Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 92
92
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015
BÆKUR
Glæný bók með
gamansögum
úr Kópavogi!
Hér stíga fjölmargir Kópa-
vogsbúar fram í sviðsljósið
og segja sögur af sér og
öðrum. Að sjálfsögðu fylgir
smellinn kveðskapur með!
Útgáfuteiti í Bókasafni
Kópavogs, Hamraborg 6a,
föstudaginn 23. okt.
klukkan 16–17.
Kaffi og kleinur.
Allir velkomnir! www.holabok.is
IV. kafli. Lán geta
verið lán eða ólán
Allir taka lán um ævina. Að taka lán
er stór ákvörðun því í henni felst
skuldbinding. Í kaflanum er fjallað um
helstu tegundir lána og atriði sem þarf
að hafa í huga áður en ákvörðun um
lán er tekin. Í kaflanum er m.a. farið
yfir sex lykilatriði sem gott er að hafa í
huga. Fyrir aftan er útdráttur úr kafl-
anum þar sem fjallað er sjötta atriðið
sem er að lán þarf að undirbúa vel.
6. Lán þarf að undirbúa vel
Einstaklingar verða að gefa sér
góðan tíma ef þeir þurfa eða eru að
hugsa um að taka lán. Það borgar sig
að fara vandlega yfir áætlaða greiðslu-
byrði, kostnað og hvaða áhrif lántaka
hefur á fjármálin. Lán til langs tíma
þarf að undirbúa sérstaklega þar sem
forsendur við lántöku geta breyst á
lánstímanum. Langtímalán vega yfir-
leitt þyngra í fjármálum einstaklinga
en neyslulán sem þýðir að afleiðingar
greiðslufalls eru meiri.
Lántakendur á lánum til langs tíma
þurfa að búa sig undir að for-sendur
við töku láns geti breyst á lánstíman-
um. Augljósasta dæmið er ef breyt-
ingar verða á högum lántaka vegna
breytinga á launum, atvinnumissis,
veikinda eða slysa. Einstaklingar geta
varið sig fyrir tekjumissi vegna veik-
inda eða slysa með því að kaupa
tryggingar, sjá V. kafla. Engar trygg-
ingar eru fáanlegar til að verjast
breytingum á tekjum eða kaupmætti
og því þurfa lántakar að gæta þess við
lántöku að þola breytingar á greiðslu-
byrði. Það er best gert með því að
skuldsetja sig ekki of mikið eða m.ö.o.
greiðslubyrði má ekki vera svo þung
að ekkert megi út af bera.
Þróun verðlags og launa eru þær
breytur sem hafa mest áhrif á
greiðslubyrði af langtímalánum ein-
staklinga. Vegna viðvarandi verð-
bólgu á Íslandi eru lán til langs tíma
annað hvort verðtryggð eða með
breytilegum vöxtum. Verðbólga og
alveg sérstaklega mikil hækkun á
verðbólgu hefur áhrif á greiðslubyrði
lántakenda og skiptir þá ekki máli
hvort lán eru verðtryggð eða óverð-
tryggð með breytilegum vöxtum.
Það sem skiptir mestu máli fyrir
lántakendur er að laun hækki svipað
og greiðslur af lánum til langs tíma.
Ef laun hækka meira en verðbólga
eykst kaupmáttur og raunveruleg
greiðslubyrði lána lækkar. Ef launin
hækka hins vegar minna en verðlag
hækkar raungreiðslubyrðin og hlut-
fall afborgana og vaxta af ráðstöf-
unartekjum vegur þyngra.
Sá sem tekur lán fær afhenta
greiðsluáætlun með áætlaðri verð-
bólgu áður en lán er tekið m.a. til að
meta hvort hann eða hún geti greitt af
láninu. Greiðsluáætlunin er gagnleg til
skamms tíma en sé litið til lengri tíma
minnkar notagildið vegna þess að í
viðvarandi verðbólgu rýrnar verðgildi
krónunnar stöðugt. Afleiðing verð-
bólgu er að ein króna í lok lánstíma
hefur minni kaupmátt en ein króna
þegar lán er tekið. Þessi áhrif magn-
ast yfir tíma. Þannig var ein króna í
ársbyrjun 2015 ekki nema 33% af
verðgildi einnar krónu í janúar 1990.
Þeir sem taka lán eða veita lán til
langs tíma þurfa að reikna með að
forsendur geti breyst, t.d. þróun verð-
lags, launa og útgjalda. Það er ekki
nóg að reikna greiðsluáætlun ein-
göngu m.v. sögulega verðbólgu, eins
og farið er fram á í lögum um neyt-
endalán, því slík áætlun skilar tölum á
seinni hluta lánstímans á allt öðru
verðlagi en í dag. Greiðslu-áætlun til
langs tíma verður að taka tillit til
launaþróunar til þess að hægt sé að
áætla raungreiðslubyrði eða hlutfall
greiðslna af ráðstöf-unartekjum.
Önnur atriði geta líka haft áhrif hjá
einstaklingum, t.d. breytingar á fjöl-
skylduhögum, ef einstaklingur dregur
úr vinnu eða sér fram á minni vinnu,
breytingar á sköttum, o.fl. Fyrir ungt
fólk skiptir einnig máli að laun flestra
hækka á starfsævinni með aukinni
ábyrgð og starfsreynslu. Enginn
skyldi hins vegar taka lán út á launa-
hækkun fyrr en hún er staðreynd.
Til að setja skuldsetningu í eitt-
hvert samhengi getur verið gagnlegt
að horfa á hámarkslán sem fjölda árs-
launa. Ágæt viðmiðun er að heild-
arskuldir séu ekki meiri en 2 til 3 árs-
laun. Þrátt fyrir að núverandi laun og
framfærslukostnaður bendi til þess
að hægt sé að taka lán yfir 3 árslaun-
um þá eru lán yfir þeim mörkum orð-
in mikil skuldbinding sem erfitt getur
verið að vinda ofan af.
Vissulega er það þannig að svigrúm
til lántöku hækkar með auknum laun-
um svo lengi sem neysla eykst ekki í
takt við hærri laun. Almennt ættu ein-
staklingar þó ekki að skuldbinda sig
meira en sem nemur þrennum árs-
launum nema að þeir eigi eignir og
varasjóð til að mæta áföllum (atvinnu-
missir, launalækkun, o.fl.) og séu með
sérstakar tryggingar til að verja sig og
fjölskyldu sína fyrir tekjumissi vegna
veikinda, slysa eða fráfalls (sjá umfjöll-
un í kafla V). Þeir sem telja sig geta
keypt dýrar eignir með lántöku vegna
hárra tekna ættu frekar að gera það í
áföngum og forðast þannig áhættu
vegna skuldbindinga sem felast í háum
lánum. Þeir sem hafa há laun ættu að
vera meðvitaðir um að aðstæður geta
breyst hratt og laun lækkað.
Þegar ákvörðun um lánsfjárhæð og
lánstíma liggur fyrir er gott ráð að
fara vandlega yfir lántökukostnað.
Hvað kostar að taka lánið, hvað kostar
að greiða af því og hvað kostar að gera
breytingar á láninu? Lántakendur
ættu einnig að kanna fyrirfram hvort
þeir geti greitt aukalega inn á lánið á
lánstímanum eða greitt lánið upp fyrr
en samkvæmt skilmálum. Hvað kostar
það? Það er afar mikilvægt að geta
greitt upp lán ef aðstæður breytast.
Verður lánið að óláni?
Í bókinni Lífið er fram-
undan eftir Gunnar Bald-
vinsson eru leiðbeiningar
í fjármálum fyrir ungt
fólk sem er að byrja að
búa og vinna. Megin-
skilaboð bókarinnar eru
að hvetja fólk til að hugsa
til langs tíma og gefa sér
tíma til að skipuleggja
fjármálin. Framtíðarsýn
gefur út.
Góð ráð fyrir ungt fólk Gunnar Baldvinsson, höfundur Lífið er framundan, sem miðar að því að auka fjármálalæsi meðal ungs fólks.
Fyrir flesta er eðlilegt að miða við að greiðslubyrði af langtímalánum sé
ekki hærri en 15% til 20% af heildarlaunum. Af því leiðir að heildarskuldir
mega helst ekki vera meiri en sem nemur 3 árslaunum og minna ef lánstím-
inn er styttri en 20 ár. Myndin sýnir greiðslubyrði lána fyrir einstaklinga
eða hjón sem skulda 2, 3 eða 4 árslaun.
Einstaklingur eða hjón sem skulda 3 árslaun eru með greiðslubyrði sem
nemur 19% af launum ef lánstími er 25 ár en 15% ef lánstíminn er 40 ár. Ef
skuldirnar eru meiri eða sem nemur 4 árslaunum er greiðslubyrðin 25% af
launum miðað við 25 ára lánstíma og 19% af launum ef lánstíminn er 40 ár.
Það er þung byrði að bera í langan tíma.
Greiðslubyrði langtímalána
Lánstími
4 árslaun
3 árslaun
2 árslaun
15 ár 20 ár 25 ár 30 ár 35 ár 40 ár
35%
30%
25%
20%
15%
10%
5%
Greiðslubyrði sem hlutfall launa,miðuð við 3,85% vexti
Eðlilegt að miða við að greiðslubyrðin sé
ekki hærri en 15-20% af heildarlaunum
Raungreiðslubyrði lána tekur tillit til bæði verðlags- og launaþróunar.
Ef laun hækka jafnt og verðbólga er hagur lántakans óbreyttur og hann
greiðir sama hlutfall af launum í afborganir ef lán er með jöfnum
greiðslum. Myndin sýnir þróun raungreiðslubyrði og verðlags til saman-
burðar.
Fyrir þann sem tók lán í ársbyrjun 1990 lækkaði raungreiðslubyrði sam-
tals um 32% á 25 árum eða til ársloka 2014. Sem dæmi má nefna að
greiðslubyrði láns með jöfnum greiðslum sem var 15% af launum í janúar
1990 lækkaði í 10,3% í janúar 2015.
Raungreiðslubyrðin hækkaði fyrstu árin en fór síðan lækkandi frá 1995
til 2008 en þá hækkaði hún um tæp 14% á tveimur árum. Sú hækkun hefur
síðan að mestu gengið til baka. Rétt er að hafa í huga að hér er raun-
greiðslubyrði reiknuð út frá vísitölum sem segir ekki alla söguna því launa-
og útgjaldaþróun er mismunandi hjá einstaklingum.
Raungreiðslubyrði lána
1990 1995 2000 2005 2010 2015
350
300
250
200
150
100
50
Heimild: Hagstofa Íslands
1990 = 100
Raungreiðslubyrði
Verðlag
Raungreiðslubyrðin tekur tillit
til bæði verðlags- og launaþróunar