Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 110

Morgunblaðið - 26.11.2015, Side 110
110 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Uppgjör á Skuggaskeri Leyniturninn á Skuggaskeri bbbnn Texti og myndir eftir Sigrúnu Eldjárn. Mál og menning gefur út. 217 bls. innb. Í bókinni Strokubörnin á Skuggaskeri gáfust sex börn upp á sífelldu stríði milli nágrannabæjanna í Fagradal og flúðu út í Skuggasker. Þar hittu þau drenginn Kára og lentu í ýmsum ævintýr- um sem rakin eru frekar í næstu bók, Draugagang- ur á Skuggaskeri. Leyni- turninn á Skuggaskeri er þriðja og síðasta bókin um strokubörnin og þá ná ævintýrin hámarki og greiðist úr öllum flækjum. Bækurnar eru allar fjörlega skrifaðar, kafl- ar stuttir og heilmikið í gangi, ört skipt á milli sjónarhorna og víst að engum leiðist við lest- urinn. Í ljós kemur að óþokkarnir mennsku eru ekki eins miklir óþokkar og við héldum, þeir eru aðallega aular, en önnur kvikindi koma til sögunnar sem eru öllu blóðþyrstari. Endirinn á öllu saman er vissulega endir, en þó hæfilega opinn, enda væri gaman að heyra meira af Strokubörnunum seinna. Myndir í bókinni eru frábærar, eins og við var að búast af Sigrúnu. Ævintýraleg flétta Koparborgin bbbbb Eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur. Björt bókaútgáfa gefur út. 314 bls., innb. Sumar barnabækur eru skrifaðar jafnt fyrir börn sem fullorðna, svo vel skrifaðar og inni- haldsríkar að þótt þær séu ætlaðar börnum eða ungmennum geta fullorðnir líka notið þess að lesa þær. Ekki man ég eftir mörgum slíkum bókum íslenskum, en þær eru vissulega til – til að mynda Koparborgin. Sögusvið Koparborgarinnar er borg ítalskr- ar ættar á endurreisnartímanum eða þar um bil. Í lóninu utan við borgina búa fiskimenn í bátum og kofum sem reistir eru á staurum. Þegar plágan berst til fiskiþorpsins í lóninu grípa borgarbúar til þess örþrifaráðs að brenna fiskiþorpið og þá íbúa með sem plágan hefur ekki lagt að velli. Pietro kemst undan við illan leik, forðar sér á sundi. Hann er nær dauða en lífi þegar norn birtist honum í draumi og læknar hann um leið og hún velur hann til verkefnis sem er ógn- vænlegra en drepsóttin. Það eru býsna krassandi kaflar í bókinni, myrkir og óttalegir, en ekkert úr hófi og allt fer hæfilega vel að lokum. Heimurinn sem sagan gerist í er sannkölluð listasmíð, en Ragnhildur gætir sín á því að lýsa ekki of miklu, leyfir les- andanum að hjálpa til við að skapa sögusviðið. Fléttan í bókinni er ævintýraleg og snúin en þótt illu öflin séu vissulega ill eiga þau sér uppruna í mannlegum tilfinningum – hroka og drottnunargirni og, ekki síst, ótta. Ástæða er til að leggja nafn Ragnhildar Hólmgeirsdóttur á minnið – þetta er framúrskarandi bók og einkar vel skrifuð. Besta unglingabók ársins, svo mikið er víst. Ótrúlegar uppákomur Leyndardómur erfingjans bbbnn Eftir Guðna Líndal Benediktsson. Myndir eftir Ivan Cappelli. Vaka-Helgafell gefur út. 304 bls. innb. Margir kannast ef- laust við Kristján og afa hans sem lentu í slíkum ævintýrum í Leitinni að Blóðey að lesandinn stóð á öndinni af spenningi. Leyndardómur erfingj- ans hefst þar sem Krist- ján situr kvíðinn á sjúkrahúsi á meðan læknar sinna mömmu hans og pabbi er hjá henni. Þegar Kristján er við það að bugast birtist afi til að telja kjark í hann, segja honum kannski eina litla sögu. Eins og til að mynda söguna af því þar sem hann situr og er að borða samloku að tröll- skessa ryðst inn í eldhúsið, brýtur sér gat í gegnum eldhúsvegginn, til að nema hann á brott. Þetta verður síðan upphafið að miklu ævintýri sem berst um land allt og við sögu koma ótrúlegar ófreskjur og grimmlyndir óþokkar, sumir sem lesendur fyrri bókarinnar kannast við. Sögurnar hans afa eiga það til að fara um víðan völl, það er eiginlega það sem gerir þær svo skemmtilegar, og áður en varir er Kristján svo hugfanginn af ævintýrinu ægilega að hann gleymir nánast því sem er að gerast á spít- alanum í kringum hann og þegar hann man það er afi ekki seinn á sér að hrista enn æsi- legri sögur úr erminni. Þetta er að mörgu leyti skemmtileg bók, en orðaflaumurinn fullmikill á köflum, svo mikill að spennan dettur niður og margt sem á ef- laust að vera skondið og skemmtilegt verður bara vandræðalegt. Nostra hefði mátt við text- ann og svo er alltaf leitt að sjá málvillur, þótt sumar þeirra séu kannski búnar að koma sér kirfilega fyrir í íslensku. Ægilega ægileg ævintýri Yfirlit yfir spennandi, hryllilegar og ævintýralegar bækur íslenskra höfunda fyrir börn og ungmenni á öllum aldri. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Teikning/Sigrún Eldjárn Lína Ein barnanna sem flúðu átök og illdeilur fullorðna fólksins og settust að í Skuggaskeri. HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar Dagblaðið Washington Post bendir á í grein á vef sínum að nokkrar hæst launuðu kvikmyndastjörnur Hollywood hafi farið með aðalhlut- verkin í þeim kvikmyndum sem skiluðu framleiðendum hvað mestu tapi á þessu ári. Eru þar nefndir leikarar og leikkonur á borð við George Clooney, Johnny Depp, Reese Witherspoon, Milu Kunis, Hugh Jackman og Bradley Cooper. Stjörnurnar dugðu ekki til þess að fólk færi á myndirnar í bíó, t.d. á Mortdecai sem Depp lék aðalhlut- verkið í og fékk afleita gagnrýni og By the Sea með stjörnuparinu An- gelina Jolie og Brad Pitt og Julia Roberts, Nicole Kidman og Chiwe- tel Ejiofor náðu ekki að lokka fólk á Secret in Their Eyes. Greinarhöfundur veltir því fyrir sér hvers vegna framleiðendur treysti svo mjög á stjörnur þegar augljóst sé að þær tryggi ekki góða aðsókn. Svarið felist líklega í því að fjárfestar í kvikmyndageiranum hiki við að leggja til fé í myndir ef engin er stjarnan. Gamla formúlan virðist hins vegar ekki virka leng- ur, þ.e. að stórstjarna skili mikilli aðsókn og eitt kvikmyndafyrirtæki, Universal Pictures, virðist hafa átt- að sig á þessu. Það hafi aldrei átt eins gott ár og það sem er að líða og það án þess að framleiða eina ein- ustu ofurhetjumynd. Meðal þeirra mynda sem Universal frumsýndi á árinu eru Straight Outta Compton, Fifty Shades of Grey, Jurassic World, Pitch Perfect 2 og Train- wreck. Engin þessara mynda var með stórstjörnu í aðalhlutverki eða sniðin að vinsælasta markhópi Hollywood: ungum, hvítum körlum. Stjörnuskinið dugar ekki lengur til í Hollywood Afleit Johnny Depp í kvikmyndinni Mortdecai sem hlaut afar neikvæða dóma og dræma aðsókn vestra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.