráskinkum sem Spánverjar eru þekktir fyrir. „Er um að ræða svínafíle sem er þurrkað og saltað, og skorið í þunnar sneiðar. Er tapas skinkan sérlega góð sem forréttur eða á ostabakkann,“ útskýrir Benedikt. „Einnig bætist núna við vöru- framboðið Gróf ítölsk lifrarkæfa með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk. Hefur tekist mjög vel til með þessa kæfu og gefa sólþurrk- uðu tómatarnir léttleika í bragðið sem mörgum á eftir að þykja alveg kjörið á jólaveisluborðið.“ Minna salt fyrir hollari jólarétti Gaman er að grennslast fyrir um það hjá Benedikt hvort mat- arvenjur landsmanna á jólum séu nokkuð að breytast. Íslendingar hafa jú orðið svo heilsumeðvitaðir á síðustu árum og margir leggja ríka áherslu á að borða sem holl- astan mat. Hefðundinn íslenskur jólamatur, ómótstæðilegur eins og hann, er kannski ekki það allra- hollasta sem hægt er að setja á diskinn. Benedikt segir ekki hægt að sjá neinar breytingar í sölutöl- um SS, og virðist fólk halda mjög fast í hefðirnar þegar kemur að jólamatnum, jafnvel þó að matar- æðið á öðrum tímum ársins breyt- ist. Þá hefur SS leitast við að minnka saltmagnið í vörunum sín- um. „Hefur sú vinna tekist vel og saltmagnið farið minnkandi und- anfarin ár án þess að koma niður á bragðeiginleikum kjötsins.“ Jólamatur í samræmi við hefðirnar  Her kjötiðnaðarmanna hjá SS útbýr jólakjötið fyrir landsmenn  Kynna til sögunnar þessi jólin SS taðreykt hangilæri með sterkara reykjarbragði. Tæknin hjálpar til við að tryggja gæðin en einnig þarf næmt auga Ljósmynd / SS – Daníel Anton Benediktsson Bragð „Hengja má lærið upp í eldhúsinu, fá jólailminn í húsið, og stelast til að skera af bita endrum og sinnum,“ segir Benedikt um Tindfjallahangikjetið. Að sjóða hangikjöt er ekki flókin eldamennska en Benedikt segir að sumum hætti samt til að gleyma að lesa eldunarleiðbein- ingarnar utan á pakkningunni og sjóða kjötið of lengi svo að bragðið verður ekki eins gott og það annars væri. „Muna verður að setja hangikjötið ofan í kalt vatn og láta suðuna koma upp ró- lega. Svo er kjötið soðið í 25-30 mínútur fyrir hvert kíló. Því næst er slökkt undir pottinum og kjötinu leyft að kólna í að minnsta kosti tvær klukkustund- ir í soðinu, og sett inn í ísskáp í kjölfarið. Verður útkoman þá safaríkt og gott hangikjöt sem er borið fram kalt.“ Byrjað með köldu vatni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.