Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 112

Morgunblaðið - 26.11.2015, Qupperneq 112
112 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Eldhúsborð og stólar teg. Kelly Komnir aftur margir litir Borðstofuhúsgögn teg. Amadeus 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Opið virka daga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–15 Erum á Strandgötu 24, Hafnarfirði Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hollenska barnastjarnan Amira Willighagen syngur á jóla- tónleikum Björgvins Halldórs- sonar, Jólagestum, sem haldnir verða í Laugardalshöll 12. desem- ber nk. Willighagen vakti mikla at- hygli í heimalandi sínu þegar hún fór með sigur af hólmi í hæfileika- sjónvarpsþáttunum Holland’s Got Talent fyrir tveimur árum en þá var hún aðeins níu ára. Willig- hagen söng þar eins og engill „O mio babbino caro“ og „Nessun dorma“ eftir Puccini og „Ave Maria“ eftir Gounod og voru dóm- arar og áhorfendur furðu lostnir yfir hæfileikum stúlkunnar, engu líkara en þar væri á ferðinni full- orðin og lærð söngkona. Willighagen hefur upp frá því sungið í fjölmörgum löndum, m.a. í Suður-Afríku og Bandaríkjunum og tvær hljómplötur hafa verið gefnar út með söng hennar. Sú fyrri, Amira, náði gullsölu í Hol- landi á tveimur vikum, yfir 10.000 eintök höfðu þá verið seld og sú seinni, Merry Christmas, kom út í þessum mánuði og hefur að geyma jólalög í bland við aríur. Stundum þreytt Blaðamaður ræddi við Amiru í síma í liðinni viku og var engu lík- ara en hann væri að ræða við full- orðna manneskju, að röddinni und- anskilinni. Amira talar ensku svo til hnökralaust þrátt fyrir að vera aðeins 11 ára en móðir hennar er suðurafrísk, faðirinn hollenskur og skýrir það að hluta furðugóð tök hennar á tungumálinu. Amira seg- ist líka þurfa að tala góða ensku vegna söngferðalaga sinna og við- tala og bætir við að enska sé ekki svo erfitt tungumál að læra. Amira hefur aldrei komið til Ís- lands og segist hlakka mikið til heimsóknarinnar. Löndin eru hins vegar mörg sem hún hefur heim- sótt vegna tónleikahalds. „Ég hef ekki verið beðin oft um að halda tónleika í Hollandi en mjög oft í öðrum löndum,“ segir Amira. – Finnst þér ekki erfitt að ferðast svona mikið? „Það er ekki erfitt en stundum er ég dálítið þreytt, t.d. ef ég þarf að fljúga til Austurríkis og næsta dag til Spánar eða annars lands. Þá verð ég dálítið þreytt en það er þó ekki svo slæmt því ég get farið aftur að sofa,“ segir Amira. – Hvernig var að taka þátt í Holland’s Got Talent? „Það var mjög gaman en ég var bara níu ára, bara lítil stelpa. Ég var dálítið taugaveikluð, var ekki viss um að ég gæti sungið vel og átti ekki von á því að fólkið myndi klappa svona mikið eða að ég myndi sigra.“ Ekki hrifin af popptónlist Amira hafði hvorki stundað tón- listarnám né farið í söngtíma áður en hún tók þátt í keppninni og seg- ist hún einfaldlega hafa lært lögin með því að syngja eftir myndbönd- um á YouTube. – Ertu mikill unnandi klass- ískrar tónlistar? „Já, mjög mikill, ég er ekki svo hrifin af popptónlist. Allir vinir mínir hlusta á Ariönu Grande og mér finnst það ekki skemmtileg tónlist,“ segir Amira. Klassísk tón- list sé mikið leikin heima hjá henni enda faðir hennar kirkjuorganisti, móðir hennar fiðluleikari og bróðir hennar að læra á fiðlu. „Þeim finnst popptónlist ekki heldur skemmtileg,“ segir Amira um fjöl- skyldu sína. – Hvert er uppáhaldslagið þitt? „Uppáhaldslagið mitt er ennþá „O mio babbino caro“ sem ég byrj- aði að syngja þegar ég var sjö ára og söng í áheyrnarprufunni fyrir Holland’s Got Talent,“ segir Amira og er sammála blaðamanni í því að tónlist Puccini sé einstaklega fall- eg. – Hvaða lög ætlarðu að syngja á tónleikunum á Íslandi? „Það á að koma á óvart, ég má ekki segja frá því,“ segir Amira. Hún hafi stungið upp á tíu lögum og af þeim verði tvö fyrir valinu. Gaman í skólanum Það hlýtur að vera erfitt fyrir 11 ára söngstjörnu að flakka um heiminn og sinna grunnskólanámi samhliða ferðalögunum. Amira seg- ir stundum erfitt að sinna hvoru tveggja og oft þurfi hún og foreldr- ar hennar að afþakka tónleikaboð. „Það getur verið erfitt að koma heim um miðja nótt eftir að hafa haldið tónleika og þurfa að fara í skólann næsta dag. Þá er ég mjög þreytt en ég verð að gera það. Ég vil fara á hverjum degi í skólann ef ég get. Ég reyni að mæta eins oft og ég get í skólann, mér finnst gaman í skólanum,“ segir hún. Spurð að því hvernig söngferill- inn leggist í vini hennar segir Am- ira að þeir séu mjög ánægðir með hann og þá sérstaklega þegar hún haldi þeim veislur og þá m.a. þegar plata með henni er gefin út. Vin- irnir mæti líka stundum á tónleika og séu hrifnir af rödd hennar. „Stundum syng ég fyrir þá og það er líka gaman,“ segir Amira. – Ætlarðu að verða atvinnu- söngkona þegar þú verður full- orðin? „Ég veit það ekki, kannski á ég eftir að gera eitthvað annað en ég ætla að syngja áfram á hverjum degi. Ef fólki hættir að líka röddin í mér eða eitthvað svoleiðis þá ætla ég ekki að vinna við það, bara syngja mér til gamans. En ég mun alltaf syngja,“ segir Amira. Styrkir fátæk börn Amira átti frumkvæði að því að styrktarsjóður var stofnaður í hennar nafni fyrir fátæk börn og rennur um helmingur sönglauna hennar og helmingur tekna af plötusölu í sjóðinn. Hún segist hafa farið til Suður-Afríku með móður sinni þegar hún var sjö ára og tek- ið eftir því að engir leikvellir væru þar fyrir börn. Nú sé búið að byggja leikvöll fyrir fé úr sjóðnum í bænum Ikageng og annar verði vígður um jólin. „Ég vil láta byggja leikvelli eftir mínu höfði og fara svo og sjá börn- in leika sér á þeim,“ segir Amira að lokum. Ótrúlega þroskuð og hjartahlý söngstjarna þar á ferð og með fæturna á jörðinni. „Ég mun alltaf syngja“  Hin 11 ára gamla Amira Willighagen, sigurvegari Holland’s Got Talent, syngur á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar  Tvær plötur með söng hennar hafa verið gefnar út  Puccini í uppáhaldi Hæfileikarík Amira Willighagen er aðeins 11 ára gömul og hefur sungið á tónleikum í fjölda landa auk þess að syngja inn á tvær hljómplötur. Amira vill láta gott af sér leiða og styrkir fátæk börn í Afríku. Heimasíða Almiru: amira-online.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.